Ágæt en fyrirsjáanleg niðurstaða Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. mars 2023 11:46 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stuttu eftir að niðurstaðan var kynnt í dag. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það vera ágætt að komin sé niðurstaða í kjaradeilu samtakanna við Eflingu. Hann segir deilan sanna það að verkföll borgi sig ekki. Miðlunartillagan sem settur sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, lagði fram í deilu Eflingar og SA var samþykkt í vikunni. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag en tillagan öðlast strax gildi kjarasamnings. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vænt mikilla vendinga í málinu en þó hafi það verið ánægjulegt að fá þessa niðurstöðu í málið. Hún hafi þó verið fyrirsjáanleg. „Ég held að það sé ágætt að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Miðlunartillaga er mjög lýsandi orð. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá ríkissáttasemjara. Þegar upp er staðið held ég að þetta sé ágætlega farsæl lausn. Ég hef hins vegar gert mjög alvarlegar athugasemdir við fulla afturvirkni sem er tryggð í þessari miðlunartillögu. Ég tel að það sé röng niðurstaða og lagði fast að ríkissáttasemjara að draga einhverja afturvirkni til baka til þess að senda þau skilaboð inn í framtíðina að verkföll borga sig ekki eins og sannaðist í þessu dæmi,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Ágætlega farsæl lausn Hann segir að ef hann væri sjálfur meðlimur Eflingar myndi hann reyna að fá svör frá stéttarfélaginu hverju þeirra barátta skilaði í þessari deilu. „Miðlunartillagan er eins og hún er, það sem er mest um vert er það að krafist var Eflingarsamnings fyrir Eflingarfólk. Niðurstaðan er SGS-samningur fyrir SGS-félögin hringinn í kringum landið. Það er besta niðurstaðan og sú niðurstaða sem við væntum frá upphafi,“ segir Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, vegna niðurstöðunnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Miðlunartillagan sem settur sáttasemjari, Ástráður Haraldsson, lagði fram í deilu Eflingar og SA var samþykkt í vikunni. Greint var frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag en tillagan öðlast strax gildi kjarasamnings. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki vænt mikilla vendinga í málinu en þó hafi það verið ánægjulegt að fá þessa niðurstöðu í málið. Hún hafi þó verið fyrirsjáanleg. „Ég held að það sé ágætt að það sé komin niðurstaða í þetta mál. Miðlunartillaga er mjög lýsandi orð. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu frá ríkissáttasemjara. Þegar upp er staðið held ég að þetta sé ágætlega farsæl lausn. Ég hef hins vegar gert mjög alvarlegar athugasemdir við fulla afturvirkni sem er tryggð í þessari miðlunartillögu. Ég tel að það sé röng niðurstaða og lagði fast að ríkissáttasemjara að draga einhverja afturvirkni til baka til þess að senda þau skilaboð inn í framtíðina að verkföll borga sig ekki eins og sannaðist í þessu dæmi,“ segir Halldór Benjamín. Klippa: Ágætlega farsæl lausn Hann segir að ef hann væri sjálfur meðlimur Eflingar myndi hann reyna að fá svör frá stéttarfélaginu hverju þeirra barátta skilaði í þessari deilu. „Miðlunartillagan er eins og hún er, það sem er mest um vert er það að krafist var Eflingarsamnings fyrir Eflingarfólk. Niðurstaðan er SGS-samningur fyrir SGS-félögin hringinn í kringum landið. Það er besta niðurstaðan og sú niðurstaða sem við væntum frá upphafi,“ segir Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segir í samtali við fréttastofu að hann muni ekki veita viðtöl vegna málsins heldur snúa sér strax að öðrum málum. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, vegna niðurstöðunnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira