VR-ingar þurfa ábyrgan formann Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 9. mars 2023 16:31 Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun