Rúnar: Er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Rúnar Kristinsson að stýra KR-liðinu á hliðarlínunni í fyrrasumar. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það hafi verið stefnan að yngja KR-liðið töluvert upp fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í fótbolta sem hefst eftir mánuð. Gengi KR var upp og ofan í fyrra en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti. Málefni utan vallar settu lit á sumarið til að mynda hvað varðar kvennalið félagsins og Kjartan Henry Finnbogason. Það er hins vegar að baki og í samtali við Val Pál Eiríksson þá segist Rúnar vera spenntur fyrir komandi sumri. „Þetta er alltaf jafn gaman. Miklar áskoranir og mikil vinna sem þarf alltaf að eiga sér stað en hvort sem það gangi vel eða illa þá þurfum við alltaf að byrja upp á nýtt og stokka spilin. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára og þær eru töluvert miklar hjá okkur núna sem er bara ágætlega jákvætt,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leikmenn á við Pálma Rafn Pálmason, Arnór Svein Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason yfirgáfu KR í vetur en þeir eru allir nær fertugu en þrítugu. Yngri menn hafa komið inn í þeirra stað. „Við vorum með töluvert fullorðið lið í fyrra, hitt í fyrra og þar áður líka. Það gengur auðvitað misvel að ná í leikmenn og annað slíkt. Okkur hefur tekist vel til núna. Það eru ófyrirsjáanlega leikmenn að hætta og aðrir að breyta um. Þá var orðið tímabært fyrir okkur að fara í yngri leikmenn og yngja liðið upp,“ sagði Rúnar. „Þá verður einhver að taka við keflinu og við tókum þetta bara alla leið núna. Ég er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt,“ sagði Rúnar og hann er sáttur með leikmannahópinn. „Ég held að við séum búnir að vinna okkar vinnu ágætlega núna. Það tók kannski aðeins lengri tíma en maður hefði óskað sér. Ég hefði viljað vera tilbúinn með liðið fyrr en engu að síður er þetta að þróast í mjög góða átt,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að vera mjög ánægðir með undirbúningstímabilið til þessa og leikmannahópurinn er orðinn flottur. Við bíðum eftir einum leikmanni sem er að æfa með okkur en við erum ekki búnir að ganga frá við ítalska félagið sem hann er koma frá,“ sagði Rúnar og nefnir þar hinn bráðefnilega Benoný Breki Andrésson sem er sautján ára. Markmiðin í Vesturbænum hafa ekkert breyst. „Það er alltaf sama markmið hjá KR sem er að vera að berjast um titla og berjast um Evrópusæti. Vera í topp þremur. Það er bara þannig,“ sagði Rúnar. Besta deild karla KR Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Gengi KR var upp og ofan í fyrra en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og missti af Evrópusæti. Málefni utan vallar settu lit á sumarið til að mynda hvað varðar kvennalið félagsins og Kjartan Henry Finnbogason. Það er hins vegar að baki og í samtali við Val Pál Eiríksson þá segist Rúnar vera spenntur fyrir komandi sumri. „Þetta er alltaf jafn gaman. Miklar áskoranir og mikil vinna sem þarf alltaf að eiga sér stað en hvort sem það gangi vel eða illa þá þurfum við alltaf að byrja upp á nýtt og stokka spilin. Það eru alltaf einhverjar breytingar á milli ára og þær eru töluvert miklar hjá okkur núna sem er bara ágætlega jákvætt,“ sagði Rúnar Kristinsson. Leikmenn á við Pálma Rafn Pálmason, Arnór Svein Aðalsteinsson og Kjartan Henry Finnbogason yfirgáfu KR í vetur en þeir eru allir nær fertugu en þrítugu. Yngri menn hafa komið inn í þeirra stað. „Við vorum með töluvert fullorðið lið í fyrra, hitt í fyrra og þar áður líka. Það gengur auðvitað misvel að ná í leikmenn og annað slíkt. Okkur hefur tekist vel til núna. Það eru ófyrirsjáanlega leikmenn að hætta og aðrir að breyta um. Þá var orðið tímabært fyrir okkur að fara í yngri leikmenn og yngja liðið upp,“ sagði Rúnar. „Þá verður einhver að taka við keflinu og við tókum þetta bara alla leið núna. Ég er búinn að yngja liðið töluvert sem er bara jákvætt,“ sagði Rúnar og hann er sáttur með leikmannahópinn. „Ég held að við séum búnir að vinna okkar vinnu ágætlega núna. Það tók kannski aðeins lengri tíma en maður hefði óskað sér. Ég hefði viljað vera tilbúinn með liðið fyrr en engu að síður er þetta að þróast í mjög góða átt,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að vera mjög ánægðir með undirbúningstímabilið til þessa og leikmannahópurinn er orðinn flottur. Við bíðum eftir einum leikmanni sem er að æfa með okkur en við erum ekki búnir að ganga frá við ítalska félagið sem hann er koma frá,“ sagði Rúnar og nefnir þar hinn bráðefnilega Benoný Breki Andrésson sem er sautján ára. Markmiðin í Vesturbænum hafa ekkert breyst. „Það er alltaf sama markmið hjá KR sem er að vera að berjast um titla og berjast um Evrópusæti. Vera í topp þremur. Það er bara þannig,“ sagði Rúnar.
Besta deild karla KR Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira