Segir mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt kjarasamninga Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 13:41 Heiðrún Lind segir SFS hafa komið til mót við vel flestar kröfur stéttarfélagana. Vísir/Vilhelm Það eru mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Erfitt sé að fullyrða um hvaða atriði það voru sem urðu til þess að kjarasamningurinn hafi verið felldur. Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira