Sprungin löggublaðra Steinbergur Finnbogason skrifar 3. mars 2023 18:00 Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kæri Ásmundur, hvað kom fyrir barnið? Diljá Ámundadóttir Zoega Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli. Kannski vegna þess að hún var byrjuð að leka jafnvel áður en lögreglan reyndi með borðalögðum blaðamannafundi og alþjóðlegri skrautsýningu að láta líta út fyrir að um væri að ræða eitt stærsta fíkniefna- og peningaþvættismál Íslandssögunnar. Önnur sakarefni tengdust meðal annars meintum fjársvikum, vopnalagabrotum og brotum á lyfjalögum. Þessari viðamiklu lögreglurannsókn er nú lokið. Eftir margra ára þrotlaus rannsóknarstörf hefur málið verið látið niður falla. Engar ákærur, engar sakargiftir, engar sannanir um eitt né neitt. Eftir liggja samt í valnum helsærðir einstaklingar sem lögreglan gerði allt sitt til að klekkja á í góðu samstarfi við dómstól götunnar. Ég er að tala um hið svokallaða Euromarketmál. Einn sakborninganna var skjólstæðingur minn og ég mótmælti því margsinnis opinberlega hvernig réttur hans var fótum troðinn, m.a. með löngu gæsluvarðhaldi og ásökunum sem allan tímann blasti við að væru gjörsamlega tilhæfulausar. Þegar málin á hendur honum hafa nú öll verið felld niður, og eins og venjulega án þess svo mikið sem að biðjast afsökunar á röngum sakargiftum lögreglunnar, blasir ekki einungis við stórfellt fjárhagslegt tjón heldur einnig ör á sálinni. Ég get ekki áfellst fjölmiðla sem mæta á blaðamannafund sem lögreglan boðar til og opna hann meira að segja almenningi í beinni útsendingu. Á slíkum fundum geta þeir sem sitja við háborðið, í þessu tilfelli ábúðarmikið fólk frá íslensku lögreglunni, pólsku lögreglunni, tollstjóra, Europol og Eurojust, hvorki meira né minna, látið móðan mása og meira að segja komið sjónarmiðum sínum á framfæri án nokkurrar gagnrýni. Kranablaðamennskan sem þessu skilar án athugasemda eða spurninga nærir svo þau sem njóta þess að fella dóma og hneykslast við sófaborðið heima fyrir eða með gífuryrðum á kaffistofunni í vinnunni. En hvað veldur svona skrautsýningum lögreglunnar? Vonandi er svarið ekki illgirni. Það er hins vegar áleitin spurning hvort ástæðurnar snúist um einhverskonar sýniþörf, vinsældaöflun eða jafnvel fjáröflun hjá vinveittari stjórnvöldum en ella. Þetta er því miður langt í frá í fyrsta eða eina skiptið sem lögreglan sniðgengur allar eðlilegar kröfur um hlutlægni í vinnubrögðum. Hún gleymir því aftur og aftur að henni er ekki ætlað að sakfella heldur rannsaka. Henni er ætlað að hafa það grundvallaratriði réttarríkisins hugfast að allir séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna þarf hún sökum skýlausra krafna um fagmennsku að ganga hægt um gleðinnar dyr í rannsóknarstarfi sínu enda þótt einstaka misjafnlega breyskir lögreglumenn hafi ef til vill myndað sér einhverjar fyrirframskoðanir í viðfangsefnum sínum. Blaðran sprakk ekki með hvelli vegna þess að fæstir fjölmiðlar hafa haft áhuga á framhaldinu. Þetta var stór blaðra sem blásið var í hér um árið. Það að úr henni sé allur vindur er ekkert spennandi. Fjárhagslegt, andlegt og jafnvel líkamlegt tjón fjölmargra einstaklinga sem bornir voru röngum sökum skiptir heldur ekki máli. Stundargleði samfélagsins fyrir mörgum árum var spennandi í nokkra daga og er svo fallin í gleymskunnar dá. Höfundur er lögmaður.
Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson Skoðun