„Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 20:56 Sara er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Vísir/Ívar Fannar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn, í 95. sinn, í kvöld. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks og er hún talin sérstaklega sigurstrangleg. Hollywoodstjörnurnar munu ganga rauða dregilinn fyrir óskarsverðlaunahátíðina klukkan ellefu í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Kvikmyndin Everything Everywhere all at once er talin sérstaklega sigurstrangleg en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna. Önnur mynd sem hefur sópað til sín tilnefningum er Banshees of Inisherin en hún er tilnefnd til níu verðlauna. „Árið í ár er mjög sterkt, í raun og veru sterkara en í fyrra og ég er mjög peppuð yfir því. Mér finnst til dæmis eins og Besta kvikmynd, sem er með tíu kvikmyndum, að það er rosa mikil breidd í þessum flokki. Ég hef varla séð svona breidd áður, “ segir Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður, sem mun lýsa hátíðinni í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Hún telur líklegt að Everything Everywhere all at once taki verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina í það minnsta. Í mörgum flokkum sé mjög tvísýnt hver taki verðlaunin, enda árið sérstaklega sterkt. „Mér finnst þetta ekki vera Óskar sem er í hendi. Oft hef ég verið með skjal, sem er með öllum flokkunum og við höfum verið í partýum að haka við [þá sem við teljum sigurvegara]. Þetta er slatti af flokkum og ég hef stundum verið með eitt vittlaust, og það hefur kannski verið Stutt heimildarmyndarflokkurinn eða eitthvað,“ segir Dröfn. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til verðlauna í flokknum Besta stutta teiknimyndin, fyrir myndina My Year of Dicks. Hljóti hún verðlaunin verður hún önnur Íslendinga til þess eftir að Hildur Guðnadóttir tók styttuna fyrir bestu tónlistina árið 2020. „Ég held að Íslendingurinn, hún Sara Gunnars, ég finn fyrir töluverðum hita í hlaðvörpum og frá sérfræðingum og það er skriðþungi með myndinni hennar, My Year of Dicks. Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld,“ segir Dröfn. Óskarsverðlaunin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38 „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Hollywoodstjörnurnar munu ganga rauða dregilinn fyrir óskarsverðlaunahátíðina klukkan ellefu í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Kvikmyndin Everything Everywhere all at once er talin sérstaklega sigurstrangleg en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna. Önnur mynd sem hefur sópað til sín tilnefningum er Banshees of Inisherin en hún er tilnefnd til níu verðlauna. „Árið í ár er mjög sterkt, í raun og veru sterkara en í fyrra og ég er mjög peppuð yfir því. Mér finnst til dæmis eins og Besta kvikmynd, sem er með tíu kvikmyndum, að það er rosa mikil breidd í þessum flokki. Ég hef varla séð svona breidd áður, “ segir Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður, sem mun lýsa hátíðinni í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Hún telur líklegt að Everything Everywhere all at once taki verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina í það minnsta. Í mörgum flokkum sé mjög tvísýnt hver taki verðlaunin, enda árið sérstaklega sterkt. „Mér finnst þetta ekki vera Óskar sem er í hendi. Oft hef ég verið með skjal, sem er með öllum flokkunum og við höfum verið í partýum að haka við [þá sem við teljum sigurvegara]. Þetta er slatti af flokkum og ég hef stundum verið með eitt vittlaust, og það hefur kannski verið Stutt heimildarmyndarflokkurinn eða eitthvað,“ segir Dröfn. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til verðlauna í flokknum Besta stutta teiknimyndin, fyrir myndina My Year of Dicks. Hljóti hún verðlaunin verður hún önnur Íslendinga til þess eftir að Hildur Guðnadóttir tók styttuna fyrir bestu tónlistina árið 2020. „Ég held að Íslendingurinn, hún Sara Gunnars, ég finn fyrir töluverðum hita í hlaðvörpum og frá sérfræðingum og það er skriðþungi með myndinni hennar, My Year of Dicks. Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld,“ segir Dröfn.
Óskarsverðlaunin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38 „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00
Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38
„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04