Viðskipti innlent

Athugasemd gerð við tíst Haraldar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Athugasemd hefur nú verið gerð við tíst Haraldar þar sem hann svarar ásökunum Elon Musk, eiganda Twitter, fullum hálsi.
Athugasemd hefur nú verið gerð við tíst Haraldar þar sem hann svarar ásökunum Elon Musk, eiganda Twitter, fullum hálsi. samsett

Athugasemd hefur verið bætt við tíst Haraldar Þorleifssonar þar sem hann svarar Elon Musk, eiganda Twitter. Þar segir að Musk hafi, eftir að hafa tístað um vangetu Haraldar til að vinna og fötlun, talað við Harald og beðist afsökunar.

Hér að neðan má sjá skjáskot af athugasemdinni. Algengt er að bætt sé við athugasemd við tíst til þess að leiðrétta rangfærslur eða falsfréttir. Í athugasemdinni segir að lesendur hafi bætt við „samhengi sem þeir halda að lesendur myndu vilja þekkja.“

Skjáskot af athugasemdinniskjáskot

Í tísti sínu, sem athugasemdin er gerð við, segir Musk að Haraldur hafi ekki gert neina raunverulega vinnu hjá fyrirtækinu og haldið því fram að fötlun hans kæmi í veg fyrir að hann gæti unnið. „Samt var hann á sama tíma að tísta,“ sagði Musk í sínu tísti. 

Hann hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum og boðið Haraldi áframhaldandi starf hjá Twitter. 

Svo hljóðar umrædd athugasemd:

„Eftir að hafa sent þetta tíst, ræddi Elon beint við þennan fyrr­verandi Twitter starfs­mann og viður­kenndi í beinu fram­haldi að hann hefði rangt fyrir sér og bað fyrr­verandi starfs­manninn af­sökunar. Elon bauð honum líka aftur til Twitter.“

Haraldur svaraði fyrrgreindu tísti með þræði þar sem hann segir frá sinni hlið málsins. Rúmlega 320 þúsund manns hafa líkað við það tíst þegar þetta er skrifað. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×