Sport

„Andlega hliðin var augljóslega ekki til staðar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgeir lék sjálfur yfir 250 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Ásgeir lék sjálfur yfir 250 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Íslenska landsliðið tapaði óvænt fyrir Tékkum í undankeppni EM ytra í gærkvöldi. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka og fyrrum landsliðsmaður, segir að ákveðið andleysi hafi verið í leikmönnum liðsins.

Ísland tapaði leiknum 22-17 og skoraði liðið aðeins sjö mörk í síðari hálfleiknum. Til að ná í efsta sæti riðilsins þarf Ísland að vinna að minnsta kosti sex marka sigur á Tékkum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn.

„Finnst og fremst finnst mér nálgunin þeirra á verkefnið ekki góð og andlega hliðin var augljóslega ekki til staðar. Maður spyr sig hvort þeir hafi hreinlega vanmetið Tékkana. Það eru svona augljósu ástæðurnar finnst mér,“ segir Ásgeir og heldur áfram.

„Þegar menn klikka á svona mörgum dauðafærum þá er greinilegt að einbeitingin er ekki til staðar.“

En er andlegt ástand landsliðsins ekki gott?

„Það virðist ekki vera. Það hefur verið erfitt fyrir þá að ná upp svona frammistöðu þar sem maður fær trú á þá. Sem betur fer er leikur á móti sama mótherja á sunnudaginn og það er bara hægt að rífa sig í gang og svara fyrir þetta.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Ásgeir Örn.

Klippa: Fá sem betur fer tækifæri til að svara fyrir tapið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×