Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 23:09 Myndir af blóðmítlunum sem fundust í fyrsta sinn hér á landi í villtum fugli í febrúar 2023. Karl Skírnisson Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. Frá fundinum er greint á vef tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, keldur.is. Þar segir að smyrillinn hafi verið illa á sig kominn og drepist fljótlega, eftir að smitast af gífurlegum fjölda mítla. Í framhaldinu hafi mítlarnir verið rannsakaðir. „Þarna var á ferðinni mítillinn Ornithonyssus sylviarum (Canestrini & Fanzago, 1877). Þetta tæplega 1 mm langa sníkjudýr sýgur blóð og lifir öll þroskastig í lífsferlinum á fuglinum sjálfum. Lífsferillinn tekur ekki nema 5-7 daga þannig að smit getur magnast hratt upp og smitun verður við snertingu,“ segir í frétt Keldna. Um sé að ræða mítil sem lifi bæði á villtum fuglum og búrafuglum og sé meðal annars þekktur af því að valda miklum skaða á hænsnabúum víða um heim. „Fundur þessa mítils hér á landi veldur áhyggjum, ekki hvað síst vegna þess að hér er á ferðinni sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja auk þess sem smitið veldur hýslunum ómældri þjáningu.“ Þá eru fuglamerkingarmenn og aðrir sem handfjatla fugla hvattir til að safna blóðmítlum sem kunna að finnast og koma þeim í greiningu svo hægt sé að fylgjast með þróun þessara mála hér á landi. This poor #merlin was found close by absolutely swarming with #parasites @solvirunar pic.twitter.com/SGRV4dw429— Þekkingarsetur Suðurnesja (@thekkingars) February 20, 2023 Dýr Skordýr Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Frá fundinum er greint á vef tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, keldur.is. Þar segir að smyrillinn hafi verið illa á sig kominn og drepist fljótlega, eftir að smitast af gífurlegum fjölda mítla. Í framhaldinu hafi mítlarnir verið rannsakaðir. „Þarna var á ferðinni mítillinn Ornithonyssus sylviarum (Canestrini & Fanzago, 1877). Þetta tæplega 1 mm langa sníkjudýr sýgur blóð og lifir öll þroskastig í lífsferlinum á fuglinum sjálfum. Lífsferillinn tekur ekki nema 5-7 daga þannig að smit getur magnast hratt upp og smitun verður við snertingu,“ segir í frétt Keldna. Um sé að ræða mítil sem lifi bæði á villtum fuglum og búrafuglum og sé meðal annars þekktur af því að valda miklum skaða á hænsnabúum víða um heim. „Fundur þessa mítils hér á landi veldur áhyggjum, ekki hvað síst vegna þess að hér er á ferðinni sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja auk þess sem smitið veldur hýslunum ómældri þjáningu.“ Þá eru fuglamerkingarmenn og aðrir sem handfjatla fugla hvattir til að safna blóðmítlum sem kunna að finnast og koma þeim í greiningu svo hægt sé að fylgjast með þróun þessara mála hér á landi. This poor #merlin was found close by absolutely swarming with #parasites @solvirunar pic.twitter.com/SGRV4dw429— Þekkingarsetur Suðurnesja (@thekkingars) February 20, 2023
Dýr Skordýr Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira