Xi líklega við völd í Kína til æviloka Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 19:30 Xi Jinping sver embættiseið sinn að stjórnarskrá Kína í þriðja sinn og verður því að forseti í fimm ár til viðbótar að minnsta kosti AP/Xie Huanchi/ Xi Jinping forseti Kína sór embættiseið að stjórnarskránni fyrir sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem forseti landsins við athöfn á Alþýðuhöllinni í Peking í dag. Margir telja að Xi ætli sér að sitja að völdum til dauðadags. Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú. Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú.
Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47
Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43
Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent