Fyrsti Íslendingurinn á skólastyrk í 52 ár ætlar alla leið í NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 09:01 Bjartur Eldur Þórsson. Vísir/Sigurjón Hinn 19 ára gamli Bjartur Eldur Þórsson er á leið til Bandaríkjanna að spila amerískan fótbolta á skólastyrk, fyrstur Íslendinga. Hann stefnir hátt í íþróttinni. Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr. NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Leik lokið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjá meira
Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr.
NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Leik lokið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjá meira
Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01