Í frétt DR segir að hinir látnu hafi verið sautján og átján ára piltar. Sá sem særðist, sem er sautján ára, er ekki í lífshættu að sögn lögreglu.
Lögregla var með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur nú lýst eftir vitnum til að ná skýrari mynd af því sem gerðist.
Árásin var gerð á Skjebjerg Allé skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma í gærkvöldi.
Talsmaður lögreglu segir að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að of snemmt sé að segja nokkuð til um mögulegar ástæður árásarinnar eða tengsl mannanna.