Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 84-82 | Fjórði sigur Stólanna í röð sem nálgast sætin sem gefa heimavallarétt Arnór Skúli Atlason skrifar 9. mars 2023 20:54 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tindastóll vann fjórða leik sinn í röð í Subway-deild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hauka í æsispennandi leik á Sauðárkróki. Fyrsti leikhluti var jafn til að byrja með, liðin skiptust á körfum og mikið jafnræði var með liðunum. Sigtryggur Arnar dró vagninn fyrir Tindastól í fyrsta leikhlutanum og það voru þeir Hilmar Smári Henningsson og Darwin Davis sem sáu um stigaskorið hjá Haukum. Leikhlutinn flaut í gegn og leiddu gestirnir frá Hafnarfirði með tveimur stigum að honum loknum, staðan 17-19. Annar leikhluti hófst með körfu frá Sigtryggi Arnari og hann tók á flug í leikhlutanum. Tindastóll herti vörnina í fjórðungnum og Haukarnir áttu erfiðara með að setja stig á töfluna. Norbertas Giga vaknaði aðeins hjá gestunum en leikhlutinn var eign Tindastóls. Það héldu þeim enginn bönd, þeir unnu leikhlutan með þrettán stigum og leiddu þar að leiðandi í hálfleik með ellefu stigum 46-35. Sigtryggur Arnar átti stórleik í fjórðungum og í hálfleik var hann kominn með 22 stig og var 9/12 í skotum. Þriðji leikhlutinn hófst með látum og það var allt annað Hauka lið sem mætti til leiks í þriðja fjórðungi. Daniel Mortensen vaknaði til lífsins fyrir Hauka. Haukarnir keyrðu upp hraðan og hertu vörnina og Tindastóll urðu litlir og Haukarnir voru búnir að jafna eftir fimm mínútur. Tindastóll vaknaði aðeins til lífsins og leikurinn varð jafnari og liðin byrjuðu aftur að skiptast á körfum. Haukar þurftu að hafa minna fyrir sínum stigum en leikmenn Tindastóls voru að erfiða mikið. Þeir komu sér þó yfir í lok fjórðungsins með körfu frá Ragnari Ágústssyni og leiddu 68-67 þegar honum lauk. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi, Haukarnir aðeins á undan Stólunum og leiddu með 2-4 stigum allan fjórðunginn. Adomas Drungilas villaði sig út þegar sex mínútur lifðu leikhlutans og Sigurður Gunnar Þorsteinsson leysti hann af hólmi seinustu mínútur leiksins. Þær voru heldur betur spennandi, Haukar leiddu með þremur stigum þegar 30 sekúndur lifðu leiks. Tindastóll tók leikhlé og það var teiknað upp fyrir Keyshawn Woods sem keyrði að körfunni og lagði boltann ofaní og fékk víti að auki sem hann setti niður. Tindastóll leiddi þegar Haukar fóru í seinustu sókn leiksins og eftir leikhlé frá Maté Dalmay var teiknað upp kerfi fyrir Darwin Davis sem klikkaði opnu flotskoti. Tindastóll tók frákastið og brotið var á Woods þegar ein sekúnda var eftir, hann setti fyrra vítið ofaní og klikkaði á seinna vítinu villjandi og leiktíminn rann út. Sigur Tindastóls staðreynd 84-82. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll spilaði heilt yfir vel í leiknum að undanskyldum sex mínútum í þriðja leikhluta þar sem Haukarnir komast inn í leikinn. Haukar skora tvö stig seinustu þrjár mínútur leiksins og það hjálpaði Tindastól að vinna leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar var rosalega öflugur í liði Tindastóls og Keyshawn Woods var öflugur í lokin. Sigurður Gunnar var einnig góður en hann fékk stærra hlutverk í þessum leik og stóð sína vakt með prýði. Daniel Mortensen, Darwin, Hilmar og Giga voru allir flottir hjá Haukum en aðrir undir pari. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa í öðrum leikhluta og Tindastól í þriðja leikhluta. Drungilas fékk á sig þrjár villur í seinni hálfleik sem svona reyndur maður á ekki að fá svona auðveldlega. Aukaleikurum hjá Haukum gekk illa, þeir hefðu unnið leikinn með smá framlagi frá þeim. Hvað gerist næst? Haukarnir fá Stjörnuna í heimsókn á Ásvelli en Tindastóll fara til Þorlákshafnar og heimsækja Þórsara. Arnar: Við viljum vera í 3.-4.sæti Sigtryggur Arnar átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik fyrir Tindastól og hann var vitaskuld sáttur í leikslok. „Bara mjög Ánægður með að vinna þennan leik, risaleikur, fjögurra stiga leikur því við erum að horfa á 4. sætið í deildinni, við viljum heimavalla rétt í úrslitakeppninni þannig að þetta var risaleikur,“ sagði Sigtryggur Arnar í viðtali eftir leikinn í kvöld. Tindastóll byrjuðu vel í leiknum en mættu flatir til leiks eftir hlé „Haukar geta farið inn í klefa og breytt hlutum og kannski dekkað mann aðeins öðruvísi. Við hægðum svolítið sjálfir á þessu í seinni hálfleik og flæðið var aðeins minna og þeir byrja að hitta mjög vel. Það hægir líka á okkur, það hægðist bara á okkur.“ Sigurinn þýðir að Tindastóll er nú aðeins tveimur stigum á eftir Við viljum ekki vera í 5 sæti, við viljum vera í 3-4 sæti og það er markmiðið, þannig við erum ekki sáttir.“ Maté: Ég er sáttari en eftir Njarðvíkurleikinn Maté var svekktur eftir tapið á Króknum.Vísir/Diego „Ég er bara svekktur. Við komum ekki flatir inn í leikinn en við komum flatir inn í annan leikhlutann, við vorum hérna langt frá Sigtryggi strax í byrjun og hann hitti fyrstu sjö skotunum sínum,“ sagði Maté Dalmey þegar hann ræddi við Vísi að leik loknum í kvöld. „Það var enginn að bömpa hann og láta hann hafa fyrir einu né neinu. Það var svolítið eins og hann væri búinn að stilla upp keilum fyrir skotæfingu og það setti tóninn fyrir Tindastól sóknarlega. En mér fannst fyrir utan það ekki mikið ganga upp hjá Tindastól sóknarlega í dag. Pick og role vörnin með Sigga, Badmus og Drungilas, við vorum ekki í vandræðum með það.“ Hann vildi að sínir menn hefðu sýnt aðeins betri varnarleik í ákveðnum atriðum. „Við vorum með í vandræðum með Woods, Geks og Sigtrygg að koma af þessum „off the ball stagger screenum“ og vorum að gera illa þar. Það var munurinn í fyrri hálfleik. Í öðrum leikhluta voru þrjár mínútur eftir af leikhlutanum og við erum ekki búnir að fá villu. Við getum ekki mætt hérna og ekki brotið á einu né neinum. Við breyttum því og við vorum aðeins meira „physical“ og við náðum að taka stjórnina í leiknum.“ Haukar voru með forystu þegar skammt var eftir en náðu ekki að tryggja sér sigurinn. „Við vorum fjórum stigum yfir þegar lítið var eftir og manni leið ágætlega. Við vorum að finna opnanir í sókninni og setja Sigga í „pick and role“ sem þeir réðu illa við á tímabili. Þeir réðu líka illa við að Daniel Mortensen sem var að losa sig, en svo erum við bara litlir kallar síðustu tvær mínúturnar.“ Ertu sáttur með liðið þitt, hvar það stendur í dag? „Helvíti erfið spurning eftir tvo tapleiki í röð, en ég er sáttari í dag en eftir Njarðvíkurleikinn. Þetta var svona 50/50 leikur þar sem Sigtryggur Arnar setur upp skotsýningu og við á helvíti erfiðum útivelli. Orri á svona þrjú „play“ í þessum leik sem voru fín, annars er hann bara farþegi. Mortensen tekur eiit skot í fyrri hálfleik, þannig að sáttur, nei ég vill alltaf meira. Ég hefði verið sáttur ef við hefðum unnið hérna.“ Subway-deild karla Tindastóll Haukar
Tindastóll vann fjórða leik sinn í röð í Subway-deild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hauka í æsispennandi leik á Sauðárkróki. Fyrsti leikhluti var jafn til að byrja með, liðin skiptust á körfum og mikið jafnræði var með liðunum. Sigtryggur Arnar dró vagninn fyrir Tindastól í fyrsta leikhlutanum og það voru þeir Hilmar Smári Henningsson og Darwin Davis sem sáu um stigaskorið hjá Haukum. Leikhlutinn flaut í gegn og leiddu gestirnir frá Hafnarfirði með tveimur stigum að honum loknum, staðan 17-19. Annar leikhluti hófst með körfu frá Sigtryggi Arnari og hann tók á flug í leikhlutanum. Tindastóll herti vörnina í fjórðungnum og Haukarnir áttu erfiðara með að setja stig á töfluna. Norbertas Giga vaknaði aðeins hjá gestunum en leikhlutinn var eign Tindastóls. Það héldu þeim enginn bönd, þeir unnu leikhlutan með þrettán stigum og leiddu þar að leiðandi í hálfleik með ellefu stigum 46-35. Sigtryggur Arnar átti stórleik í fjórðungum og í hálfleik var hann kominn með 22 stig og var 9/12 í skotum. Þriðji leikhlutinn hófst með látum og það var allt annað Hauka lið sem mætti til leiks í þriðja fjórðungi. Daniel Mortensen vaknaði til lífsins fyrir Hauka. Haukarnir keyrðu upp hraðan og hertu vörnina og Tindastóll urðu litlir og Haukarnir voru búnir að jafna eftir fimm mínútur. Tindastóll vaknaði aðeins til lífsins og leikurinn varð jafnari og liðin byrjuðu aftur að skiptast á körfum. Haukar þurftu að hafa minna fyrir sínum stigum en leikmenn Tindastóls voru að erfiða mikið. Þeir komu sér þó yfir í lok fjórðungsins með körfu frá Ragnari Ágústssyni og leiddu 68-67 þegar honum lauk. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi, Haukarnir aðeins á undan Stólunum og leiddu með 2-4 stigum allan fjórðunginn. Adomas Drungilas villaði sig út þegar sex mínútur lifðu leikhlutans og Sigurður Gunnar Þorsteinsson leysti hann af hólmi seinustu mínútur leiksins. Þær voru heldur betur spennandi, Haukar leiddu með þremur stigum þegar 30 sekúndur lifðu leiks. Tindastóll tók leikhlé og það var teiknað upp fyrir Keyshawn Woods sem keyrði að körfunni og lagði boltann ofaní og fékk víti að auki sem hann setti niður. Tindastóll leiddi þegar Haukar fóru í seinustu sókn leiksins og eftir leikhlé frá Maté Dalmay var teiknað upp kerfi fyrir Darwin Davis sem klikkaði opnu flotskoti. Tindastóll tók frákastið og brotið var á Woods þegar ein sekúnda var eftir, hann setti fyrra vítið ofaní og klikkaði á seinna vítinu villjandi og leiktíminn rann út. Sigur Tindastóls staðreynd 84-82. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll spilaði heilt yfir vel í leiknum að undanskyldum sex mínútum í þriðja leikhluta þar sem Haukarnir komast inn í leikinn. Haukar skora tvö stig seinustu þrjár mínútur leiksins og það hjálpaði Tindastól að vinna leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Sigtryggur Arnar var rosalega öflugur í liði Tindastóls og Keyshawn Woods var öflugur í lokin. Sigurður Gunnar var einnig góður en hann fékk stærra hlutverk í þessum leik og stóð sína vakt með prýði. Daniel Mortensen, Darwin, Hilmar og Giga voru allir flottir hjá Haukum en aðrir undir pari. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa í öðrum leikhluta og Tindastól í þriðja leikhluta. Drungilas fékk á sig þrjár villur í seinni hálfleik sem svona reyndur maður á ekki að fá svona auðveldlega. Aukaleikurum hjá Haukum gekk illa, þeir hefðu unnið leikinn með smá framlagi frá þeim. Hvað gerist næst? Haukarnir fá Stjörnuna í heimsókn á Ásvelli en Tindastóll fara til Þorlákshafnar og heimsækja Þórsara. Arnar: Við viljum vera í 3.-4.sæti Sigtryggur Arnar átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik fyrir Tindastól og hann var vitaskuld sáttur í leikslok. „Bara mjög Ánægður með að vinna þennan leik, risaleikur, fjögurra stiga leikur því við erum að horfa á 4. sætið í deildinni, við viljum heimavalla rétt í úrslitakeppninni þannig að þetta var risaleikur,“ sagði Sigtryggur Arnar í viðtali eftir leikinn í kvöld. Tindastóll byrjuðu vel í leiknum en mættu flatir til leiks eftir hlé „Haukar geta farið inn í klefa og breytt hlutum og kannski dekkað mann aðeins öðruvísi. Við hægðum svolítið sjálfir á þessu í seinni hálfleik og flæðið var aðeins minna og þeir byrja að hitta mjög vel. Það hægir líka á okkur, það hægðist bara á okkur.“ Sigurinn þýðir að Tindastóll er nú aðeins tveimur stigum á eftir Við viljum ekki vera í 5 sæti, við viljum vera í 3-4 sæti og það er markmiðið, þannig við erum ekki sáttir.“ Maté: Ég er sáttari en eftir Njarðvíkurleikinn Maté var svekktur eftir tapið á Króknum.Vísir/Diego „Ég er bara svekktur. Við komum ekki flatir inn í leikinn en við komum flatir inn í annan leikhlutann, við vorum hérna langt frá Sigtryggi strax í byrjun og hann hitti fyrstu sjö skotunum sínum,“ sagði Maté Dalmey þegar hann ræddi við Vísi að leik loknum í kvöld. „Það var enginn að bömpa hann og láta hann hafa fyrir einu né neinu. Það var svolítið eins og hann væri búinn að stilla upp keilum fyrir skotæfingu og það setti tóninn fyrir Tindastól sóknarlega. En mér fannst fyrir utan það ekki mikið ganga upp hjá Tindastól sóknarlega í dag. Pick og role vörnin með Sigga, Badmus og Drungilas, við vorum ekki í vandræðum með það.“ Hann vildi að sínir menn hefðu sýnt aðeins betri varnarleik í ákveðnum atriðum. „Við vorum með í vandræðum með Woods, Geks og Sigtrygg að koma af þessum „off the ball stagger screenum“ og vorum að gera illa þar. Það var munurinn í fyrri hálfleik. Í öðrum leikhluta voru þrjár mínútur eftir af leikhlutanum og við erum ekki búnir að fá villu. Við getum ekki mætt hérna og ekki brotið á einu né neinum. Við breyttum því og við vorum aðeins meira „physical“ og við náðum að taka stjórnina í leiknum.“ Haukar voru með forystu þegar skammt var eftir en náðu ekki að tryggja sér sigurinn. „Við vorum fjórum stigum yfir þegar lítið var eftir og manni leið ágætlega. Við vorum að finna opnanir í sókninni og setja Sigga í „pick and role“ sem þeir réðu illa við á tímabili. Þeir réðu líka illa við að Daniel Mortensen sem var að losa sig, en svo erum við bara litlir kallar síðustu tvær mínúturnar.“ Ertu sáttur með liðið þitt, hvar það stendur í dag? „Helvíti erfið spurning eftir tvo tapleiki í röð, en ég er sáttari í dag en eftir Njarðvíkurleikinn. Þetta var svona 50/50 leikur þar sem Sigtryggur Arnar setur upp skotsýningu og við á helvíti erfiðum útivelli. Orri á svona þrjú „play“ í þessum leik sem voru fín, annars er hann bara farþegi. Mortensen tekur eiit skot í fyrri hálfleik, þannig að sáttur, nei ég vill alltaf meira. Ég hefði verið sáttur ef við hefðum unnið hérna.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti