Verður ekki með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu Madama Butterfly Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2023 08:53 Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson segist hafa tekið þátt í menningarnámi. „Mér þykir það sárt,“ segir Arnar. Facebook/Íslenska óperan Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem leikur í uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly, segist ekki ætla að vera með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu verksins á laugardaginn - hárkollu og augnmálningu sem séu til þess fallin að líkja eftir kynþætti. „Aldrei aftur“. Þetta segir Arnar í færslu á Facebook sem hann birti í gærkvöldi þar sem hann bregst við umræðunni um kynþáttafordóma í tengslum við sýninguna. Leikarar og söngvarar eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Sýningin var frumsýnd síðastliðinn laugardag. „Ég tók þátt í menningarnámi. Mér þykir það sárt,“ segir í færslu Arnars. Hann krefst þess að samtalið verði tekið og að hlutverk opinberra sviðslistastofnanna árið 2023 verði skoðað þar sem birtingarmyndir og inngilding verði rædd. Hann segir þörf á öðru málþingi. „Ég sé mig knúinn, í ljósi umræðunnar sem skapast hefur, að tjá mig opinberlega. Leikstjóri og tónlistarstjóri ákváðu að svara fyrir sig hér á Facebook, verja og réttlæta tímaskekkjuna í stað þess að leggja við hlustir, læra og boða breytingar. Núna í [gærkvöldi] mætir svo listrænn stjórnandi íslensku óperunnar í Kastljós og því miður greinir okkur á í grundvallar atriðum. Ég tók samtalið við leikstjóra verksins á meðan æfingarferlinu stóð og beygði mig undir hans listrænu nálgun,“ segir Arnar. „Aldrei aftur“ Fram kemur að hann hafi skrifað Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra, degi eftir fyrsta rennsli með búningum og gervum, þar sem hann hafi óskað eftir því að samtalið yrði tekið og þeim sem málið varðar boðið að taka út rennsli og gefa leikhópnum nótur. „Mér fannst ég þurfa á því að halda. Því miður var það ekki gert. Ég mun ekki klæða á mig kynþátt annarra næstkomandi laugardag. Engar hárkollur eða augnmálning sem eru til þess fallin að líkja eftir kynþætti. Aldrei aftur,“ segir Arnar. Óperustjóri hafnar ásökunum Steinunn Birna hafnaði með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Sagði hún hár og búninga vera notaða til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. Umræða um málið hófst eftir að Laura Liu, fiðluleikari í Sinfoníuhljómsveit Íslands, gagnrýndi uppsetninguna harðlega þar sem hún ásakaði Íslensku óperuna um að sýna asískum menningararfi vanvirðingu með notkun á svokölluðu „yellowface“. Daniel Roh, kennari af kóresk-amerískum uppruna sem starfar á Íslandi, gagnrýndi sömuleiðis sýninguna harðlega í pistli sem birtist á Vísi í gærmorgun. Arnar Dan segir í pistli sínum að sviðslistir eigi að vera í samtali við nærumhverfi sitt og spyrja áleitinna spurninga. „Stefnumót við áhorfendur hér og nú. Allar sviðslistir snúast um þetta samband. Því fylgir ábyrgð og við sem valdið höfum verðum að gera okkur grein fyrir hlutverki okkar og áhrifum. Samtíminn með allri sinni pólariseríngu, menningar- og samfélagsbyltingum krefur leikstjóra og sviðslistafólk um nýja og aukna pólitíska, siðferðislega og samfélagslega meðvitund. Á Íslandi búa fjölmargir Íslendingar af asískum uppruna og þau vil ég biðja afsökunar. Það þarf að taka þetta samtal á breiðum grunni og byrja á því að hlusta,“ segir Arnar. Lifum á tímum fjölmenningar Leikarinn segir okkur lifa á tímum fjölmenningar en ekki evrópskrar heimsvaldastefnu. Það sé ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd. „Það er því verkefni hverrar kynslóðar að finna skapandi leiðir, nota efniviðinn til speglunar og rannsaka þannig mennskuna. Sviðslistir eiga ekki að vera kyrrstöðulist líkt og myndlist, málverk, höggmyndir, kvikmyndir eða ljósmyndir. Ef það er það sem þér hugnast má nálgast öll þessi meistaraverk fortíðar t.d. á internetinu með lítilli fyrirhöfn. Callas söng Butterfly, Pavarotti á Nessun Dorma. Myndbandið geymir gömul augnablik. En í sviðslistum erum við á fást við samtímann, lifandi og breytilegt andartakið og þetta beina samtal er viðfangsefnið. Hvort sem það er dans, ópera eða leikhús. Við eigum að horfa til framtíðar og taka afstöðu um það hvernig samfélagi við viljum búa í og endurspegla. Ég tel mikilvægt að geta sagt fyrirgefðu og halda áfram að vinna að bættum heimi. Tónlist Puccini er stórkostleg og megi sem flestir njóta hennar,“ segir Arnar. Lesa má færslu Arnars í heild sinni að neðan. Ég var ráðinn inn sem leikari við íslensku óperuna til að vinna að uppsetningu Madame Butterfly, sem frumsýnd var síðastliðinn Laugardag. Ég tók þátt í menningarnámi. Mér þykir það sárt. Ég krefst þess nú að samtalið verði tekið og við skoðum hlutverk opinberra sviðslistastofnanna árið 2023. Ræðum birtingarmyndir og inngildingu. Það er þörf á öðru málþingi. Ég sé mig knúinn, í ljósi umræðunnar sem skapast hefur, að tjá mig opinberlega. Leikstjóri og tónlistarstjóri ákváðu að svara fyrir sig hér á Facebook, verja og réttlæta tímaskekkjuna í stað þess að leggja við hlustir, læra og boða breytingar. Núna í kvöld mætir svo listrænn stjórnandi íslensku óperunnar í Kastljós og því miður greinir okkur á í grundvallar atriðum. Ég tók samtalið við leikstjóra verksins á meðan æfingarferlinu stóð og beygði mig undir hans listrænu nálgun. Ég skrifaði óperustjóra á miðvikudeginum síðasta, degi eftir fyrsta rennsli með búningum og gervum, þar sem ég óskaði eftir því að samtalið yrði tekið og þeim sem málið varðar boðið að taka út rennsli og gefa leikhópnum nótur. Mér fannst ég þurfa á því að halda. Því miður var það ekki gert. Ég mun ekki klæða á mig kynþátt annarra næstkomandi laugardag. Engar hárkollur eða augnmálning sem eru til þess fallin að líkja eftir kynþætti. Aldrei aftur. Sviðslistir eiga að vera í samtali við nærumhverfi sitt og spyrja áleitinna spurninga. Stefnumót við áhorfendur hér og nú. Allar sviðslistir snúast um þetta samband. Því fylgir ábyrgð og við sem valdið höfum verðum að gera okkur grein fyrir hlutverki okkar og áhrifum. Samtíminn með allri sinni pólariseríngu, menningar- og samfélagsbyltingum krefur leikstjóra og sviðslistafólk um nýja og aukna pólitíska, siðferðislega og samfélagslega meðvitund. Á íslandi búa fjölmargir Íslendingar af asískum uppruna og þau vil ég biðja afsökunar. Það þarf að taka þetta samtal á breiðum grunni og byrja á því að hlusta. Leikhúsið er vettvangur þar sem mál eru sett á dagskrá, stöðluð norm staðfest og eða brotin á bak aftur. Listin getur sýnt okkur önnur sjónarhorn, breytt hugsunarhætti og afstöðu. Hún getur, og hefur, umbylt hugmyndafræði og ríkjandi viðhorfum og gengið fyrst fram með mikivægar þjóðfélagsbreytingar. Þetta vald er verðmætt og vandmeðfarið og ábyrgðin sem því fylgir mikil. Við, sem getum talist til fagaðila, þurfum alltaf að spyrja okkur gagnrýnna spurninga. Hvað birtist á sviðinu, hvaða saga er sögð, hver skrifaði söguna, hver segir söguna og hvernig. Við hverja erum við að eiga samtal. Þegar þessar grunnspurningar eru hafðar í stafni við sviðsetningu getur leikhúsið verið afar áhrifaríkur miðill í baráttunni fyrir bættum heimi. Ber að nefna í því tilliti Draumaþjóf Þjóðleikhússins sem frumsýndur var á dögunum. Þannig getur leikhúsið stuðlað að aukinni víðsýni og verið einskonar þjálfunarstofnun samsömunarinnar og kærleikans. Það er ekki meiginstraumsstefna að setja upp Shakespeare líkt og gert var fyrir 500 árum. Enda er það í raun ómögulegt, samfélagsmyndin er allt önnur og þar með samtalið. Ef við viljum lifa með þessum verkum sama hvort það sé Puccini eða Shakespeare þurfum við að finna snertiflöt við samtímann og legga af stað í tilraunamennsku. Við lifum á tímum fjölmenningar en ekki evrópskrar heimsvaldastefnu. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd. Það er því verkefni hverrar kynslóðar að finna skapandi leiðir, nota efniviðinn til speglunar og rannsaka þannig mennskuna. Sviðslistir eiga ekki að vera kyrrstöðulist líkt og myndlist, málverk, höggmyndir, kvikmyndir eða ljósmyndir. Ef það er það sem þér hugnast má nálgast öll þessi meistaraverk fortíðar t.d. á internetinu með lítilli fyrirhöfn. Callas söng Butterfly, Pavarotti á Nessun Dorma. Myndbandið geymir gömul augnablik. En í sviðslistum erum við á fást við samtímann, lifandi og breytilegt andartakið og þetta beina samtal er viðfangsefnið. Hvort sem það er dans, ópera eða leikhús. Við eigum að horfa til framtíðar og taka afstöðu um það hvernig samfélagi við viljum búa í og endurspegla. Ég tel mikilvægt að geta sagt fyrirgefðu og halda áfram að vinna að bættum heimi. Tónlist Puccini er stórkostleg og megi sem flestir njóta hennar. Kær kveðja og ást. Arnar Dan. Íslenska óperan Kynþáttafordómar Leikhús Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um rasisma Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. 9. mars 2023 17:58 Saka Íslensku óperuna um rasisma Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. 9. mars 2023 10:09 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Þetta segir Arnar í færslu á Facebook sem hann birti í gærkvöldi þar sem hann bregst við umræðunni um kynþáttafordóma í tengslum við sýninguna. Leikarar og söngvarar eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Sýningin var frumsýnd síðastliðinn laugardag. „Ég tók þátt í menningarnámi. Mér þykir það sárt,“ segir í færslu Arnars. Hann krefst þess að samtalið verði tekið og að hlutverk opinberra sviðslistastofnanna árið 2023 verði skoðað þar sem birtingarmyndir og inngilding verði rædd. Hann segir þörf á öðru málþingi. „Ég sé mig knúinn, í ljósi umræðunnar sem skapast hefur, að tjá mig opinberlega. Leikstjóri og tónlistarstjóri ákváðu að svara fyrir sig hér á Facebook, verja og réttlæta tímaskekkjuna í stað þess að leggja við hlustir, læra og boða breytingar. Núna í [gærkvöldi] mætir svo listrænn stjórnandi íslensku óperunnar í Kastljós og því miður greinir okkur á í grundvallar atriðum. Ég tók samtalið við leikstjóra verksins á meðan æfingarferlinu stóð og beygði mig undir hans listrænu nálgun,“ segir Arnar. „Aldrei aftur“ Fram kemur að hann hafi skrifað Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra, degi eftir fyrsta rennsli með búningum og gervum, þar sem hann hafi óskað eftir því að samtalið yrði tekið og þeim sem málið varðar boðið að taka út rennsli og gefa leikhópnum nótur. „Mér fannst ég þurfa á því að halda. Því miður var það ekki gert. Ég mun ekki klæða á mig kynþátt annarra næstkomandi laugardag. Engar hárkollur eða augnmálning sem eru til þess fallin að líkja eftir kynþætti. Aldrei aftur,“ segir Arnar. Óperustjóri hafnar ásökunum Steinunn Birna hafnaði með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Sagði hún hár og búninga vera notaða til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. Umræða um málið hófst eftir að Laura Liu, fiðluleikari í Sinfoníuhljómsveit Íslands, gagnrýndi uppsetninguna harðlega þar sem hún ásakaði Íslensku óperuna um að sýna asískum menningararfi vanvirðingu með notkun á svokölluðu „yellowface“. Daniel Roh, kennari af kóresk-amerískum uppruna sem starfar á Íslandi, gagnrýndi sömuleiðis sýninguna harðlega í pistli sem birtist á Vísi í gærmorgun. Arnar Dan segir í pistli sínum að sviðslistir eigi að vera í samtali við nærumhverfi sitt og spyrja áleitinna spurninga. „Stefnumót við áhorfendur hér og nú. Allar sviðslistir snúast um þetta samband. Því fylgir ábyrgð og við sem valdið höfum verðum að gera okkur grein fyrir hlutverki okkar og áhrifum. Samtíminn með allri sinni pólariseríngu, menningar- og samfélagsbyltingum krefur leikstjóra og sviðslistafólk um nýja og aukna pólitíska, siðferðislega og samfélagslega meðvitund. Á Íslandi búa fjölmargir Íslendingar af asískum uppruna og þau vil ég biðja afsökunar. Það þarf að taka þetta samtal á breiðum grunni og byrja á því að hlusta,“ segir Arnar. Lifum á tímum fjölmenningar Leikarinn segir okkur lifa á tímum fjölmenningar en ekki evrópskrar heimsvaldastefnu. Það sé ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd. „Það er því verkefni hverrar kynslóðar að finna skapandi leiðir, nota efniviðinn til speglunar og rannsaka þannig mennskuna. Sviðslistir eiga ekki að vera kyrrstöðulist líkt og myndlist, málverk, höggmyndir, kvikmyndir eða ljósmyndir. Ef það er það sem þér hugnast má nálgast öll þessi meistaraverk fortíðar t.d. á internetinu með lítilli fyrirhöfn. Callas söng Butterfly, Pavarotti á Nessun Dorma. Myndbandið geymir gömul augnablik. En í sviðslistum erum við á fást við samtímann, lifandi og breytilegt andartakið og þetta beina samtal er viðfangsefnið. Hvort sem það er dans, ópera eða leikhús. Við eigum að horfa til framtíðar og taka afstöðu um það hvernig samfélagi við viljum búa í og endurspegla. Ég tel mikilvægt að geta sagt fyrirgefðu og halda áfram að vinna að bættum heimi. Tónlist Puccini er stórkostleg og megi sem flestir njóta hennar,“ segir Arnar. Lesa má færslu Arnars í heild sinni að neðan. Ég var ráðinn inn sem leikari við íslensku óperuna til að vinna að uppsetningu Madame Butterfly, sem frumsýnd var síðastliðinn Laugardag. Ég tók þátt í menningarnámi. Mér þykir það sárt. Ég krefst þess nú að samtalið verði tekið og við skoðum hlutverk opinberra sviðslistastofnanna árið 2023. Ræðum birtingarmyndir og inngildingu. Það er þörf á öðru málþingi. Ég sé mig knúinn, í ljósi umræðunnar sem skapast hefur, að tjá mig opinberlega. Leikstjóri og tónlistarstjóri ákváðu að svara fyrir sig hér á Facebook, verja og réttlæta tímaskekkjuna í stað þess að leggja við hlustir, læra og boða breytingar. Núna í kvöld mætir svo listrænn stjórnandi íslensku óperunnar í Kastljós og því miður greinir okkur á í grundvallar atriðum. Ég tók samtalið við leikstjóra verksins á meðan æfingarferlinu stóð og beygði mig undir hans listrænu nálgun. Ég skrifaði óperustjóra á miðvikudeginum síðasta, degi eftir fyrsta rennsli með búningum og gervum, þar sem ég óskaði eftir því að samtalið yrði tekið og þeim sem málið varðar boðið að taka út rennsli og gefa leikhópnum nótur. Mér fannst ég þurfa á því að halda. Því miður var það ekki gert. Ég mun ekki klæða á mig kynþátt annarra næstkomandi laugardag. Engar hárkollur eða augnmálning sem eru til þess fallin að líkja eftir kynþætti. Aldrei aftur. Sviðslistir eiga að vera í samtali við nærumhverfi sitt og spyrja áleitinna spurninga. Stefnumót við áhorfendur hér og nú. Allar sviðslistir snúast um þetta samband. Því fylgir ábyrgð og við sem valdið höfum verðum að gera okkur grein fyrir hlutverki okkar og áhrifum. Samtíminn með allri sinni pólariseríngu, menningar- og samfélagsbyltingum krefur leikstjóra og sviðslistafólk um nýja og aukna pólitíska, siðferðislega og samfélagslega meðvitund. Á íslandi búa fjölmargir Íslendingar af asískum uppruna og þau vil ég biðja afsökunar. Það þarf að taka þetta samtal á breiðum grunni og byrja á því að hlusta. Leikhúsið er vettvangur þar sem mál eru sett á dagskrá, stöðluð norm staðfest og eða brotin á bak aftur. Listin getur sýnt okkur önnur sjónarhorn, breytt hugsunarhætti og afstöðu. Hún getur, og hefur, umbylt hugmyndafræði og ríkjandi viðhorfum og gengið fyrst fram með mikivægar þjóðfélagsbreytingar. Þetta vald er verðmætt og vandmeðfarið og ábyrgðin sem því fylgir mikil. Við, sem getum talist til fagaðila, þurfum alltaf að spyrja okkur gagnrýnna spurninga. Hvað birtist á sviðinu, hvaða saga er sögð, hver skrifaði söguna, hver segir söguna og hvernig. Við hverja erum við að eiga samtal. Þegar þessar grunnspurningar eru hafðar í stafni við sviðsetningu getur leikhúsið verið afar áhrifaríkur miðill í baráttunni fyrir bættum heimi. Ber að nefna í því tilliti Draumaþjóf Þjóðleikhússins sem frumsýndur var á dögunum. Þannig getur leikhúsið stuðlað að aukinni víðsýni og verið einskonar þjálfunarstofnun samsömunarinnar og kærleikans. Það er ekki meiginstraumsstefna að setja upp Shakespeare líkt og gert var fyrir 500 árum. Enda er það í raun ómögulegt, samfélagsmyndin er allt önnur og þar með samtalið. Ef við viljum lifa með þessum verkum sama hvort það sé Puccini eða Shakespeare þurfum við að finna snertiflöt við samtímann og legga af stað í tilraunamennsku. Við lifum á tímum fjölmenningar en ekki evrópskrar heimsvaldastefnu. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd. Það er því verkefni hverrar kynslóðar að finna skapandi leiðir, nota efniviðinn til speglunar og rannsaka þannig mennskuna. Sviðslistir eiga ekki að vera kyrrstöðulist líkt og myndlist, málverk, höggmyndir, kvikmyndir eða ljósmyndir. Ef það er það sem þér hugnast má nálgast öll þessi meistaraverk fortíðar t.d. á internetinu með lítilli fyrirhöfn. Callas söng Butterfly, Pavarotti á Nessun Dorma. Myndbandið geymir gömul augnablik. En í sviðslistum erum við á fást við samtímann, lifandi og breytilegt andartakið og þetta beina samtal er viðfangsefnið. Hvort sem það er dans, ópera eða leikhús. Við eigum að horfa til framtíðar og taka afstöðu um það hvernig samfélagi við viljum búa í og endurspegla. Ég tel mikilvægt að geta sagt fyrirgefðu og halda áfram að vinna að bættum heimi. Tónlist Puccini er stórkostleg og megi sem flestir njóta hennar. Kær kveðja og ást. Arnar Dan.
Ég var ráðinn inn sem leikari við íslensku óperuna til að vinna að uppsetningu Madame Butterfly, sem frumsýnd var síðastliðinn Laugardag. Ég tók þátt í menningarnámi. Mér þykir það sárt. Ég krefst þess nú að samtalið verði tekið og við skoðum hlutverk opinberra sviðslistastofnanna árið 2023. Ræðum birtingarmyndir og inngildingu. Það er þörf á öðru málþingi. Ég sé mig knúinn, í ljósi umræðunnar sem skapast hefur, að tjá mig opinberlega. Leikstjóri og tónlistarstjóri ákváðu að svara fyrir sig hér á Facebook, verja og réttlæta tímaskekkjuna í stað þess að leggja við hlustir, læra og boða breytingar. Núna í kvöld mætir svo listrænn stjórnandi íslensku óperunnar í Kastljós og því miður greinir okkur á í grundvallar atriðum. Ég tók samtalið við leikstjóra verksins á meðan æfingarferlinu stóð og beygði mig undir hans listrænu nálgun. Ég skrifaði óperustjóra á miðvikudeginum síðasta, degi eftir fyrsta rennsli með búningum og gervum, þar sem ég óskaði eftir því að samtalið yrði tekið og þeim sem málið varðar boðið að taka út rennsli og gefa leikhópnum nótur. Mér fannst ég þurfa á því að halda. Því miður var það ekki gert. Ég mun ekki klæða á mig kynþátt annarra næstkomandi laugardag. Engar hárkollur eða augnmálning sem eru til þess fallin að líkja eftir kynþætti. Aldrei aftur. Sviðslistir eiga að vera í samtali við nærumhverfi sitt og spyrja áleitinna spurninga. Stefnumót við áhorfendur hér og nú. Allar sviðslistir snúast um þetta samband. Því fylgir ábyrgð og við sem valdið höfum verðum að gera okkur grein fyrir hlutverki okkar og áhrifum. Samtíminn með allri sinni pólariseríngu, menningar- og samfélagsbyltingum krefur leikstjóra og sviðslistafólk um nýja og aukna pólitíska, siðferðislega og samfélagslega meðvitund. Á íslandi búa fjölmargir Íslendingar af asískum uppruna og þau vil ég biðja afsökunar. Það þarf að taka þetta samtal á breiðum grunni og byrja á því að hlusta. Leikhúsið er vettvangur þar sem mál eru sett á dagskrá, stöðluð norm staðfest og eða brotin á bak aftur. Listin getur sýnt okkur önnur sjónarhorn, breytt hugsunarhætti og afstöðu. Hún getur, og hefur, umbylt hugmyndafræði og ríkjandi viðhorfum og gengið fyrst fram með mikivægar þjóðfélagsbreytingar. Þetta vald er verðmætt og vandmeðfarið og ábyrgðin sem því fylgir mikil. Við, sem getum talist til fagaðila, þurfum alltaf að spyrja okkur gagnrýnna spurninga. Hvað birtist á sviðinu, hvaða saga er sögð, hver skrifaði söguna, hver segir söguna og hvernig. Við hverja erum við að eiga samtal. Þegar þessar grunnspurningar eru hafðar í stafni við sviðsetningu getur leikhúsið verið afar áhrifaríkur miðill í baráttunni fyrir bættum heimi. Ber að nefna í því tilliti Draumaþjóf Þjóðleikhússins sem frumsýndur var á dögunum. Þannig getur leikhúsið stuðlað að aukinni víðsýni og verið einskonar þjálfunarstofnun samsömunarinnar og kærleikans. Það er ekki meiginstraumsstefna að setja upp Shakespeare líkt og gert var fyrir 500 árum. Enda er það í raun ómögulegt, samfélagsmyndin er allt önnur og þar með samtalið. Ef við viljum lifa með þessum verkum sama hvort það sé Puccini eða Shakespeare þurfum við að finna snertiflöt við samtímann og legga af stað í tilraunamennsku. Við lifum á tímum fjölmenningar en ekki evrópskrar heimsvaldastefnu. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd. Það er því verkefni hverrar kynslóðar að finna skapandi leiðir, nota efniviðinn til speglunar og rannsaka þannig mennskuna. Sviðslistir eiga ekki að vera kyrrstöðulist líkt og myndlist, málverk, höggmyndir, kvikmyndir eða ljósmyndir. Ef það er það sem þér hugnast má nálgast öll þessi meistaraverk fortíðar t.d. á internetinu með lítilli fyrirhöfn. Callas söng Butterfly, Pavarotti á Nessun Dorma. Myndbandið geymir gömul augnablik. En í sviðslistum erum við á fást við samtímann, lifandi og breytilegt andartakið og þetta beina samtal er viðfangsefnið. Hvort sem það er dans, ópera eða leikhús. Við eigum að horfa til framtíðar og taka afstöðu um það hvernig samfélagi við viljum búa í og endurspegla. Ég tel mikilvægt að geta sagt fyrirgefðu og halda áfram að vinna að bættum heimi. Tónlist Puccini er stórkostleg og megi sem flestir njóta hennar. Kær kveðja og ást. Arnar Dan.
Íslenska óperan Kynþáttafordómar Leikhús Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um rasisma Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. 9. mars 2023 17:58 Saka Íslensku óperuna um rasisma Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. 9. mars 2023 10:09 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Hafnar ásökunum um rasisma Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks. 9. mars 2023 17:58
Saka Íslensku óperuna um rasisma Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. 9. mars 2023 10:09