Fá bara eina æfingu fyrir leik en búa að góðu skipulagi og beittu vopnabúri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Gunnar Magnússon stýrir íslenska karlalandsliðinu í síðustu fjórum leikjum þess í undankeppni EM 2024. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir engan tíma til að innleiða einhverjar nýjungar fyrir leikinn gegn Tékklandi enda aðeins ein æfing í boði. Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni