Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 11:53 Bergur Þorkelsson segir nokkur atriði hafa verið erfið sjómönnum, til að mynda veiking á slysa- og veikingarétti. Vísir/Vilhelm Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum Skrifað var undir samning sjómanna og SFS í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 9. febrúar síðastliðin og vakti samningurinn strax sérstaka athygli fyrir þær sakir að hann var gerður til tíu ára en það telst harla óvenjulegt. Sjómenn hafa verið samningslausir í þrjú ár en þar til nýr kjarasamningur verður samþykktur er sá eldri í gildi. Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélags Íslands segir það hafa verið fyrirséð að samningurinn yrði felldur. „Það voru þarna þónokkur atriði. Það var tímalengd samningsins, veiking slysa og veikindaréttar. Það má nefna breytingar á texta í grein um ný skip og breytt skip. Svo var lækkuð skiptaprósenta til þess að fá mótframlag í lífeyrissjóð upp á 3,5% þá myndi skiptaprósenta lækka á móti.“ Tímalengdin hafi þó verið helsta áhyggjuefni sjómanna. „Það kom strax. Eins og margir sögðu við mig þá kveikti það á varúðarperum hjá mörgum þegar þeir sáu tímalengdina. Þá stoppuðu menn strax við og fóru að hugsa að þetta væri ekki í lagi. Vegna þess að ef það gerist eitthvað á þessum tíma þá geturðu ekki gripið inní. Það eitt og sér felldi samninginn.“ Þá hafi veiking slys- og veikindaréttar verið of stór biti til þess að kyngja. „Veiking á slysa- og veikindarétti sjómanna í flestum tilvikum. Nema í þeim tilvikum þegar menn eru í launakerfi sín á milli, það er að segja ef þeir lána hvor öðrum pening og fá alltaf laun. En í öllum öðrum tilvikum þá veikja menn slysa- og veikindaréttinn sinn. Þeir sem eru með tímabundna ráðningu eða eru ráðnir í einn túr eiga engan rétt gagnvart útgerð í mörgum tilvikum.“ Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Skrifað var undir samning sjómanna og SFS í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 9. febrúar síðastliðin og vakti samningurinn strax sérstaka athygli fyrir þær sakir að hann var gerður til tíu ára en það telst harla óvenjulegt. Sjómenn hafa verið samningslausir í þrjú ár en þar til nýr kjarasamningur verður samþykktur er sá eldri í gildi. Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélags Íslands segir það hafa verið fyrirséð að samningurinn yrði felldur. „Það voru þarna þónokkur atriði. Það var tímalengd samningsins, veiking slysa og veikindaréttar. Það má nefna breytingar á texta í grein um ný skip og breytt skip. Svo var lækkuð skiptaprósenta til þess að fá mótframlag í lífeyrissjóð upp á 3,5% þá myndi skiptaprósenta lækka á móti.“ Tímalengdin hafi þó verið helsta áhyggjuefni sjómanna. „Það kom strax. Eins og margir sögðu við mig þá kveikti það á varúðarperum hjá mörgum þegar þeir sáu tímalengdina. Þá stoppuðu menn strax við og fóru að hugsa að þetta væri ekki í lagi. Vegna þess að ef það gerist eitthvað á þessum tíma þá geturðu ekki gripið inní. Það eitt og sér felldi samninginn.“ Þá hafi veiking slys- og veikindaréttar verið of stór biti til þess að kyngja. „Veiking á slysa- og veikindarétti sjómanna í flestum tilvikum. Nema í þeim tilvikum þegar menn eru í launakerfi sín á milli, það er að segja ef þeir lána hvor öðrum pening og fá alltaf laun. En í öllum öðrum tilvikum þá veikja menn slysa- og veikindaréttinn sinn. Þeir sem eru með tímabundna ráðningu eða eru ráðnir í einn túr eiga engan rétt gagnvart útgerð í mörgum tilvikum.“
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira