Ákærð fyrir að senda konu og barnsmóður manns nektarmyndir af honum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2023 08:00 Konan sendi tveimur barnsmæðrum mannsins nektarmyndefni af honum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Ekki kemur fram í ákærunni hvernig konan sendi myndefnið. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir kynferðisbrot. Hún dreifði nektarmyndum og myndskeiði af karlmanni án samþykkis hans til eiginkonu hans og barnmóður hans og annarrar barnmóður hans. Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01