Reynir að komast í Eurovision og útilokar ekki að spila í Bestu-deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2023 10:00 Viðtalið var tekið á sparkvelli við Laugarnesskóla. Skömmu eftir að það fréttist að þátttakandi í Söngvakeppninni væri þar flykktust krakkarnir í kringum Braga Bergsson, spiluðu fótbolta við og fengu myndir af sér með honum. vísir/egill Bragi Bergsson sem keppir í úrslitum Söngvakeppninnar í kvöld hefur leikið fótbolta alla sína tíð. Hann útilokar ekki að spila í Bestu deild karla í sumar. Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum. Fótbolti Eurovision Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Sjá meira
Það ræðst í kvöld hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Liverpool á Englandi í maí. Meðal laganna fimm í úrslitum Söngvakeppninnar er „Stundum snýst heimurinn gegn þér“ sem Bragi flytur. Bragi er uppalinn í Svíþjóð og hefur getið sér gott orð í tónlist þar. Hann endaði meðal annars í 3. sæti sænska Idolsins 2018. En núna er hann kominn heim og freistar þess að komast í Eurovision fyrir hönd Íslands, eitthvað sem hefur lengi blundað í honum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Maður hefur alltaf hugsað að það væri gaman að gera þetta en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En núna ákvað ég að gera eitthvað gaman og er mættur til Íslands.“ En er Bragi vongóður um að vinna Söngvakeppnina og komast í Eurovision? „Ég er aldrei voðalega bjartsýnn. Ég efast alltaf eitthvað. En núna ætla ég að reyna að þora að vona að ég geti kannski unnið,“ sagði Bragi sem syngur á ensku úrslitakvöldinu. Lagið hans nefnist þá „Sometimes the World's Against You“. Sem fyrr sagði hefur Bragi alltaf verið í fótbolta. Hann hefur meðal annars spilað þrjú tímabil í efstu deild hér á Íslandi. Hann lék með ÍBV 2013 og 2014 og Fylki 2016, alls 36 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Þá skoraði hann fyrir ÍBV gegn HB Þórshöfn í Evrópudeildinni 2013. Klippa: Viðtal við Braga Bergsson „Ég byrjaði að spila úti í Svíþjóð með liði sem heitir Västra Frölunda en þegar ég var lítill kom ég alltaf til Íslands á sumrin og spilaði með KA og smá með ÍA,“ sagði Bragi. „Svo var ég hjá Gautaborg en fékk reyndar aldrei að spila meistaraflokksleik með þeim í sænsku úrvalsdeildinni. Svo spilaði ég tvö sumur með ÍBV. Við spiluðum í Evrópukeppni, Hermann Hreiðarsson var að þjálfa og David James í markinu. Ég spilaði með GAIS í B-deildinni í Svíþjóð, síðan Fylki og svo hef ég mest verið í C-deildinni úti, með Utsikten. Við komumst upp í sænsku B-deildina í hitteðfyrra en þá var ég farinn að syngja mikið og ætlaði að einbeita mér meira að söngnum.“ Bragi lék ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands á sínum tíma.vísir/egill Meðan Bragi hefur verið hér á landi vegna Söngvakeppninnar hefur hann æft með Fylki. Og hann útilokar ekki að spila með liðinu í sumar. „Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bragi. Hann segir að fótboltinn hjálpi þegar kemur að tónlistinni. „Klárlega. Að undirbúa sig fyrir verkefni. Ég sé laugardagskvöldið fyrir mig eins og leik. Ég þarf að borða vel, sofa vel. Svo snýst þetta bæði um að standa sig undir pressu. Fótboltinn hefur alveg hjálpað mér,“ sagði Bragi að lokum.
Fótbolti Eurovision Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Sjá meira