Björgvin Páll skammar fjölmiðla: „Stærstu miðlarnir farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 13:31 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, tekur íslenska fjölmiðlamenn á teppið í færslu á Facebook. Hann kallar eftir „standard“ í umfjöllun fjölmiðla. Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland! Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira