Erlent

BBC sýnir ekki Atten­bor­ough af ótta við hægri­menn

Kjartan Kjartansson skrifar
David Attenborough er þulur allra þáttanna sex sem voru framleiddir. BBC ætlar aðeins að sýna fimm þeirra í sjónvarpi af ótta við gagnrýni.
David Attenborough er þulur allra þáttanna sex sem voru framleiddir. BBC ætlar aðeins að sýna fimm þeirra í sjónvarpi af ótta við gagnrýni. Vísir/EPA

Breska ríkisútvarpið BBC er sagt hafa ákveðið að sýna ekki þátt úr nýrri náttúrulífsþáttaröð Davids Attenborough af ótta við viðbrögð Íhaldsflokksins og hægrisinnaðra fjölmiðla. Þátturinn fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum.

Ný þáttaröð Attenborough nefnist „Villtu eyjurnar“ og fjallar um lífríki Bretlandseyja. Hún hefur göngu sína á besta tíma á BBC One á sunnudag. BBC ætlar hins vegar aðeins að sýna fimm þætti af þeim sex sem voru framleiddir. Sjá sjötti verður aðeins aðgengilegur í streymisveitu ríkisútvarpsins.

Þátturinn umdeildi fjallar um náttúruspjöll á Bretlandseyjum og orsakir þeirra. Í honum er einnig tæpt á endurheimt ósnortinnar náttúru sem hefur sætt gagnrýni á hægri væng breskra stjórnmála, að sögn The Guardian.

Heimildarmenn blaðsins segja að BBC hafi ákveðið að sýna þann þátt ekki til þess að forðast gagnrýni frá hægrimönnum. Stofnunin liggur þegar undir ámæli fyrir að hafa látið framleiða þáttaröðina sem tvenn náttúruverndarsamtök tóku þátt í að fjármagna, Alþjóðlegi náttúruverndarsjóðurinn (WWF) og Konunglegu fuglaverndunarsamtök Bretlands (RSPB).

Sérstaklega eru forráðamenn BBC óttast að hagsmunaaðilar í landbúnaði og veiðum bregðist ókvæða við þættinum ef þeir telji tóninn í honum of pólitískan. Framleiðendur þáttanna segja að þeir fjalli meðal annars um hvernig landbúnaður hafi skaðað dýralíf en einnig um bændur sem gera hlutina rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×