Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 14:43 Hugh Grant í Óskarsverðlauna eftirpartýinu í gær. Getty/Stefanie Keenan Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk. Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hugh Grant virtist ekki vera ýkja spenntur þegar sjónvarpskonan Ashley Graham tók viðtal við hann á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Grant hefur verið gagnrýndur fyrir að vera leiðinlegur í svörunum sínum. Þegar Graham spurði Grant hvort hann væri spenntur fyrir því að sjá einhverja ákveðna mynd fá verðlaun eða hvort hann héldi með einhverjum ákveðnum á hátíðinni. „Nei, ekki neinum sérstökum,“ sagði Grant við því. Því næst spurði Graham hvaðan jakkafötin hans væru. „Bara jakkafötunum mínum.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í færslunni hér fyrir neðan. hugh grant wants no part of this dumb shit pic.twitter.com/uBQ70QcZGf— Timothy Burke (@bubbaprog) March 12, 2023 Undir lokin vildi Graham tala um hlutverk Grant í kvikmyndinni Glass Onion. Grant benti þá á að hann fer ekki með stórt hlutverk í þeirri mynd. „Ég er varla í henni. Ég er í henni í um það bil þrjár sekúndur.“ Í kjölfarið spurði Graham hvort Grant hafi ekki fundist skemmtilegt að mæta og vera með í myndinni. „Næstum því,“ sagði Grant við því. And the Oscar for the guy who totally doesn't want to be there goes to Hugh Grant. #Oscars pic.twitter.com/Gq6Q3n1EEU— Lance Ulanoff (@LanceUlanoff) March 12, 2023 Ekki sammála hvort þeirra eigi sökina Netverjar eru, sem fyrr segir, ekki sammála um það hvort sökin sé á Grant eða Graham. Hluti vill meina að Grant sé andstyggilegur í viðtalinu en svo er annað fólk á því að Graham hefði átt að spyrja betri spurninga. Það væri til dæmis furðulegt að tala við hann um Glass Onion því hann fer með svo lítið hlutverk í þeirri mynd. „Hann var svo dónalegur við hana, engin þörf á því,“ segir til að mynda einn netverji á samfélagsmiðlinum Twitter. Annar netverji segir þó að Graham hefði til dæmis átt að spila betur inn á svörin hans og sleppa því að tala um svona lítið hlutverk.
Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira