Gaf sitt samþykki eftir einn eða tvo bjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Guðmundur Eggert Stephensen var glaður með uppskeru helgarinnar. Vísir/Arnar Hugmyndin að endurkomu Guðmundar Eggerts Stephensen kom þegar hann fór út að borða með manni sem ætlaði að gera heimildaþætti um magnaðan feril hans. Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan. Borðtennis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Lokahlutinn af heimildarþáttunum átti að vera endurkoma Guðmundar á Íslandsmótið í borðtennis sem hann vann tuttugu ár í röð frá 1994 til 2013. Guðmundur tók þeirri áskorun, mætti á Íslandsmótið á ný eftir tíu ára fjarveru, og varð Íslandsmeistari um helgina án þess að tapa hrinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Guðmund og forvitnaðist um það hvernig stóð á því að hann mætti á ný á Íslandsmótið. Þar kom meðal annars fram að Guðmundur hafði lítið sem ekkert spilað borðtennis þennan áratug. Klippa: Guðmundur Stephensen: Leyniæfingar í desember og líkaminn fór í janúar Rosa tilfinningar „Þetta var eintóm gleði víst að þetta heppnaðist allt en það voru rosa tilfinningar fyrir mig að vera að koma aftur. Það var mikil athygli og allir voru að búast við því að ég ynni. Ef ég myndi tapa þá væri það algjör katastrófa,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen. „Það er verið að búa til þætti um þessa endurkomu og ferilinn. Það var því mikið í hausnum á mér og ég hugsaði: Ég verð að vinna þetta einhvern veginn. Það er ekki einfalt að koma aftur og ætla bara að vinna. Það var rosalega erfitt enda strákarnir góðir en þeir eiga hrós skilið að tapa fyrir mér,“ sagði Guðmundur hlæjandi. Hann setti smá pressu á mig helvískur „Júlli Hafstein er að gera þrjá til fjóra þætti um ferilinn hjá mér, frá því að ég vann fyrst þegar ég var ellefu ára, þegar ég var í atvinnumennskunni úti og þessi endurkoma átti að fylgja með í einum þætti. Hann setti smá pressu á mig helvískur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur og Júlíus þekkjast vel enda eru konur þeirra systur. Vísir/Arnar „Við hittumst á einum veitingastað og hann fór að tala um að gera þætti. Það þyrfti að fylgja með því helst, eða að það væri skemmtilegt til að fá smá umfjöllun og fá borðtennisinn aðeins inn. Að það yrði endurkoma. Ég samþykkti það svona eftir einn, tvo bjóra. Þá var það klárt,“ sagði Guðmundur. „Það eru búnar að vera stanslausar æfingar hjá mér síðan. Þetta var um miðjan desember. Ég fór á nokkrar leyniæfingar í TBR í desember og svo byrjaði ég bara 2. janúar á fullu með Magga Hjartar. Við æfðum hérna á hverjum degi og ég er búinn að vera á stanslausum æfingum í tvo mánuði. Þetta hafðist á endanum,“ sagði Guðmundur. Spilaði ekki borðtennis í tíu ár Guðmundur tók sér tíu ára pásu en hefur hann ekkert verið að æfa á þessum áratug? „Ég hef ekkert verið að spila neitt borðtennis. Ég hef kannski komið hingað tvisvar, þrisvar á létta æfingu. Ég spilaði hérna einu sinni við Ingi Darvis (Rodríguez) fyrir svona sex til sjö árum síðan, Þá ætlaði hann að vera Íslandsmeistari og var sextán ára. Ég fór á eina æfingu með honum en ég hef ekkert komið á æfingu síðan,“ sagði Guðmundur. Líkaminn fór gjörsamlega eftir eina viku „Ég var mjög ryðgaður enda fór líkaminn gjörsamlega eftir eina viku. Ég var frá í þrjár vikur. Ég var eiginlega frá allan janúar. Ég fór í bakinu, rassvöðvinn, og það fór bara allt. Ég náði því ekki fullum undirbúningi þessa tvo mánuði,“ sagði Guðmundur. Það má horfa á allt viðtalið við Guðmund hér að ofan neðan.
Borðtennis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira