Krefjandi aðstæður tollvarða á Íslandi: „Tollgæsla hefur aldrei verið eins veik og hún er núna" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. mars 2023 10:38 Tollvörður sem rætt var við telur að eftir sameiningu tollstjóra og ríkisskattstjóra og eftir skipulagsbreytingar sem voru fyrir nokkrum árum hafi tollgæsla veikst. Vísir/Vilhelm „Farþegafjöldinn er galinn, álagið er sturlað suma daga. Það er ótrúlegt að það gangi svona vel miðað við hvað það er mikið álag og hvað við erum fá.“ Þetta segir íslenskur tollvörður aðspurður um þann veruleika sem tollverðir hérlendis starfa við og og þær áskoranir sem þeir upplifa í störfum sínum. Tollverðir upplifi miklar áskoranir við störf sín. Þeir upplifa manneklu, mikinn skort á fræðslu og endurmenntun, vöntun á tækjabúnaði á mikilvægum stöðum, þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og ákveðna upplýsingaóreiðu þar sem upplýsingaflæði og samskiptum innan stofnunar virðist vera ábótavant. Þá telja þeir að auka þurfi sýnileika tollgæslu bæði á vettvangi og í fjölmiðlum til að auka fælingaráhrif tollgæslunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Birna Friðfinnsdóttir framkvæmdi vegna lokaverkefnis til MA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í tengslum við rannsóknina tók Birna viðtöl átta tollverði, þrjár konur og fimm karlmenn, með starfsstöðvar í Klettagörðum, á Keflavíkurflugvelli og á landsbyggð. Hundarnir hafa fælingamátt Tollgæsla hefur aldrei verið eins veik og hún er núna, eða hreinlega brothætt að sögn eins viðmælanda rannsóknarinnar. Hann telur að eftir sameiningu tollstjóra og ríkisskattstjóra og eftir skipulagsbreytingar sem voru fyrir nokkrum árum hafi tollgæsla veikst. Fíkniefnasmygl virðist vera illa skipulagt og burðardýr mörg hver með feril sem kallar á athygli og veltir hann fyrir sér hvort hugsanlega séu þeir sem standa að skipulagi smygls ekki með áhyggjur af því að varningur verði haldlagður. Annar viðmælandi rannsóknarinnar segir þetta misjafnt en flest burðardýr sem hafa komið undanfarið hafi ekki verið vel undirbúin. Þetta geta verið ákveðnar vísbendingar um að fælingaráhrif tollgæslu séu ekki mikil núna eða að minnsta kosti gætu verið meiri. Margir tollvarðanna nefna hunda sem fælingarmátt enda eru þeir oft áberandi þar sem þeir eru. Ein úr hópnum orðar það svo. „Ef við erum öflug tollgæsla þá verður væntanlega fælingarmátturinn meiri og fólk hugsar sig tvisvar um.“ Í viðtölunum sem tekin voru í tengslum við rannsóknina kemur skýrt fram að sýnileiki tollgæslu er talinn geta haft áhrif á fælingarmátt tollgæslu, það er að ef tollgæsla er sýnileg á vettvangi og í fjölmiðlum geti það fælt fólk frá því að taka áhættuna á ólöglegum innflutningi.Jóhann K. Upplifa ekki samkennd á meðal almennings Í viðtölunum sem tekin voru í tengslum við rannsóknina kemur skýrt fram að sýnileiki tollgæslu er talinn geta haft áhrif á fælingarmátt tollgæslu, það er að ef tollgæsla er sýnileg á vettvangi og í fjölmiðlum geti það fælt fólk frá því að taka áhættuna á ólöglegum innflutningi. Þá var áberandi var í viðtölunum að tollverðir telja sýnileika tollgæslu mikilvægan, bæði á vettvangi og í fjölmiðlum. Upplifun tollvarða er að auka þurfi mannskap og hafa hann sýnilegan, að fólk viti að tollverðir eru að nota tækjabúnað, séu með hunda og gott eftirlit. Einnig er talið mikilvægt að fjalla um störf tollgæslu og árangur svo samfélagið geri sér betur grein fyrir mikilvægi tollgæslu við að vernda samfélagið. Einn viðmælandi bendir á að fjármála- og efnahagsráðherra vekur ekki athygli á málefnum tollgæslunnar nema þá í tengslum við innheimtu eða skattamál, að tollgæslan virðist vera ósýnilegur þáttur. Annar viðmælandi upplifir að tollverðir eigi enga samkennd meðal almennings og þar af leiðandi myndist heldur enginn þrýstingur á stjórnvöld með fjárveitingar. Það skortir kynningu á störfum tollgæslu. „Ef við höfum ekki samkennd hjá fólki í landinu þá getum við átt mjög erfitt uppdráttar. Þannig að það vantar alla kynningu hjá okkur, hvað í raun tollurinn er að gera. Þetta hefur aldrei verið, við eigum alltaf að vera einhvern vegin í skugga annarra. Vinna bakvið tjöldin.“ Upplifa sig ósýnileg Fram kemur í ritgerðinni að lögregla sé mun sýnilegri opinberlega en tollgæslan, þar sem hún lætur vita af því sem er að gerast við störf þeirra og að tollgæslan geti tekið sér lögreglu til fyrirmyndar þegar kemur að þessu, að upplýsa samfélagið um störf tollgæslunnar og árangur til að auka fælingaráhrif og einnig svo það skapist meira traust. Til að mynda eru Svíar og Norðmenn á Instagram og með sjónvarpsþætti um tolleftirlit. Tollverðir virðast ekki upplifa sig nægilega sýnilega á vettvangi. „Við erum ekki með neitt. Það er ekkert í gangi, það veit aldrei neinn af okkur,“ segir einn viðmælandinn úr hópnum. Annar segist ekki vita hver stefnan er þar. „Það var á tímabili að við máttum eiginlega ekki sjást og ég hef alveg heyrt fólk segja við mig „hvar eruð þið eiginlega? Maður sér aldrei tollvörð.“ Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt.“ Á meðal þess sem tekið er fram í ritgerðinni er að með alþjóðavæðingu hefur vöruflæði yfir landamæri aukist og um leið ólögleg viðskipti og ólöglegt vöruflæði yfir landamæri. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi frá 2021 kemur fram að íslenskur fíkniefnamarkaður er farinn að líkjast þeim evrópska og að aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er gott. Íslenskir brotamenn búsettir erlendis hafa myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, meðal annars. í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Hreinleiki fíkniefna hefur aukist en verð haldist nokkuð stöðugt en aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum og tæknibreytingar í fíkniefnaviðskiptum, með notkun smáforrita og samfélagsmiðla, er talið meðal þess sem stuðlar að þessum breytingum. Samhliða hefur hlutverk tollgæslu þróast í samræmi við það, frá því að innheimta gjöld yfir í sífellt mikilvægara hlutverk við að tryggja umhverfi, heilsu og öryggi í samfélaginu. Verkefni tollgæslu og lögreglu verða sífellt flóknari með auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi hérlendis sem og í löndunum í kringum okkur. Fyrirhugað er að efla varnir lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi og er gert ráð fyrir því í fjárlögum fyrir árið 2023. Þróun hérlendis virðist benda til þess að aukin harka sé í undirheimunum, vopn eru orðin sýnilegri og nóg framboð virðist vera á fíkniefnum. Það er ekki vilji samfélagsins að frjálst flæði sé af fíkniefnum og annars hættulegs varning til landsins sem auðveldar skipulögðum glæpahópum að stunda hér ólögleg viðskipti. Í þessu samhengi er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé geta tollgæslu til að bregðast við þessari þróun, hverjar séu helstu áskoranirnar og hvernig hægt sé að efla eftirlitið. Á tímabilinu 2013 til 2019 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi og var það töluverð áskorun fyrir lögreglu og tollgæslu. Í heimsfaraldri kórónuveiru varð samdráttur í komu ferðamanna og átti það einnig við um póst- og vörusendingar sem urðu fyrir töfum í heimsfaraldrinum eftir aukningu á undanförnum árum. Fyrirtækjum sem annast flutning farþega og vöru til og frá landinu er skylt að afhenda upplýsingar sem nýtast við tolleftirlit. Þrátt fyrir það berast tollgæslu ekki gögn um alla farþega sem ferðast til og frá landinu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi (2021) kemur fram að tollvörðum hefur fækkað og að yfirtollverðir telji undirmönnun tollgæslu vera vandamál. Í tengslum við fjölmiðla virðast tollverðir bæði telja þörf á því að auka umfjöllun um störf tollgæslu svo almenningur sé upplýstur um mikilvægi starfa þeirra og einnig að fjalla um árangur. Sýnileiki innan stofnunar sem nú er orðið fjölmennur vinnustaður með fjölbreytt hlutverk virðist einnig skipta máli eins og birtist í upplifun tollvarða af því að skipta ekki máli og að æðstu stjórnendum sé sama um tollgæsluna. Einn tollvörður sem rætt var við lýsir upplifun tollvarða um að þeir skipti ekki máli innan stofnunarinnar, að yfirstjórnin hugsi ekki um tollverði og tollgæslu: „Þess vegna finnst mér það svo leiðinlegt og sorglegt að við séum ekki meira metin af okkar þá æðstu stjórnendum, ég meina við sjáum okkar stjórnendur aldrei. Þegar talað er um Skattinn er talað um skattinn en aldrei tollgæslu. Við finnum það öll að það er eins og að við skiptum ekki máli. Enda ber það líka alveg merki, það vantar allt en við vitum það líka að það er niðurskurður og við tökum þátt í því eins og allir aðrir væntanlega." En þetta er líka kannski bara orðið þreytt. Hvernig tollgæsla viljum við vera? Ætlum við að bara vera nafnið eitt eða ætlum við að vera öflug tollgæsla. Viljum við ekki vera það út á við líka? Ef við erum öflug tollgæsla þá verður væntanlega fælingarmátturinn meiri og fólk hugsar sig tvisvar um.“ Mannekla og úreltur búnaður Viðmælendur í rannsókninni upplifa mikla vöntun á mannskap, bæði þegar kemur að greiningum og tolleftirliti. Það kemur ítrekað fram í tengslum við ýmis umræðuefni, svo sem innri þætti sem hafa áhrif á greiningar og tolleftirlit, veikleika tollgæslu, sýnileika og fælingaráhrif. Einn viðmælandi úr hópnum kemur inn á það að mjög margir geta hætt sökum aldurs á næstu árum og því er nauðsyn að huga að endurnýjun. Tollgæslan virðist einnig vera að missa fólk sem komið er með reynslu og þekkingu vegna þess að tollskólinn hefur verið óvirkur. Jafnframt kemur fram að á Keflavíkurflugvelli komi tímabil yfir sólarhringinn þar sem tollverðir ná ekki að manna alla pósta og við það myndast göt í eftirlitinu. Farþegafjöldinn er sagður vera mjög mikill og ekki sé verið að fjölga starfsfólki í samræmi við það og það verði sennilega ekki gert. Einn úr hópnum nefnir manneklu í tengslum við árangur tollgæslu sem hann telur ágætan en alltaf megi gera betur, manneklan sé einn af þeim þáttum sem hefur áhrif en hún hafi verið gríðarleg undanfarin ár sem hefur „kannski verið akkilesarhællinn.“ Viðmælendur í rannsókninni upplifa mikla vöntun á mannskap, bæði þegar kemur að greiningum og tolleftirliti. Það kemur ítrekað fram í tengslum við ýmis umræðuefni, svo sem innri þætti sem hafa áhrif á greiningar og tolleftirlit, veikleika tollgæslu, sýnileika og fælingaráhrif.Anton Brink Einnig kemur fram að farþegafjöldi sem kemur til landsins er mikill en einnig er farmflutningur mikill og einungis hægt að skoða mjög lítinn hluta þess sem kemur til landsins. Einn viðmælandinn lýsir ástandinu hvað þetta varðar. „Það eru fleiri gámar að koma og hvað ætlum við þá að draga úr tolleftirliti af því að það eru fleiri gámar að koma. Það er miklu meira flæði vöru og hvað gerum við, fækkum tollvörðum og tækjabúnaður verður úreltur.“ Merki um uppgjöf „Í sjálfu sér var ekki margt varðandi áskoranir tollgæslu sem kom á óvart þar sem ég vinn í þessu umhverfi,“ segir Birna í samtali við Vísi. Sjálf hefur Birna unnið sem tollvörður í um 15 ár, setið í stjórn Tollvarðafélags Íslands og verið formaður þess um tíma. Hún segir ljóst að huga þurfi að mörgu þar sem niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tollverðir upplifi alvarlegar áskoranir við greiningarvinnu og tolleftirlit. Má þar nefna manneklu, skort á fræðslu og þjálfun, vöntun og þörf á endurnýjun tækjabúnaðar, upplýsingaóreiðu og skort á samskiptum innan stofnunar, léleg gæði gagna sem berast tollgæslu og skort á fjármagni til að styrkja tollgæslu. "Áberandi sjónarmið sem birtist í viðtölunum var að tollverðir telja sýnileika tollgæslu mikilvægan, bæði á vettvangi og í fjölmiðlum. Þetta sjónarmið kom fram í tengslum við möguleg fælingaráhrif tollgæslu og hvernig hægt sé að draga úr tækifærum til smygls. Áhugavert er að viðmælendur töldu eftirlitsþátt tollgæslunnar fá sífellt minni athygli, bæði innan stofnunar og utan. Afleiðingar þess geta meðal annars verið að almenningur er ekki upplýstur um störf tollgæslu og mikilvægt hlutverk hennar við að vernda samfélagið, þar af leiðandi myndast ekki þrýstingur á stjórnvöld með fjárveitingar til að efla tollgæslu.“ Hún segir niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tækifæri til ólöglegs innflutnings hættulegs varnings séu næg hérlendis og samkvæmt kenningum sem rannsóknin byggði á þá eykur það tíðni slíkra afbrota. „Tækifæri til umbóta innan tollgæslu eru mikil en til þess þarf vilja stjórnvalda og fjármagn.“ Greina má ákveðna uppgjöf meðal tollvarða yfir ástandinu og voru viðmælendur sem lýstu áhugaleysi yfirstjórnar, eða þeirri tilfinningu að öllum sé sama um tollverði og þá vinnu sem þeir sinna. Segist Birna vona að rannsóknin verði til þess að auka skilning stjórnenda og stjórnvalda á viðhorfum tollvarða á þeim áskorunum sem þeir upplifa við störf sín og finni leiðir til að efla tollgæslu. „Þetta er umhugsunarvert og skal ekki undra að tollverðir nefni vanlíðan í vinnu og neikvæðan móral. Þrátt fyrir framangreint upplifa tollverðir starf sitt mikilvægt og hafa gaman af vinnu sinni. Þeir segja tollverði almennt duglega og þrjóska auk þess sem tollgæslan búi yfir góðum kjarna starfsfólks sem sé einn helsti styrkleiki tollgæslunnar.“ Tollgæslan Skattar og tollar Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Tollverðir upplifi miklar áskoranir við störf sín. Þeir upplifa manneklu, mikinn skort á fræðslu og endurmenntun, vöntun á tækjabúnaði á mikilvægum stöðum, þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og ákveðna upplýsingaóreiðu þar sem upplýsingaflæði og samskiptum innan stofnunar virðist vera ábótavant. Þá telja þeir að auka þurfi sýnileika tollgæslu bæði á vettvangi og í fjölmiðlum til að auka fælingaráhrif tollgæslunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Birna Friðfinnsdóttir framkvæmdi vegna lokaverkefnis til MA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í tengslum við rannsóknina tók Birna viðtöl átta tollverði, þrjár konur og fimm karlmenn, með starfsstöðvar í Klettagörðum, á Keflavíkurflugvelli og á landsbyggð. Hundarnir hafa fælingamátt Tollgæsla hefur aldrei verið eins veik og hún er núna, eða hreinlega brothætt að sögn eins viðmælanda rannsóknarinnar. Hann telur að eftir sameiningu tollstjóra og ríkisskattstjóra og eftir skipulagsbreytingar sem voru fyrir nokkrum árum hafi tollgæsla veikst. Fíkniefnasmygl virðist vera illa skipulagt og burðardýr mörg hver með feril sem kallar á athygli og veltir hann fyrir sér hvort hugsanlega séu þeir sem standa að skipulagi smygls ekki með áhyggjur af því að varningur verði haldlagður. Annar viðmælandi rannsóknarinnar segir þetta misjafnt en flest burðardýr sem hafa komið undanfarið hafi ekki verið vel undirbúin. Þetta geta verið ákveðnar vísbendingar um að fælingaráhrif tollgæslu séu ekki mikil núna eða að minnsta kosti gætu verið meiri. Margir tollvarðanna nefna hunda sem fælingarmátt enda eru þeir oft áberandi þar sem þeir eru. Ein úr hópnum orðar það svo. „Ef við erum öflug tollgæsla þá verður væntanlega fælingarmátturinn meiri og fólk hugsar sig tvisvar um.“ Í viðtölunum sem tekin voru í tengslum við rannsóknina kemur skýrt fram að sýnileiki tollgæslu er talinn geta haft áhrif á fælingarmátt tollgæslu, það er að ef tollgæsla er sýnileg á vettvangi og í fjölmiðlum geti það fælt fólk frá því að taka áhættuna á ólöglegum innflutningi.Jóhann K. Upplifa ekki samkennd á meðal almennings Í viðtölunum sem tekin voru í tengslum við rannsóknina kemur skýrt fram að sýnileiki tollgæslu er talinn geta haft áhrif á fælingarmátt tollgæslu, það er að ef tollgæsla er sýnileg á vettvangi og í fjölmiðlum geti það fælt fólk frá því að taka áhættuna á ólöglegum innflutningi. Þá var áberandi var í viðtölunum að tollverðir telja sýnileika tollgæslu mikilvægan, bæði á vettvangi og í fjölmiðlum. Upplifun tollvarða er að auka þurfi mannskap og hafa hann sýnilegan, að fólk viti að tollverðir eru að nota tækjabúnað, séu með hunda og gott eftirlit. Einnig er talið mikilvægt að fjalla um störf tollgæslu og árangur svo samfélagið geri sér betur grein fyrir mikilvægi tollgæslu við að vernda samfélagið. Einn viðmælandi bendir á að fjármála- og efnahagsráðherra vekur ekki athygli á málefnum tollgæslunnar nema þá í tengslum við innheimtu eða skattamál, að tollgæslan virðist vera ósýnilegur þáttur. Annar viðmælandi upplifir að tollverðir eigi enga samkennd meðal almennings og þar af leiðandi myndist heldur enginn þrýstingur á stjórnvöld með fjárveitingar. Það skortir kynningu á störfum tollgæslu. „Ef við höfum ekki samkennd hjá fólki í landinu þá getum við átt mjög erfitt uppdráttar. Þannig að það vantar alla kynningu hjá okkur, hvað í raun tollurinn er að gera. Þetta hefur aldrei verið, við eigum alltaf að vera einhvern vegin í skugga annarra. Vinna bakvið tjöldin.“ Upplifa sig ósýnileg Fram kemur í ritgerðinni að lögregla sé mun sýnilegri opinberlega en tollgæslan, þar sem hún lætur vita af því sem er að gerast við störf þeirra og að tollgæslan geti tekið sér lögreglu til fyrirmyndar þegar kemur að þessu, að upplýsa samfélagið um störf tollgæslunnar og árangur til að auka fælingaráhrif og einnig svo það skapist meira traust. Til að mynda eru Svíar og Norðmenn á Instagram og með sjónvarpsþætti um tolleftirlit. Tollverðir virðast ekki upplifa sig nægilega sýnilega á vettvangi. „Við erum ekki með neitt. Það er ekkert í gangi, það veit aldrei neinn af okkur,“ segir einn viðmælandinn úr hópnum. Annar segist ekki vita hver stefnan er þar. „Það var á tímabili að við máttum eiginlega ekki sjást og ég hef alveg heyrt fólk segja við mig „hvar eruð þið eiginlega? Maður sér aldrei tollvörð.“ Ég veit ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt.“ Á meðal þess sem tekið er fram í ritgerðinni er að með alþjóðavæðingu hefur vöruflæði yfir landamæri aukist og um leið ólögleg viðskipti og ólöglegt vöruflæði yfir landamæri. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi frá 2021 kemur fram að íslenskur fíkniefnamarkaður er farinn að líkjast þeim evrópska og að aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er gott. Íslenskir brotamenn búsettir erlendis hafa myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, meðal annars. í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Hreinleiki fíkniefna hefur aukist en verð haldist nokkuð stöðugt en aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum og tæknibreytingar í fíkniefnaviðskiptum, með notkun smáforrita og samfélagsmiðla, er talið meðal þess sem stuðlar að þessum breytingum. Samhliða hefur hlutverk tollgæslu þróast í samræmi við það, frá því að innheimta gjöld yfir í sífellt mikilvægara hlutverk við að tryggja umhverfi, heilsu og öryggi í samfélaginu. Verkefni tollgæslu og lögreglu verða sífellt flóknari með auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi hérlendis sem og í löndunum í kringum okkur. Fyrirhugað er að efla varnir lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi og er gert ráð fyrir því í fjárlögum fyrir árið 2023. Þróun hérlendis virðist benda til þess að aukin harka sé í undirheimunum, vopn eru orðin sýnilegri og nóg framboð virðist vera á fíkniefnum. Það er ekki vilji samfélagsins að frjálst flæði sé af fíkniefnum og annars hættulegs varning til landsins sem auðveldar skipulögðum glæpahópum að stunda hér ólögleg viðskipti. Í þessu samhengi er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé geta tollgæslu til að bregðast við þessari þróun, hverjar séu helstu áskoranirnar og hvernig hægt sé að efla eftirlitið. Á tímabilinu 2013 til 2019 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi og var það töluverð áskorun fyrir lögreglu og tollgæslu. Í heimsfaraldri kórónuveiru varð samdráttur í komu ferðamanna og átti það einnig við um póst- og vörusendingar sem urðu fyrir töfum í heimsfaraldrinum eftir aukningu á undanförnum árum. Fyrirtækjum sem annast flutning farþega og vöru til og frá landinu er skylt að afhenda upplýsingar sem nýtast við tolleftirlit. Þrátt fyrir það berast tollgæslu ekki gögn um alla farþega sem ferðast til og frá landinu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi (2021) kemur fram að tollvörðum hefur fækkað og að yfirtollverðir telji undirmönnun tollgæslu vera vandamál. Í tengslum við fjölmiðla virðast tollverðir bæði telja þörf á því að auka umfjöllun um störf tollgæslu svo almenningur sé upplýstur um mikilvægi starfa þeirra og einnig að fjalla um árangur. Sýnileiki innan stofnunar sem nú er orðið fjölmennur vinnustaður með fjölbreytt hlutverk virðist einnig skipta máli eins og birtist í upplifun tollvarða af því að skipta ekki máli og að æðstu stjórnendum sé sama um tollgæsluna. Einn tollvörður sem rætt var við lýsir upplifun tollvarða um að þeir skipti ekki máli innan stofnunarinnar, að yfirstjórnin hugsi ekki um tollverði og tollgæslu: „Þess vegna finnst mér það svo leiðinlegt og sorglegt að við séum ekki meira metin af okkar þá æðstu stjórnendum, ég meina við sjáum okkar stjórnendur aldrei. Þegar talað er um Skattinn er talað um skattinn en aldrei tollgæslu. Við finnum það öll að það er eins og að við skiptum ekki máli. Enda ber það líka alveg merki, það vantar allt en við vitum það líka að það er niðurskurður og við tökum þátt í því eins og allir aðrir væntanlega." En þetta er líka kannski bara orðið þreytt. Hvernig tollgæsla viljum við vera? Ætlum við að bara vera nafnið eitt eða ætlum við að vera öflug tollgæsla. Viljum við ekki vera það út á við líka? Ef við erum öflug tollgæsla þá verður væntanlega fælingarmátturinn meiri og fólk hugsar sig tvisvar um.“ Mannekla og úreltur búnaður Viðmælendur í rannsókninni upplifa mikla vöntun á mannskap, bæði þegar kemur að greiningum og tolleftirliti. Það kemur ítrekað fram í tengslum við ýmis umræðuefni, svo sem innri þætti sem hafa áhrif á greiningar og tolleftirlit, veikleika tollgæslu, sýnileika og fælingaráhrif. Einn viðmælandi úr hópnum kemur inn á það að mjög margir geta hætt sökum aldurs á næstu árum og því er nauðsyn að huga að endurnýjun. Tollgæslan virðist einnig vera að missa fólk sem komið er með reynslu og þekkingu vegna þess að tollskólinn hefur verið óvirkur. Jafnframt kemur fram að á Keflavíkurflugvelli komi tímabil yfir sólarhringinn þar sem tollverðir ná ekki að manna alla pósta og við það myndast göt í eftirlitinu. Farþegafjöldinn er sagður vera mjög mikill og ekki sé verið að fjölga starfsfólki í samræmi við það og það verði sennilega ekki gert. Einn úr hópnum nefnir manneklu í tengslum við árangur tollgæslu sem hann telur ágætan en alltaf megi gera betur, manneklan sé einn af þeim þáttum sem hefur áhrif en hún hafi verið gríðarleg undanfarin ár sem hefur „kannski verið akkilesarhællinn.“ Viðmælendur í rannsókninni upplifa mikla vöntun á mannskap, bæði þegar kemur að greiningum og tolleftirliti. Það kemur ítrekað fram í tengslum við ýmis umræðuefni, svo sem innri þætti sem hafa áhrif á greiningar og tolleftirlit, veikleika tollgæslu, sýnileika og fælingaráhrif.Anton Brink Einnig kemur fram að farþegafjöldi sem kemur til landsins er mikill en einnig er farmflutningur mikill og einungis hægt að skoða mjög lítinn hluta þess sem kemur til landsins. Einn viðmælandinn lýsir ástandinu hvað þetta varðar. „Það eru fleiri gámar að koma og hvað ætlum við þá að draga úr tolleftirliti af því að það eru fleiri gámar að koma. Það er miklu meira flæði vöru og hvað gerum við, fækkum tollvörðum og tækjabúnaður verður úreltur.“ Merki um uppgjöf „Í sjálfu sér var ekki margt varðandi áskoranir tollgæslu sem kom á óvart þar sem ég vinn í þessu umhverfi,“ segir Birna í samtali við Vísi. Sjálf hefur Birna unnið sem tollvörður í um 15 ár, setið í stjórn Tollvarðafélags Íslands og verið formaður þess um tíma. Hún segir ljóst að huga þurfi að mörgu þar sem niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tollverðir upplifi alvarlegar áskoranir við greiningarvinnu og tolleftirlit. Má þar nefna manneklu, skort á fræðslu og þjálfun, vöntun og þörf á endurnýjun tækjabúnaðar, upplýsingaóreiðu og skort á samskiptum innan stofnunar, léleg gæði gagna sem berast tollgæslu og skort á fjármagni til að styrkja tollgæslu. "Áberandi sjónarmið sem birtist í viðtölunum var að tollverðir telja sýnileika tollgæslu mikilvægan, bæði á vettvangi og í fjölmiðlum. Þetta sjónarmið kom fram í tengslum við möguleg fælingaráhrif tollgæslu og hvernig hægt sé að draga úr tækifærum til smygls. Áhugavert er að viðmælendur töldu eftirlitsþátt tollgæslunnar fá sífellt minni athygli, bæði innan stofnunar og utan. Afleiðingar þess geta meðal annars verið að almenningur er ekki upplýstur um störf tollgæslu og mikilvægt hlutverk hennar við að vernda samfélagið, þar af leiðandi myndast ekki þrýstingur á stjórnvöld með fjárveitingar til að efla tollgæslu.“ Hún segir niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tækifæri til ólöglegs innflutnings hættulegs varnings séu næg hérlendis og samkvæmt kenningum sem rannsóknin byggði á þá eykur það tíðni slíkra afbrota. „Tækifæri til umbóta innan tollgæslu eru mikil en til þess þarf vilja stjórnvalda og fjármagn.“ Greina má ákveðna uppgjöf meðal tollvarða yfir ástandinu og voru viðmælendur sem lýstu áhugaleysi yfirstjórnar, eða þeirri tilfinningu að öllum sé sama um tollverði og þá vinnu sem þeir sinna. Segist Birna vona að rannsóknin verði til þess að auka skilning stjórnenda og stjórnvalda á viðhorfum tollvarða á þeim áskorunum sem þeir upplifa við störf sín og finni leiðir til að efla tollgæslu. „Þetta er umhugsunarvert og skal ekki undra að tollverðir nefni vanlíðan í vinnu og neikvæðan móral. Þrátt fyrir framangreint upplifa tollverðir starf sitt mikilvægt og hafa gaman af vinnu sinni. Þeir segja tollverði almennt duglega og þrjóska auk þess sem tollgæslan búi yfir góðum kjarna starfsfólks sem sé einn helsti styrkleiki tollgæslunnar.“
Á meðal þess sem tekið er fram í ritgerðinni er að með alþjóðavæðingu hefur vöruflæði yfir landamæri aukist og um leið ólögleg viðskipti og ólöglegt vöruflæði yfir landamæri. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi frá 2021 kemur fram að íslenskur fíkniefnamarkaður er farinn að líkjast þeim evrópska og að aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er gott. Íslenskir brotamenn búsettir erlendis hafa myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, meðal annars. í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Hreinleiki fíkniefna hefur aukist en verð haldist nokkuð stöðugt en aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum og tæknibreytingar í fíkniefnaviðskiptum, með notkun smáforrita og samfélagsmiðla, er talið meðal þess sem stuðlar að þessum breytingum. Samhliða hefur hlutverk tollgæslu þróast í samræmi við það, frá því að innheimta gjöld yfir í sífellt mikilvægara hlutverk við að tryggja umhverfi, heilsu og öryggi í samfélaginu. Verkefni tollgæslu og lögreglu verða sífellt flóknari með auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi hérlendis sem og í löndunum í kringum okkur. Fyrirhugað er að efla varnir lögreglu gegn skipulagðri brotastarfsemi og er gert ráð fyrir því í fjárlögum fyrir árið 2023. Þróun hérlendis virðist benda til þess að aukin harka sé í undirheimunum, vopn eru orðin sýnilegri og nóg framboð virðist vera á fíkniefnum. Það er ekki vilji samfélagsins að frjálst flæði sé af fíkniefnum og annars hættulegs varning til landsins sem auðveldar skipulögðum glæpahópum að stunda hér ólögleg viðskipti. Í þessu samhengi er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé geta tollgæslu til að bregðast við þessari þróun, hverjar séu helstu áskoranirnar og hvernig hægt sé að efla eftirlitið. Á tímabilinu 2013 til 2019 fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi og var það töluverð áskorun fyrir lögreglu og tollgæslu. Í heimsfaraldri kórónuveiru varð samdráttur í komu ferðamanna og átti það einnig við um póst- og vörusendingar sem urðu fyrir töfum í heimsfaraldrinum eftir aukningu á undanförnum árum. Fyrirtækjum sem annast flutning farþega og vöru til og frá landinu er skylt að afhenda upplýsingar sem nýtast við tolleftirlit. Þrátt fyrir það berast tollgæslu ekki gögn um alla farþega sem ferðast til og frá landinu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi (2021) kemur fram að tollvörðum hefur fækkað og að yfirtollverðir telji undirmönnun tollgæslu vera vandamál.
Tollgæslan Skattar og tollar Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira