Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2023 15:05 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar sem haldin var á föstudaginn. Getty/Max Mumby Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. Lilibet sem heitir fullu nafni Lilibet Diana Mountbatten-Windsor í höfuðið á ömmu sinni og langömmu fæddist í júní árið 2021. Hún er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau Archie sem verður fjögurra ára gamall í maí. Á föstudaginn hélt fjölskyldan litla skírnarathöfn fyrir Lilibet á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Talið er að 20-30 gestum hafi verið boðið í skírnina. Í athöfninni voru meðal annars Doria Ragland, móðir Meghan, leikarinn Tyler Perry sem er guðfaðir Lilibetar og óþekkt guðmóðir Lilibetar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar og Lilibet er sögð hafa dansað við stóra bróður sinn. Heimildir People herma að Karli Bretakonungi, Kamillu Bretadrottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu hafi öllum verið boðið í athöfnina en þau létu þó ekki sjá sig. Harry og Meghan eiga tvö börn, þau Archie fjögurra ára og Lilibet sem verður tveggja ára í júní.The Duke & Duchess of Sussex Óskar þess að börnin geti átt í góðu sambandi við fjölskylduna Harry og Meghan hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020. Þau yfirgáfu Bretland skömmu síðar og eru nú búsett í Kaliforníu. Í síðustu viku var greint frá því að þeim hafi verið gert að tæma híbýli sitt á lóð Windsor-kastala sem Elísabet drottning hafði boðið þeim til afnota. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Í byrjun árs sagði Harry í viðtali að hann óskaði þess að börnin hans gætu átt í góðu sambandi við konungsfjölskylduna. „Ég hef sagt það áður að mig langaði í fjölskyldu, ekki stofnun. Þannig að auðvitað þrái ég ekkert heitar en börnin okkar eigi í sambandi við fjölskylduna mína. Þau eiga gott samband við suma og það gleður mig svo mikið,“ sagði Harry í viðtalinu. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50 Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
Lilibet sem heitir fullu nafni Lilibet Diana Mountbatten-Windsor í höfuðið á ömmu sinni og langömmu fæddist í júní árið 2021. Hún er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau Archie sem verður fjögurra ára gamall í maí. Á föstudaginn hélt fjölskyldan litla skírnarathöfn fyrir Lilibet á heimili sínu í Montecito í Kaliforníu. Talið er að 20-30 gestum hafi verið boðið í skírnina. Í athöfninni voru meðal annars Doria Ragland, móðir Meghan, leikarinn Tyler Perry sem er guðfaðir Lilibetar og óþekkt guðmóðir Lilibetar. Eftir athöfnina var boðið upp á veitingar og Lilibet er sögð hafa dansað við stóra bróður sinn. Heimildir People herma að Karli Bretakonungi, Kamillu Bretadrottningu, Vilhjálmi Bretaprins og Katrínu prinsessu hafi öllum verið boðið í athöfnina en þau létu þó ekki sjá sig. Harry og Meghan eiga tvö börn, þau Archie fjögurra ára og Lilibet sem verður tveggja ára í júní.The Duke & Duchess of Sussex Óskar þess að börnin geti átt í góðu sambandi við fjölskylduna Harry og Meghan hættu að starfa sem fulltrúar konungsfjölskyldunnar árið 2020. Þau yfirgáfu Bretland skömmu síðar og eru nú búsett í Kaliforníu. Í síðustu viku var greint frá því að þeim hafi verið gert að tæma híbýli sitt á lóð Windsor-kastala sem Elísabet drottning hafði boðið þeim til afnota. BBC segir frá því að þau Harry og Meghan hafi fengið skilaboð um að tæma Frogmore í janúar síðast liðnum, fáeinum dögum eftir útgáfu bókar Harry, Spare. Í byrjun árs sagði Harry í viðtali að hann óskaði þess að börnin hans gætu átt í góðu sambandi við konungsfjölskylduna. „Ég hef sagt það áður að mig langaði í fjölskyldu, ekki stofnun. Þannig að auðvitað þrái ég ekkert heitar en börnin okkar eigi í sambandi við fjölskylduna mína. Þau eiga gott samband við suma og það gleður mig svo mikið,“ sagði Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50 Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
Harry og Meghan beðin um að tæma Frogmore-bústaðinn Breska hirðin hefur hefur gert hertogahjónunum af Sussex, þeim Harry og Meghan, að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage), híbýli þeirra á lóð Windsor-kastala, vestur af Lundúnum. Ætlunin er að Andrés prins, yngri bróðir Karls konungs, fái húsið til afnota. 2. mars 2023 06:50
Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11. janúar 2023 14:16
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. 3. janúar 2023 08:06