Á leið í 50 leikja bann verði hann fundinn sekur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 20:45 Ja Morant, stórstjarna Memphis Grizzlies, gæti misst af því sem eftir lifir tímabils. Justin Ford/Getty Images Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, gæti verið á leiðinni í 50 leikja bann fyrir að vera í „gangsteraleik.“ Hinn 23 ára gamli Morant, stjarna Memphis-liðsins sem situr um þessar mundir í 2. sæti Vesturdeildar, er heldur betur kominn í hann krappan. Morant birti myndband af sér á Instagram-síðu sinni þar sem hann veifar byssu á skemmtistað. Ekki nóg með það heldur er hann sakaður um að kýla ungmenni og hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð. Forráðamenn Memphis ákváðu að Morant færi í tveggja leikja bann meðan atvikið væri skoðað. Það gæti hins vegar farið svo að bannið verði mun lengra. Samkvæmt reglugerð NBA-deildarinnar er stranglega bannað að vera vopnaður á því sem flokkast sem yfirráðasvæði félaganna. Á það við um allt frá æfingasvæði þeirra til flugvélanna sem ferðast er með. The NBA s CBA says a firearm on team premises, including a team plane, is an automatic 50-game suspension, per @TheSteinLine on the This League Uncut podcastThe league is trying to confirm where the firearm came from pic.twitter.com/U36WZDwO6Q— Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2023 Rannsókn er hafin á því hvort byssunni sem veifað var á skemmtistaðnum hafi verið í fórum Morant þegar hann steig inn í flugvél Memphis-liðsins. Ef það var raunin þá á hann yfir höfði sér 50 leikja bann sem þýðir að hann mun missa af því sem eftir lifir tímabils, sama hversu langt Memphis fer í úrslitakeppninni. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31 Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. 6. mars 2023 14:30 Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. 4. mars 2023 23:14 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Morant, stjarna Memphis-liðsins sem situr um þessar mundir í 2. sæti Vesturdeildar, er heldur betur kominn í hann krappan. Morant birti myndband af sér á Instagram-síðu sinni þar sem hann veifar byssu á skemmtistað. Ekki nóg með það heldur er hann sakaður um að kýla ungmenni og hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð. Forráðamenn Memphis ákváðu að Morant færi í tveggja leikja bann meðan atvikið væri skoðað. Það gæti hins vegar farið svo að bannið verði mun lengra. Samkvæmt reglugerð NBA-deildarinnar er stranglega bannað að vera vopnaður á því sem flokkast sem yfirráðasvæði félaganna. Á það við um allt frá æfingasvæði þeirra til flugvélanna sem ferðast er með. The NBA s CBA says a firearm on team premises, including a team plane, is an automatic 50-game suspension, per @TheSteinLine on the This League Uncut podcastThe league is trying to confirm where the firearm came from pic.twitter.com/U36WZDwO6Q— Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2023 Rannsókn er hafin á því hvort byssunni sem veifað var á skemmtistaðnum hafi verið í fórum Morant þegar hann steig inn í flugvél Memphis-liðsins. Ef það var raunin þá á hann yfir höfði sér 50 leikja bann sem þýðir að hann mun missa af því sem eftir lifir tímabils, sama hversu langt Memphis fer í úrslitakeppninni.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31 Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. 6. mars 2023 14:30 Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. 4. mars 2023 23:14 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Lögreglan rannsakar hvort Morant hafi brotið vopnalög Lögreglan í Colorado rannsakar nú hvort Ja Morant, stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies, hafi gerst brotlegur við vopnalög þegar hann virtist veifa byssu á skemmtistað í borginni um helgina. 7. mars 2023 11:31
Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. 6. mars 2023 14:30
Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. 4. mars 2023 23:14