Ten Hag: Við getum endurstillt okkur og komið til baka Smári Jökull Jónsson skrifar 10. mars 2023 07:01 Erik Ten Hag og David De Gea ganga af velli eftir sigur United í gær. Vísir/Getty Erik Ten Hag var mjög ánægður með frammistöðu Manchester United í sigri liðsins á Real Betis í gær. United er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Evrópudeildinni í næstu viku. „Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
„Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira