Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 11:57 Hinum 74 ára Kemal Kilicdaroglu var fagnað í höfuðborginni Ankara fyrr í vikunni. Getty Sex stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi, sem jafnan hafa verið sundraðir í sínum störfum, hafa náð saman um forsetaframbjóðanda sem þeir vonast til að muni ná að koma Recep Tayyip Erdogan af forsetastóli í kosningunum sem fram fara í landinu í maí. Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum. Tyrkland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Frambjóðandinn sem um ræðir er í hinn 74 ára Kemal Kilicdaroglu sem leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Repúblikanska þjóðarflokkinn, mið-vinstri flokk sem berst fyrir skýrum aðskilnaði ríkis og trúmála. BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til þess að mjótt verði á munum í forsetakosningunum eftir tveggja áratuga valdboðsstjórn Erdogans. Mikið hefur þrengt að efnahag Tyrklands á síðustu árum og Erdogan og stjórn hafa sætt gagnrýni vegna viðbragða yfirvalda í tengslum við jarðskjálftann mikla sem varð í síðasta mánuði þar sem 45 þúsund manns hið minnsta fórust. Staða mála í landinu kunni því að þýða að staða Erdogans sé viðkvæmari en í þau fyrri skipti þar sem hafi hafi sóst eftir endurnýjuðu umboði í kosningum. Mikill mannfjöldi kom saman þegar leiðtogar sex stjórnarandstöðuflokka komu saman til að tilkynna að Kilicdaroglu, sem hefur starfað sem embættismaður um margra ára skeið, hafi verið valinn sem forsetaframbjóðandi flokkanna. Recep Tayyip Erdoğan hefur stýrt Tyrklandi frá árinu 2003, fyrst sem forsætisráðherra en svo sem forseti.Getty Kilicdaroglu er lýst sem hæglátum manni sem sé mjög ólíkur Erdogan, sem þykir gæddur persónutöfrum og hefur verið harður í horn að taka í valdatíð sinni. Margir stjórnarandstæðingar óttast þó að Kilicdaroglu skorti vinsældir til að geta velgt Erdogan almennilega undir uggum. Kilicdaroglu hefur heitið því að sameina þjóðina og hafa samráð að leiðarljósi við stjórn landsins. Hann hefur talað fyrir því að koma á þingræði aftur á í landinu, en Erdogan hefur í valdatíð sinni komið á forsetaræði. Repúblikanski þjóðarflokkurinn var stofnaður af stofnanda þess Tyrklands sem við þekkjum nú, Mustafa Kemal Ataturk. Er um að ræða elsta stjórnarmálaflokk landsins, sem hefur þó ekki komið að stjórn landsins frá því á tíunda áratugnum. Kilicdaroglu hefur náð að auka vinsældir flokksins, meðal annars með því að höfða til minnihlutahópa auk þess að mynda bandalag með flokkum á hægri vængnum.
Tyrkland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira