Viktorískt tilhugalíf Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 3. mars 2023 21:01 Hvernig sem að stofnast til hinna fyrstu kynna, í gegnum Tinder, djamm eða á nautnalegu námskeiði undir nafninu „Tengjum tungur saman yfir munaðarfullum munnbitum“, þá koma alltaf vangaveltur um hvernig næstu skrefum skal hagað. Íslenskt tilhugalíf er eins og það er, svolítil geðlægð, svolítil geðhæð og stundum smá erfitt að finna jafnvægi. En þar sem ég er byrjuð að skrifa um tilhugalíf þá langar mig til að kynna minn draum um það sem tekur við eftir hin fyrstu kynni, sem ég held að geti ekki annað en að slegið í gegn. Að minnsta kosti hjá gárungunum, þó þetta sé nú alveg allt saman grafalvarlegt mál. Ég hef nefnilega verið að gæla í smá tíma við þá skrítnu hugmynd að það ætti að vera sjálfsagður hlutur að það standi til boða Viktorískt tilhugalíf. Og hvað er það eiginlega skyldu sumir spyrja. Jú Viktorískt tilhugalíf er þegar tvær manneskjur gefa sér tíma til að kynnast, með klukkustunda samtali og/eða hittingi á dag, í að minnsta kosti þrjá mánuði, áður en það kemur inn í myndina að bjóða fram fyrsta kossinn. Bara úff, já ég veit. En leyfið mér að útskýra. Þetta er ekkert svo vitlaust, líka fyrir ykkur karlana. Fyrir það fyrsta, kossar og hvað þá kynlíf er mjög beintengt við framleiðslu á fallega ástarhormóninu oxýtósín. Og þegar oxýtósínið flæðir um líkamann þá gerir það okkur svo hugfangin að öll rauðu flöggin fara óðar í felur og eru gjarnan hunsuð. Oxýtósín eykur getu okkar til tengslamyndunar, en þó í mun meira magni hjá okkur af fagra kyninu. Hjá körlum eykur það upplifun þeirra á samkeppni og þeir sýna minni hræðslu við takast á við aðstæður sem valda þeim streitu. Svo það má segja beinlínis að hjá körlum þá minnkar kynlíf kvíðann. Já karlkynslesandi góður, endilega segið nú við kellingarnar „Æi ég er svo kvíðinn núna, getur þú ekki hjálpað mér?“, ef þær skyldu kvarta undan hausverk. Ef konan er ekki nægilega fróð til að segja við þig tilbaka, ,,Heyrðu kallinn, hættu að drekka kaffi, byrjaðu að taka magnesíum olíu, B vítamín og Potassium, og ég skal svo spreyja lavender olíu á koddann“, þá ertu kannski bara í góðum málum. Lesandi yfir áhrifamátt oxýtósíns þá gæti maður ályktað það væri bara gott mál til paramyndunar að hefja samband á smá oxýtósín sprengju. En nú langar mig til að líta smá á þennan hóp af fólki yfir fertugu sem er að enduruppgötva sjálfan sig eftir sambandsslit. Hópurinn er frekar skuldbindingafælinn. Það verður bara að viðurkennast. Að baki liggja kannski eitt eða tvö alvarleg sambönd. Þetta er því hópur sem hefur verið særður á alls konar vegu og á erfitt með að leyfa sér að treysta. Þetta er hópur sem er kannski búinn að byggja upp sinn grunn, séð hann brenna og er að reyna að byggja hann upp að nýju, með harðri hendi. Það er kaldur raunveruleiki að slíkum grunn vill maður ekki fórna öðru sinni. Og við skulum nú ekki gleyma börnunum, því hverjum getum við nú treyst til umgengis við þau? Okkur er líka smá vorkunn, þar sem við höfum alist upp við mikið áhorf á fréttir sem færa okkur endalausa eymd, vonleysi og áhyggjur. Og við horfum stíft á sjónvarpsefni sem færir okkur morð, klæki og tilefnalaus læti yfir hlutum sem auðvelt ætti að vera leysa með heiðarlegum samskiptum. Sekkur þetta allt annars ekki inn í heilann og fær okkur til að treysta minna? Krúsídúllu molinn hann Jay Shetty nefndi eina skemmtilega staðreynd sem hefur setið smá í mér. Hann talaði um að það þyrfti 40 klst til að ákveða hvort þú viljir kynnast manneskju nánar, 100 klst til að byrja að mynda traust og 200 klst til að upplifa hana sem góðan vin. Mikilvæga traustið nær ekki að dafna nema með ítrekuðum samskiptum og í þori fólks við að leggja í þá vinnu að uppgötva eðlileg samskipti að tjáningu ástarinnar. Svo spurningin verður, erum við tilbúin að leggja í þessa vinnu? Finnst okkur það þess virði að taka lítil skref eða stór? Það er bara alls ekki alltaf svo. 61% kvenna eru ánægðar með þá staðreynd að vera einhleypar, á meðan 49% karlmanna eru ánægðir með það sama. Og það sem meira er, 75% einhleypra kvenna eru ekki að leggja sig fram við að komast í náin kynni, í samanburði við 65% einhleypra karlmanna. Horfandi á þessar tölur, þá ætla ég að leyfa mér að kasta fram ógnvæglegri spurningu. Erum við kannski að horfa upp á samfélagslegt vandamál sem við þorum ekki að horfast í augu við? Getur það verið samfélagslegt vandamál að fólk þurfi eftir skilnað að halda utan um tvö heimili, en ekki eitt? Hefur það áhrif á framboð á húsnæði? Hefur það áhrif á fátæktarmörk einstæðra foreldra? Og kannski það mikilvægasta, hefur það áhrif á almenna vellíðan innan samfélagsins? Og kannski líka, eru samskiptahæfileikar okkar og viðsýni bara ekki nægilega góð til að stuðla að nánum langvarandi kynnum? Kannski að ofangreindar tölur myndu breytast ef hrist er aðeins upp í hlutunum. Bæði í þeim möguleikum sem standa til boða þegar stofnað er til hinna fyrstu kynna og í því hvernig við nálgumst málin í framhaldinu. Og hvernig getum við hagað framhaldinu? Gæti það hjálpað að við værum meðvitaðri um að skapa rými fyrir okkur til að kynnast? Að það sé haft upp á borðinu að ekki sé verið að ana í þær tilfinningaflækjur sem geta fylgt óxýtósín sprengju. Þetta hljómar smá eins og draumsýn fyrir mig sem einhleypa konu, en er þetta ekki eitthvað sem karlmanni gæti líka þótt sem ákjósanlegur kostur? Það er talað um að konur séu almennt færari um að tjá sig um sínar tilfinningar, þó mér þyki leiðinlegt að alhæfa. Þurfum við ekki að vera samt almennt meðvitaðri um að skapa rými fyrir karlmenn til að gera það sama? Geta konur haldið rými fyrir karlmenn, þar sem þeim býðst tækifæri til að mynda sinn hug og kanna sínar tilfinningar, áður en vaðið er lengra? Og geta karlmenn gert það sama? Ættu ekki öll kyn að hafa gott af því að hafa öruggt rými til að segja frá deginum, tjá sínar skoðanir, að upplifa áhuga og virðingu fyrir því sem þau hafa fram að færa, að byggja upp eftirvæntingu, fá tækifæri til að mynda sín mörk og uppgötva hvort að sambandið sé nægilega burðugt til að veita báðum aðilum hamingjusemi. Væri hægt að mynda rólega, traust og skemmtilegt samband þar sem báðir aðilar fá tækifæri til að gefa og þiggja? Kannski er gott að spyrja sig hvort það sé ekki alltaf öruggara að fjárfesta í manneskju sem er tilbúin til að leggja í vinnuna? Og ef sambandið nær því marki að endast í þrjá mánuði, þá er ekki eins og neitt hafi glatast. Aukin samskipti eru alltaf góð leið til að kynnast sjálfum okkar nánar, hvort sem vináttan helst áfram eða þróast yfir í ástarsamband. Takk fyrir lesturinn elskurnar og njótið dagsins, vorsins og dagsbirtunnar. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hvernig sem að stofnast til hinna fyrstu kynna, í gegnum Tinder, djamm eða á nautnalegu námskeiði undir nafninu „Tengjum tungur saman yfir munaðarfullum munnbitum“, þá koma alltaf vangaveltur um hvernig næstu skrefum skal hagað. Íslenskt tilhugalíf er eins og það er, svolítil geðlægð, svolítil geðhæð og stundum smá erfitt að finna jafnvægi. En þar sem ég er byrjuð að skrifa um tilhugalíf þá langar mig til að kynna minn draum um það sem tekur við eftir hin fyrstu kynni, sem ég held að geti ekki annað en að slegið í gegn. Að minnsta kosti hjá gárungunum, þó þetta sé nú alveg allt saman grafalvarlegt mál. Ég hef nefnilega verið að gæla í smá tíma við þá skrítnu hugmynd að það ætti að vera sjálfsagður hlutur að það standi til boða Viktorískt tilhugalíf. Og hvað er það eiginlega skyldu sumir spyrja. Jú Viktorískt tilhugalíf er þegar tvær manneskjur gefa sér tíma til að kynnast, með klukkustunda samtali og/eða hittingi á dag, í að minnsta kosti þrjá mánuði, áður en það kemur inn í myndina að bjóða fram fyrsta kossinn. Bara úff, já ég veit. En leyfið mér að útskýra. Þetta er ekkert svo vitlaust, líka fyrir ykkur karlana. Fyrir það fyrsta, kossar og hvað þá kynlíf er mjög beintengt við framleiðslu á fallega ástarhormóninu oxýtósín. Og þegar oxýtósínið flæðir um líkamann þá gerir það okkur svo hugfangin að öll rauðu flöggin fara óðar í felur og eru gjarnan hunsuð. Oxýtósín eykur getu okkar til tengslamyndunar, en þó í mun meira magni hjá okkur af fagra kyninu. Hjá körlum eykur það upplifun þeirra á samkeppni og þeir sýna minni hræðslu við takast á við aðstæður sem valda þeim streitu. Svo það má segja beinlínis að hjá körlum þá minnkar kynlíf kvíðann. Já karlkynslesandi góður, endilega segið nú við kellingarnar „Æi ég er svo kvíðinn núna, getur þú ekki hjálpað mér?“, ef þær skyldu kvarta undan hausverk. Ef konan er ekki nægilega fróð til að segja við þig tilbaka, ,,Heyrðu kallinn, hættu að drekka kaffi, byrjaðu að taka magnesíum olíu, B vítamín og Potassium, og ég skal svo spreyja lavender olíu á koddann“, þá ertu kannski bara í góðum málum. Lesandi yfir áhrifamátt oxýtósíns þá gæti maður ályktað það væri bara gott mál til paramyndunar að hefja samband á smá oxýtósín sprengju. En nú langar mig til að líta smá á þennan hóp af fólki yfir fertugu sem er að enduruppgötva sjálfan sig eftir sambandsslit. Hópurinn er frekar skuldbindingafælinn. Það verður bara að viðurkennast. Að baki liggja kannski eitt eða tvö alvarleg sambönd. Þetta er því hópur sem hefur verið særður á alls konar vegu og á erfitt með að leyfa sér að treysta. Þetta er hópur sem er kannski búinn að byggja upp sinn grunn, séð hann brenna og er að reyna að byggja hann upp að nýju, með harðri hendi. Það er kaldur raunveruleiki að slíkum grunn vill maður ekki fórna öðru sinni. Og við skulum nú ekki gleyma börnunum, því hverjum getum við nú treyst til umgengis við þau? Okkur er líka smá vorkunn, þar sem við höfum alist upp við mikið áhorf á fréttir sem færa okkur endalausa eymd, vonleysi og áhyggjur. Og við horfum stíft á sjónvarpsefni sem færir okkur morð, klæki og tilefnalaus læti yfir hlutum sem auðvelt ætti að vera leysa með heiðarlegum samskiptum. Sekkur þetta allt annars ekki inn í heilann og fær okkur til að treysta minna? Krúsídúllu molinn hann Jay Shetty nefndi eina skemmtilega staðreynd sem hefur setið smá í mér. Hann talaði um að það þyrfti 40 klst til að ákveða hvort þú viljir kynnast manneskju nánar, 100 klst til að byrja að mynda traust og 200 klst til að upplifa hana sem góðan vin. Mikilvæga traustið nær ekki að dafna nema með ítrekuðum samskiptum og í þori fólks við að leggja í þá vinnu að uppgötva eðlileg samskipti að tjáningu ástarinnar. Svo spurningin verður, erum við tilbúin að leggja í þessa vinnu? Finnst okkur það þess virði að taka lítil skref eða stór? Það er bara alls ekki alltaf svo. 61% kvenna eru ánægðar með þá staðreynd að vera einhleypar, á meðan 49% karlmanna eru ánægðir með það sama. Og það sem meira er, 75% einhleypra kvenna eru ekki að leggja sig fram við að komast í náin kynni, í samanburði við 65% einhleypra karlmanna. Horfandi á þessar tölur, þá ætla ég að leyfa mér að kasta fram ógnvæglegri spurningu. Erum við kannski að horfa upp á samfélagslegt vandamál sem við þorum ekki að horfast í augu við? Getur það verið samfélagslegt vandamál að fólk þurfi eftir skilnað að halda utan um tvö heimili, en ekki eitt? Hefur það áhrif á framboð á húsnæði? Hefur það áhrif á fátæktarmörk einstæðra foreldra? Og kannski það mikilvægasta, hefur það áhrif á almenna vellíðan innan samfélagsins? Og kannski líka, eru samskiptahæfileikar okkar og viðsýni bara ekki nægilega góð til að stuðla að nánum langvarandi kynnum? Kannski að ofangreindar tölur myndu breytast ef hrist er aðeins upp í hlutunum. Bæði í þeim möguleikum sem standa til boða þegar stofnað er til hinna fyrstu kynna og í því hvernig við nálgumst málin í framhaldinu. Og hvernig getum við hagað framhaldinu? Gæti það hjálpað að við værum meðvitaðri um að skapa rými fyrir okkur til að kynnast? Að það sé haft upp á borðinu að ekki sé verið að ana í þær tilfinningaflækjur sem geta fylgt óxýtósín sprengju. Þetta hljómar smá eins og draumsýn fyrir mig sem einhleypa konu, en er þetta ekki eitthvað sem karlmanni gæti líka þótt sem ákjósanlegur kostur? Það er talað um að konur séu almennt færari um að tjá sig um sínar tilfinningar, þó mér þyki leiðinlegt að alhæfa. Þurfum við ekki að vera samt almennt meðvitaðri um að skapa rými fyrir karlmenn til að gera það sama? Geta konur haldið rými fyrir karlmenn, þar sem þeim býðst tækifæri til að mynda sinn hug og kanna sínar tilfinningar, áður en vaðið er lengra? Og geta karlmenn gert það sama? Ættu ekki öll kyn að hafa gott af því að hafa öruggt rými til að segja frá deginum, tjá sínar skoðanir, að upplifa áhuga og virðingu fyrir því sem þau hafa fram að færa, að byggja upp eftirvæntingu, fá tækifæri til að mynda sín mörk og uppgötva hvort að sambandið sé nægilega burðugt til að veita báðum aðilum hamingjusemi. Væri hægt að mynda rólega, traust og skemmtilegt samband þar sem báðir aðilar fá tækifæri til að gefa og þiggja? Kannski er gott að spyrja sig hvort það sé ekki alltaf öruggara að fjárfesta í manneskju sem er tilbúin til að leggja í vinnuna? Og ef sambandið nær því marki að endast í þrjá mánuði, þá er ekki eins og neitt hafi glatast. Aukin samskipti eru alltaf góð leið til að kynnast sjálfum okkar nánar, hvort sem vináttan helst áfram eða þróast yfir í ástarsamband. Takk fyrir lesturinn elskurnar og njótið dagsins, vorsins og dagsbirtunnar. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar