Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 11:57 Hinum 74 ára Kemal Kilicdaroglu var fagnað í höfuðborginni Ankara fyrr í vikunni. Getty Sex stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi, sem jafnan hafa verið sundraðir í sínum störfum, hafa náð saman um forsetaframbjóðanda sem þeir vonast til að muni ná að koma Recep Tayyip Erdogan af forsetastóli í kosningunum sem fram fara í landinu í maí. Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum. Tyrkland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum.
Tyrkland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira