Menning

Japanskur Nóbels­verð­launa­hafi í bók­menntum látinn

Atli Ísleifsson skrifar
KKenzaburō Ōe hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1994.
KKenzaburō Ōe hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1994. AP

Japanski rithöfundurinn Kenzaburō Ōe, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1994, er látinn. Hann varð 88 ára gamall.

AP segir frá því að Ōe hafi verið annar Japaninn til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á eftir Yasunari Kawabata sem hlaut verðlaunin árið 1968.

Í bókum sínum fjallaði Ōe meðal annars um fatlaðan son sinn, friðarboðskap og minningar sínar frá eftirstríðsárunum í Japan.

Útgefandi Ōe tilkynnti um andlátið í gær, en fram kemur að hann hafi andast þann 3. mars síðastliðinn.

Í umfjöllun um Ōe segir að hann hafi fæðst í janúar 1935 í smábæ á japönsku eyjunni Shikoku. Hann stundaði nám í frönskum bókmenntum við Tókýó-háskóla og hóf ritferil sinn með því að skrifa leikrit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×