10 ár frá lögfestingu Barnasáttmálans Þóra Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:01 13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar! Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Drjúgur þáttur í starfsemi Barnaheilla er fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum. Samtökin byggja þá vinnu aðallega á 19. og 34. grein Barnasáttmálans, sem báðar kveða á um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi, en margar aðrar greinar sáttmálans skipta miklu máli svo börn njóti réttar síns til að vera vernduð gegn ofbeldi. Á 10 ára lögfestingarafmæli Barnasáttmálans má spyrja hvað hafi áunnist. Fyrir fólk almennt úti í samfélaginu kann það að virðast harla lítið, því enn má heyra og lesa erfiðar sögur af ofbeldi sem börn verða fyrir, hvort sem er á heimilum sínum, í skólum, á stofnunum öðrum, eða annars staðar. En ef litið er til breytinga sem hafa orðið og eru að verða á lögum og framkvæmd á þjónustu við börn er augljóst að mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í garð réttinda barna. Því ber að fagna og það ákaft. Með breyttum og jákvæðari viðhorfum til barna og réttinda þeirra skapast frjósamur jarðvegur til að rækta betra umhverfi fyrir börn til að vaxa og þroskast í, blómstra! Það sem mestu skiptir er aukin meðvitund á meðal starfsfólks skóla, foreldra og ekki síst barnanna sjálfra. Fræðslu- og forvarnaverkefni Barnaheilla; Verndarar barna, Vinátta og Skoh fræðslan, hafa náð til fjölda skólastarfsfólks, foreldra og barna. Öll verkefnin veita fræðslu um hvernig megi koma auga á merki um að ofbeldi eigi sér stað, hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og jafnframt hvernig megi bregðast við á styðjandi hátt ef barn segir frá ofbeldi. Það er til mikils að vinna ef hægt er að koma í veg fyrir að barn verði fyrir ofbeldi eða beiti önnur börn ofbeldi. Munum við einhvern tímann geta skapað ofbeldislaust samfélag? Það mun eflaust taka einhverjar kynslóðir í viðbót. En við erum komin á sporið. Þegar við öll höfum lært að iðka mannréttindi barna í daglegu lífi verðum við farin að nálgast það að hlífa börnum með öllu við ofbeldi. Það er falleg framtíðarsýn. Barnaheill hvetja öll sem umgangast börn og ekki síður börnin sjálf að fræðast um Barnasáttmálann og læra að tileinka sér hugmyndir hans og viðhorf og sameinast þannig um vernd barna gegn ofbeldi. Á vefsíðunni www.barnasattmali.is má fræðast um mannréttindi barna, allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar! Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Drjúgur þáttur í starfsemi Barnaheilla er fræðsla um forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum. Samtökin byggja þá vinnu aðallega á 19. og 34. grein Barnasáttmálans, sem báðar kveða á um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi, en margar aðrar greinar sáttmálans skipta miklu máli svo börn njóti réttar síns til að vera vernduð gegn ofbeldi. Á 10 ára lögfestingarafmæli Barnasáttmálans má spyrja hvað hafi áunnist. Fyrir fólk almennt úti í samfélaginu kann það að virðast harla lítið, því enn má heyra og lesa erfiðar sögur af ofbeldi sem börn verða fyrir, hvort sem er á heimilum sínum, í skólum, á stofnunum öðrum, eða annars staðar. En ef litið er til breytinga sem hafa orðið og eru að verða á lögum og framkvæmd á þjónustu við börn er augljóst að mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í garð réttinda barna. Því ber að fagna og það ákaft. Með breyttum og jákvæðari viðhorfum til barna og réttinda þeirra skapast frjósamur jarðvegur til að rækta betra umhverfi fyrir börn til að vaxa og þroskast í, blómstra! Það sem mestu skiptir er aukin meðvitund á meðal starfsfólks skóla, foreldra og ekki síst barnanna sjálfra. Fræðslu- og forvarnaverkefni Barnaheilla; Verndarar barna, Vinátta og Skoh fræðslan, hafa náð til fjölda skólastarfsfólks, foreldra og barna. Öll verkefnin veita fræðslu um hvernig megi koma auga á merki um að ofbeldi eigi sér stað, hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og jafnframt hvernig megi bregðast við á styðjandi hátt ef barn segir frá ofbeldi. Það er til mikils að vinna ef hægt er að koma í veg fyrir að barn verði fyrir ofbeldi eða beiti önnur börn ofbeldi. Munum við einhvern tímann geta skapað ofbeldislaust samfélag? Það mun eflaust taka einhverjar kynslóðir í viðbót. En við erum komin á sporið. Þegar við öll höfum lært að iðka mannréttindi barna í daglegu lífi verðum við farin að nálgast það að hlífa börnum með öllu við ofbeldi. Það er falleg framtíðarsýn. Barnaheill hvetja öll sem umgangast börn og ekki síður börnin sjálf að fræðast um Barnasáttmálann og læra að tileinka sér hugmyndir hans og viðhorf og sameinast þannig um vernd barna gegn ofbeldi. Á vefsíðunni www.barnasattmali.is má fræðast um mannréttindi barna, allra barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun