Innherji

Ekki þörf á annarri hluta­fjár­aukningu og vegna met­sölu „safnist upp“ fjár­munir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að hliðartekjur og fraktflutningar séu á „bullandi siglingu“ en það hafi ekki gengið nógu vel á þeim vettvangi í fyrra. Reksturinn í fyrra hafi minnt á kvikmyndahús þar sem sjoppan hafi verið lokuð. Nú sé hún opin og „allir að kaupa popp og kók“.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að hliðartekjur og fraktflutningar séu á „bullandi siglingu“ en það hafi ekki gengið nógu vel á þeim vettvangi í fyrra. Reksturinn í fyrra hafi minnt á kvikmyndahús þar sem sjoppan hafi verið lokuð. Nú sé hún opin og „allir að kaupa popp og kók“. Vísir/Vilhelm

Eftir að hafa lækkað í verði um þrjátíu prósent á hálfum mánuði eftir birtingu ársuppgjörs Play hefur hlutabréfaverð flugfélagsins rétt úr kútnum síðustu tvo viðskiptadaga. Mikið gengisfall mátti einkum rekja til ótta fjárfesta um að Play þyrfti mögulega að ráðast að nýju í hlutafjáraukningu og að tekjur voru minni en vonir stóðu til. Forstjóri Play hafnar því að þörf sé á að auka hlutafé og vegna sterkrar bókunarstöðu „safnist upp“ fjármunir með vorinu.


Tengdar fréttir

Play tapaði 6,5 milljörðum króna

Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×