Viðskiptavinir Sjóvár fengu óvænta reikninga vegna tjóna frá 2020 Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2023 11:35 Höfuðstöðvar Sjóvár í Kringlunni. Vísir/Vilhelm Um fimmtíu viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár hafa á síðustu dögum fengið óvænta reikninga vegna innheimtu á eigin áhættu vegna tjóna frá árinu 2020. Talsmaður tryggingafélagsins segir að um viss mistök hafi verið að ræða – seinagang við innheimtu – og að kröfurnar verði ýmist felldar niður, endurgreiddar eða málin leyst á annan hátt. Þetta kemur fram í svari frá Jóhanns Þórssonar, markaðsstjóra Sjóvár, við fyrirspurn fréttastofu eftir að ábendingar höfðu borist fréttastofu um kröfurnar. Jóhann segir að raun virðist sem þessar kröfur séu réttmætar – að um tjón hafi verið að ræða sem Sjóvá greiddi á sínum tíma en eigin áhættan var ekki rukkuð á þeim tíma. „Í gær tóku einhverjir eftir því að þessar kröfur fóru út en vegna þess hve langt er liðið var ákvörðunin sú að fella þetta bara niður. Við viljum ekki að upplifun viðskiptavina okkar sé annað en góð og finnst þetta hið leiðinlegasta mál. Í heild voru þetta eitthvað í kringum fimmtíu viðskiptavinir sem fengu kröfu. Mistökin okkar megin eru sem sagt bara þessi leiðinlegi seinagangur í að innheimta eigin áhættu. En þetta verður fellt niður, endurgreitt eða leyst á annan hátt,“ segir Jóhann. Hann segir að starfsmenn tryggingafélagsins eru þegar byrjaðir að hafa samband við umrædda viðskiptavini til að leysa úr málunum. Tryggingar Fjármál heimilisins Neytendur Sjóvá Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá Jóhanns Þórssonar, markaðsstjóra Sjóvár, við fyrirspurn fréttastofu eftir að ábendingar höfðu borist fréttastofu um kröfurnar. Jóhann segir að raun virðist sem þessar kröfur séu réttmætar – að um tjón hafi verið að ræða sem Sjóvá greiddi á sínum tíma en eigin áhættan var ekki rukkuð á þeim tíma. „Í gær tóku einhverjir eftir því að þessar kröfur fóru út en vegna þess hve langt er liðið var ákvörðunin sú að fella þetta bara niður. Við viljum ekki að upplifun viðskiptavina okkar sé annað en góð og finnst þetta hið leiðinlegasta mál. Í heild voru þetta eitthvað í kringum fimmtíu viðskiptavinir sem fengu kröfu. Mistökin okkar megin eru sem sagt bara þessi leiðinlegi seinagangur í að innheimta eigin áhættu. En þetta verður fellt niður, endurgreitt eða leyst á annan hátt,“ segir Jóhann. Hann segir að starfsmenn tryggingafélagsins eru þegar byrjaðir að hafa samband við umrædda viðskiptavini til að leysa úr málunum.
Tryggingar Fjármál heimilisins Neytendur Sjóvá Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira