Erlent

Fyrr­verandi sam­býlis­hvalur Keiko er dauður

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kiska bjó í Marineland næstum alla sína ævi.
Kiska bjó í Marineland næstum alla sína ævi. Getty/Tara Walton

Háhyrningurinn Kiska, sem deildi tanki með Keiko þegar þeir dvöldu hér á landi, er dauður, 47 ára að aldri. Hann var oft þekktur sem „Mest einmana hvalur í heimi“ en Kiska bjó ein frá því árið 2011 til hennar dauðdaga.

Líkt og Keiko þá fannst Kiska við Íslandsstrendur á áttunda áratug síðustu aldar. Þar voru þau bæði fönguð og seld til þjálfunar eftir dvöl hér á landi. Þau voru bæði seld til dýragarðsins Marineland í Kanada árið 1982 og deildu þar tanki.

Árið 1985 keypti annar dýragarður Keiko, Reino Aventura-garðurinn í Mexíkóborg. Hann átti síðan eftir að vera aðalstjarnan í kvikmyndinni Free Willy líkt og frægt er orðið. 

Kiska varð hins vegar eftir í Marineland. Þar eignaðist hún fimm kálfa en frá árinu 2011 var hún eini háhyrningur garðsins.  

Árið 2021 birtu dýraverndunarsamtök myndband af Kiska í Marineland þar sem hún var að berja höfði sínu í búrið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×