Skordýraeitur með nammibragði Lára G. Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2023 07:00 „Hvergi ódýrara en hjá okkur!“ „Virkilega gott mangó, lime og chilli bragð.“ „Ótrúlega gott piparmyntu bragð sem þú verður að prófa.“ „Afsláttur af öllum vörum og frí sending.“ „S… er ekki nútímamaður - hann er framtíðarmaður. Tækniframfarir hafa gert honum kleift að auka þægindi þín enn frekar. Ekki festast í fortíðinni.“ Hér er ekki verið að kynna til leiks nýjan ís eða tyggjó, heldur skordýraeitur sem er selt í einskonar nammibörum nálægt skólalóðum - í ótal bragðtegundum. Sem vekur mann til umhugsunar því ekki alls fyrir löngu þótti nikótín of eitrað til notkunar sem skordýraeitur við matvælaræktun, en það mældist m.a. í tómötum og kartöflum. Það leiddi til þess að árið 2009 var nikótín bannað í matvælaframleiðslu innan Evrópusambandsins. Flestir fá eitrunareinkenni fyrst þegar þeir komast í snertingu við nikótín og fara einkennin eftir magni. Meðal klassískra einkenna eru ógleði, uppköst, höfuðverkur, sundl, heyrnartruflanir, máttleysi, blóðþrýstingslækkun, óreglulegur púls, öndunarerfiðleikar, lost og krampar. Þrátt fyrir þessi vel skilgreindu og þekktu eitrunaráhrif láta söluaðilar að því liggja að nikótínpúðar séu hreinn og heilbrigður valkostur. Vegna markaðssetningar nikótínvara er viðbúið að börnum finnist varan spennandi og við fullorðna fólkið þurfum ekkert að stressa okkur, þar sem barnið er jú ekki að reykja! Agninu beitt fyrir börn Tóbaksiðnaðurinn situr á aldalangri þekkingu til að lokka ungdóminn til að bíta á agnið nikótín. Þeir vita að því yngri sem viðskiptavinurinn er, því fleiri ár í viðskiptum og því meiri hagnaður. Samkvæmt bandarískum tölum eyða tóbaksfyrirtækin (sem framleiða einnig rafsígarettur og nikótínpúða) á hverri einustu klukkustund sem samsvarar 180 milljónum íslenskra króna í markaðssetningu. Til samanburðar var nýverið úthlutað 750 þúsund krónum frá Lýðheilsusjóði til framleiðslu á fræðslumyndbandi um nikótín. Það er lofsvert, en sú upphæð dugar einungis fyrir þriðjungi kostnaðar. Hvar við fáum 1,5 milljón krónurnar sem vantar upp á til að fræða unga fólkið okkar vitum við ekki. Þessi samanburður á fjármagni er lýsandi fyrir máttleysi forvarnarstarfs. Það er engin leið að keppa við tóbaksrisa þegar kemur að markaðssetningu. Með öflugri markaðssetningu hefur notkun nikótíns meðal barna aftur rokið upp. Þar sem lög um nikótínvörur hafa ekki að markmiði að vernda ungdóminn (ólíkt tóbaksvarnarlögum) þá eru nikótínpúðar nú orðin tískuvara meðal barna. Kannanir sýna að unga fólkið notar nikótínpúða til að falla inn í hópinn og sjá þá sem skaðlausa í samanburði við reykingar. Aðrar ástæður eru gott bragð og löngun til að vera eins og áhrifavaldarnir sem markaðssetja púðana. Hvergi kemur þó fram í könnuninni að notendum líði vel af því að nota nikótín. Til að kortleggja áhrif nikótíns á heilsu barna og ungmenna stóð SÁÁ fyrir málþingi á Læknadögum um nikótínnotkun unga fólksins. Mörg fróðleg erindi voru haldin, þar á meðal mætti í pontu einn helsti sérfræðingur heims í tóbaksforvörnum, Charlotta Pisinger. Hér að neðan er samantekt á því helsta sem fram kom á málþinginu sem jafnframt á erindi til okkar allra. Nikótín er skaðlegast á þremur æviskeiðum Miðtaugakerfi, hjarta og lungu hafa nikótínviðtaka. Nikótín hefur því mest áhrif á starfsemi þessara líffæra, enda er þekkt að nikótín getur valdið hjarta- og lungnasjúkdómum, þroskafrávikum og ýtt undir fíknisjúkdóm svo dæmi séu tekin. Nikótín er skaðlegast á þremur æviskeiðin sem eiga það sameiginlegt að taugakerfið hefur ekki náð fullum þroska og er þar af leiðandi viðkvæmara fyrir nikótíni: Fóstur- og ungbarnaskeið. Noti barnshafandi kona nikótín þá mælist það í fylgju, legvatni og blóði barns við fæðingu í hærri styrkleika en hjá móður. Þá mælist nikótín í þrefalt hærri styrkleika í brjóstamjólk. Barn sem fær nikótín gegnum móður í móðurkviði eða með brjóstamjólk er í aukinni hættu að ánetjast fíkniefnum síðar á ævinni. Þá benda rannsóknir til aukinnar hættu á klofnum gómi, fyrirburafæðingu, andvana fæðingu, vaxtarskerðingu, vöggudauða, hegðunar- og þroskafrávikum, hjartasjúkdómi, astma og skertum þroska lungna. Óvitaskeið. Þau sjá mömmu og pabba setja púðana í munninn og vilja gera eins. Ung börn þurfa mjög lítið magn til að verða fyrir eitrun og nú þegar hefur verið fjallað um eitt dauðsfall. Líklegt er að fleiri slík tilfelli komist aldrei á síður læknablaða. Nikótín getur hæglega valdið öndunarstoppi hjá ungum börnum. Reiknað hefur verið að allt niður í 0,5 milligramm fyrir kíló af líkamsþyngd sé lífshættulegt barni, en púðarnir eru framleiddir í allt að 120 mg stykleika. Sem dæmi er meðalþyngd tveggja ára drengja 13 kíló sem þýðir aðeins þarf 6,5 milligröm til að setja barnið í lífshættu, en algengustu púðarnir eru í þrefalt hærri styrkleika. Þrátt fyrir löggjöf um nikótín hafi tekið gildi hefur eitrunum ekki fækkað og í hverri viku koma um fjögur börn á bráðamóttöku barna vegna nikótíneitrunar. Börn og ungmenni útvega sér sjálf nikótín, sem getur verið skaðlegt á nokkra vegu: Athyglisbrestur. Tvíburarannsókn sýndi að athyglisbrestur var algengari hjá tvíburum sem notuðu nikótín í samanburði við tvíbura sem notuðu það ekki. Fíkn. Ungt fólk þarf allt að tífalt minna magn en fullorðnir til að ánetjast nikótíni. Þá er það líklegra til að nota í kjölfarið áfengi og önnur vímuefni því nikótín breytir túlkun á erfðaefni á þann hátt að þau fá meira út úr að nota vímuefni, en nikótín hefur áhrif á umbunarsvæði heilans sem tengist fíkn almennt. Fráhvarfseinkenni. Til skamms tíma eykur nikótín dópamín, endorfín og fleiri hormón sem veldur vellíðan. Þegar nikótín er búið að breyta taugatengingum eftir fáeinar vikur verður minni losun á þessum hormónum og fer notkunin þá að snúast um að forðast fráhvarfseinkenni, sem eru depurð, reiði, kvíði, þreyta, einbeitingarleysi, höfuðverkur, svefntruflanir og martraðir. Almenn lífsánægja snýst nú um að hafa nikótín nálægt og viðkomandi er orðinn fangi nikótíns, því hann upplifir vítiskvalir án þess. Streita og tilfinningalegt ójafnvægi. Nikótín lækkar streituþröskuldinn og gerir kvíðastöðina í heilanum ofurnæma. Við það þarf minna áreiti til að komast í tilfinningalegt ójafnvægi. Svefn. Nikótín getur dregið úr djúpsvefni sem er nauðsynlegur fyrir seytun vaxtarhormóna sem eru mikilvæg fyrir endurnýjun fruma og vefja líkamans, ekki síst fyrir börn sem eru að vaxa og taka út þroska. Það getur einnig dregið úr draumsvefni, sem talinn er nauðsynlegur fyrir minni, þannig að skammtímaminni flytjist í langtímaminni. Lærdómur og sjálfsstjórn. Nikótín dregur úr boðskiptum milli framheilans og dýpri svæða heilans, sem er undirstaða vellíðanar ásamt því að hafa stjórn á hvötum og neikvæðum tilfinningum. Framheilinn er síðastur til að taka út þroska og hættara við skaða af völdum nikótíns. Breyting á heilanum. Rannsóknir sýna að gráa svæði heilans (svæðið sem hrörnar í heilabilun) og sum hvítu svæðin í heilanum sem tengjast taugaboðskiptum heilans mælast smærri en hjá þeim sem nota ekki nikótín. Tannholdið rýrnar þar sem púðinn liggur því nikótín er æðaherpandi. Tannhold sem tapast kemur aldrei aftur. Þetta getur gerst á tiltölulega stuttum tíma og lítur tannholdið hjá ungu fólki þá út eins og hjá gamalmennum. Mistök sem þarf að laga Á meðan aðalmarkmið tóbaksvarnarlaga er að draga úr heilsutjóni þá er meginmarkmið laga um nikótínvörur að veita heimild til innflutnings, sölu, markaðssetningu og notkunar nikótíns. Það að láta nikótín falla undir önnur lög en tóbaksvarnir voru mistök sem þarf að leiðrétta. Nikótín er efni sem er einangrað úr tóbaksplöntunni og flokkast því réttilega sem tóbak. Sé það notað í læknisfræðilegum tilgangi til að hjálpa einstaklingum að hætta að reykja þá getur það vissulega fallið undir lyfjalög. Það er eitthvað rangt við það að hvetja til beinnar notkunar á nikótíni, á sama tíma og það þykir of skaðlegt þegar það greinist í tómötum og kartöflum í styrkleika sem er brot af því sem nikotínpúðarnir innihalda. Stöndum með unga fólkinu okkar Hver fullþroska einstaklingur getur ákveðið sjálfur hvort hann vilji nota nikótín. Við þurfum hinsvegar að vernda börnin okkar betur og snúa við þeirri þróun að það teljist eðlilegt að ungdómurinn innbyrði skordýraeitur með nammibragði. Enda sýna kannanir að tvö af hverjum þremur ungmennum sjá eftir notkuninni og vilja hætta. Hinn þriðjungurinn mun með tímanum og þroskanum líklega komast að sömu niðurstöðu. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Nikótínpúðar Börn og uppeldi Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
„Hvergi ódýrara en hjá okkur!“ „Virkilega gott mangó, lime og chilli bragð.“ „Ótrúlega gott piparmyntu bragð sem þú verður að prófa.“ „Afsláttur af öllum vörum og frí sending.“ „S… er ekki nútímamaður - hann er framtíðarmaður. Tækniframfarir hafa gert honum kleift að auka þægindi þín enn frekar. Ekki festast í fortíðinni.“ Hér er ekki verið að kynna til leiks nýjan ís eða tyggjó, heldur skordýraeitur sem er selt í einskonar nammibörum nálægt skólalóðum - í ótal bragðtegundum. Sem vekur mann til umhugsunar því ekki alls fyrir löngu þótti nikótín of eitrað til notkunar sem skordýraeitur við matvælaræktun, en það mældist m.a. í tómötum og kartöflum. Það leiddi til þess að árið 2009 var nikótín bannað í matvælaframleiðslu innan Evrópusambandsins. Flestir fá eitrunareinkenni fyrst þegar þeir komast í snertingu við nikótín og fara einkennin eftir magni. Meðal klassískra einkenna eru ógleði, uppköst, höfuðverkur, sundl, heyrnartruflanir, máttleysi, blóðþrýstingslækkun, óreglulegur púls, öndunarerfiðleikar, lost og krampar. Þrátt fyrir þessi vel skilgreindu og þekktu eitrunaráhrif láta söluaðilar að því liggja að nikótínpúðar séu hreinn og heilbrigður valkostur. Vegna markaðssetningar nikótínvara er viðbúið að börnum finnist varan spennandi og við fullorðna fólkið þurfum ekkert að stressa okkur, þar sem barnið er jú ekki að reykja! Agninu beitt fyrir börn Tóbaksiðnaðurinn situr á aldalangri þekkingu til að lokka ungdóminn til að bíta á agnið nikótín. Þeir vita að því yngri sem viðskiptavinurinn er, því fleiri ár í viðskiptum og því meiri hagnaður. Samkvæmt bandarískum tölum eyða tóbaksfyrirtækin (sem framleiða einnig rafsígarettur og nikótínpúða) á hverri einustu klukkustund sem samsvarar 180 milljónum íslenskra króna í markaðssetningu. Til samanburðar var nýverið úthlutað 750 þúsund krónum frá Lýðheilsusjóði til framleiðslu á fræðslumyndbandi um nikótín. Það er lofsvert, en sú upphæð dugar einungis fyrir þriðjungi kostnaðar. Hvar við fáum 1,5 milljón krónurnar sem vantar upp á til að fræða unga fólkið okkar vitum við ekki. Þessi samanburður á fjármagni er lýsandi fyrir máttleysi forvarnarstarfs. Það er engin leið að keppa við tóbaksrisa þegar kemur að markaðssetningu. Með öflugri markaðssetningu hefur notkun nikótíns meðal barna aftur rokið upp. Þar sem lög um nikótínvörur hafa ekki að markmiði að vernda ungdóminn (ólíkt tóbaksvarnarlögum) þá eru nikótínpúðar nú orðin tískuvara meðal barna. Kannanir sýna að unga fólkið notar nikótínpúða til að falla inn í hópinn og sjá þá sem skaðlausa í samanburði við reykingar. Aðrar ástæður eru gott bragð og löngun til að vera eins og áhrifavaldarnir sem markaðssetja púðana. Hvergi kemur þó fram í könnuninni að notendum líði vel af því að nota nikótín. Til að kortleggja áhrif nikótíns á heilsu barna og ungmenna stóð SÁÁ fyrir málþingi á Læknadögum um nikótínnotkun unga fólksins. Mörg fróðleg erindi voru haldin, þar á meðal mætti í pontu einn helsti sérfræðingur heims í tóbaksforvörnum, Charlotta Pisinger. Hér að neðan er samantekt á því helsta sem fram kom á málþinginu sem jafnframt á erindi til okkar allra. Nikótín er skaðlegast á þremur æviskeiðum Miðtaugakerfi, hjarta og lungu hafa nikótínviðtaka. Nikótín hefur því mest áhrif á starfsemi þessara líffæra, enda er þekkt að nikótín getur valdið hjarta- og lungnasjúkdómum, þroskafrávikum og ýtt undir fíknisjúkdóm svo dæmi séu tekin. Nikótín er skaðlegast á þremur æviskeiðin sem eiga það sameiginlegt að taugakerfið hefur ekki náð fullum þroska og er þar af leiðandi viðkvæmara fyrir nikótíni: Fóstur- og ungbarnaskeið. Noti barnshafandi kona nikótín þá mælist það í fylgju, legvatni og blóði barns við fæðingu í hærri styrkleika en hjá móður. Þá mælist nikótín í þrefalt hærri styrkleika í brjóstamjólk. Barn sem fær nikótín gegnum móður í móðurkviði eða með brjóstamjólk er í aukinni hættu að ánetjast fíkniefnum síðar á ævinni. Þá benda rannsóknir til aukinnar hættu á klofnum gómi, fyrirburafæðingu, andvana fæðingu, vaxtarskerðingu, vöggudauða, hegðunar- og þroskafrávikum, hjartasjúkdómi, astma og skertum þroska lungna. Óvitaskeið. Þau sjá mömmu og pabba setja púðana í munninn og vilja gera eins. Ung börn þurfa mjög lítið magn til að verða fyrir eitrun og nú þegar hefur verið fjallað um eitt dauðsfall. Líklegt er að fleiri slík tilfelli komist aldrei á síður læknablaða. Nikótín getur hæglega valdið öndunarstoppi hjá ungum börnum. Reiknað hefur verið að allt niður í 0,5 milligramm fyrir kíló af líkamsþyngd sé lífshættulegt barni, en púðarnir eru framleiddir í allt að 120 mg stykleika. Sem dæmi er meðalþyngd tveggja ára drengja 13 kíló sem þýðir aðeins þarf 6,5 milligröm til að setja barnið í lífshættu, en algengustu púðarnir eru í þrefalt hærri styrkleika. Þrátt fyrir löggjöf um nikótín hafi tekið gildi hefur eitrunum ekki fækkað og í hverri viku koma um fjögur börn á bráðamóttöku barna vegna nikótíneitrunar. Börn og ungmenni útvega sér sjálf nikótín, sem getur verið skaðlegt á nokkra vegu: Athyglisbrestur. Tvíburarannsókn sýndi að athyglisbrestur var algengari hjá tvíburum sem notuðu nikótín í samanburði við tvíbura sem notuðu það ekki. Fíkn. Ungt fólk þarf allt að tífalt minna magn en fullorðnir til að ánetjast nikótíni. Þá er það líklegra til að nota í kjölfarið áfengi og önnur vímuefni því nikótín breytir túlkun á erfðaefni á þann hátt að þau fá meira út úr að nota vímuefni, en nikótín hefur áhrif á umbunarsvæði heilans sem tengist fíkn almennt. Fráhvarfseinkenni. Til skamms tíma eykur nikótín dópamín, endorfín og fleiri hormón sem veldur vellíðan. Þegar nikótín er búið að breyta taugatengingum eftir fáeinar vikur verður minni losun á þessum hormónum og fer notkunin þá að snúast um að forðast fráhvarfseinkenni, sem eru depurð, reiði, kvíði, þreyta, einbeitingarleysi, höfuðverkur, svefntruflanir og martraðir. Almenn lífsánægja snýst nú um að hafa nikótín nálægt og viðkomandi er orðinn fangi nikótíns, því hann upplifir vítiskvalir án þess. Streita og tilfinningalegt ójafnvægi. Nikótín lækkar streituþröskuldinn og gerir kvíðastöðina í heilanum ofurnæma. Við það þarf minna áreiti til að komast í tilfinningalegt ójafnvægi. Svefn. Nikótín getur dregið úr djúpsvefni sem er nauðsynlegur fyrir seytun vaxtarhormóna sem eru mikilvæg fyrir endurnýjun fruma og vefja líkamans, ekki síst fyrir börn sem eru að vaxa og taka út þroska. Það getur einnig dregið úr draumsvefni, sem talinn er nauðsynlegur fyrir minni, þannig að skammtímaminni flytjist í langtímaminni. Lærdómur og sjálfsstjórn. Nikótín dregur úr boðskiptum milli framheilans og dýpri svæða heilans, sem er undirstaða vellíðanar ásamt því að hafa stjórn á hvötum og neikvæðum tilfinningum. Framheilinn er síðastur til að taka út þroska og hættara við skaða af völdum nikótíns. Breyting á heilanum. Rannsóknir sýna að gráa svæði heilans (svæðið sem hrörnar í heilabilun) og sum hvítu svæðin í heilanum sem tengjast taugaboðskiptum heilans mælast smærri en hjá þeim sem nota ekki nikótín. Tannholdið rýrnar þar sem púðinn liggur því nikótín er æðaherpandi. Tannhold sem tapast kemur aldrei aftur. Þetta getur gerst á tiltölulega stuttum tíma og lítur tannholdið hjá ungu fólki þá út eins og hjá gamalmennum. Mistök sem þarf að laga Á meðan aðalmarkmið tóbaksvarnarlaga er að draga úr heilsutjóni þá er meginmarkmið laga um nikótínvörur að veita heimild til innflutnings, sölu, markaðssetningu og notkunar nikótíns. Það að láta nikótín falla undir önnur lög en tóbaksvarnir voru mistök sem þarf að leiðrétta. Nikótín er efni sem er einangrað úr tóbaksplöntunni og flokkast því réttilega sem tóbak. Sé það notað í læknisfræðilegum tilgangi til að hjálpa einstaklingum að hætta að reykja þá getur það vissulega fallið undir lyfjalög. Það er eitthvað rangt við það að hvetja til beinnar notkunar á nikótíni, á sama tíma og það þykir of skaðlegt þegar það greinist í tómötum og kartöflum í styrkleika sem er brot af því sem nikotínpúðarnir innihalda. Stöndum með unga fólkinu okkar Hver fullþroska einstaklingur getur ákveðið sjálfur hvort hann vilji nota nikótín. Við þurfum hinsvegar að vernda börnin okkar betur og snúa við þeirri þróun að það teljist eðlilegt að ungdómurinn innbyrði skordýraeitur með nammibragði. Enda sýna kannanir að tvö af hverjum þremur ungmennum sjá eftir notkuninni og vilja hætta. Hinn þriðjungurinn mun með tímanum og þroskanum líklega komast að sömu niðurstöðu. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar