Telja sig komna á slóð byssumanns Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 18:05 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn telur lögreglu vera komna á slóð byssumannsins. Vísir/Arnar Lögregla er komin á slóð byssumanns sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn verði handtekinn áður en langt um líður. Leit að manninum hefur nú staðið yfir í sólarhring en hann fór inn á skemmtistaðinn Dubliner um sjö leytið í gærkvöldi og átti þar í einhverjum orðaskiptum áður en hann hleypti af einu skoti við barinn. Maðurinn stakk svo af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í allan dag en lögregla telur sig nú komna á sporið. „Við teljum okkur vera að nálgast það að átta okkur á hver þarna er á ferðinni og eftir atvikum þá að handtaka hann,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Svo þú telur að það sé að styttast í það? „Ég tel að það fari að styttast í það að við séum með upplýsingar sem nægi til að finna út úr hver hafi verið þarna á ferðinni.” Klippa: Lögreglan komin á slóð byssumanns Útilokar ekki að málið tengist hnífaárás á Bankastræti Club Umræða hefur skapast í dag um hvort málið tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club í lok síðasta árs. Grímur vill ekki staðfesta það en útilokar það þó ekki. „Þetta er bara hluti af því sem við erum með til rannsóknar, hvort þetta tengist öðrum málum sem hafa komið upp. Þetta vekur athygli náttúrulega, að það sé verið að nota skotvopn með þessum hætti. Það hefur kannski ekki alveg verið það sem við eigum að venjast hér en hvort þetta tengist einhverjum öðrum erjum fólks kemur þá bara í ljós við rannsóknina ef svo er.“ „Í okkar huga er hann hættulegur” Grímur segir lögreglu hafa borist fjöldinn allur af ábendingum og vísbendingum sem verið sé að fylgja eftir. Þá segir hann augljóst að um hættulegan einstakling sé að ræða. „Já, við teljum að það kunni að stafa af manni hætta sem hagar sér með þessum hætti, að hleypa af skotvopni innandyra inni á skemmtistað eða veitingastað svo í okkar huga er hann hættulegur.” Viltu hvetja manninn til að gefa sig fram? „Að sjálfsögðu. Það væri bara langbest ef hann myndi sjá sóma sinn í því að koma og tala við okkur,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Eigendur Dubliner hafa ekki viljað tjá sig við fréttstofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar fréttamaður og tökumaður mættu á staðinn fyrr í dag var beiðni um viðtal hafnað auk þess sem ekki fékkst leyfi til þess að mynda aðstæður innandyra. Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09 Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Leit að manninum hefur nú staðið yfir í sólarhring en hann fór inn á skemmtistaðinn Dubliner um sjö leytið í gærkvöldi og átti þar í einhverjum orðaskiptum áður en hann hleypti af einu skoti við barinn. Maðurinn stakk svo af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í allan dag en lögregla telur sig nú komna á sporið. „Við teljum okkur vera að nálgast það að átta okkur á hver þarna er á ferðinni og eftir atvikum þá að handtaka hann,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Svo þú telur að það sé að styttast í það? „Ég tel að það fari að styttast í það að við séum með upplýsingar sem nægi til að finna út úr hver hafi verið þarna á ferðinni.” Klippa: Lögreglan komin á slóð byssumanns Útilokar ekki að málið tengist hnífaárás á Bankastræti Club Umræða hefur skapast í dag um hvort málið tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club í lok síðasta árs. Grímur vill ekki staðfesta það en útilokar það þó ekki. „Þetta er bara hluti af því sem við erum með til rannsóknar, hvort þetta tengist öðrum málum sem hafa komið upp. Þetta vekur athygli náttúrulega, að það sé verið að nota skotvopn með þessum hætti. Það hefur kannski ekki alveg verið það sem við eigum að venjast hér en hvort þetta tengist einhverjum öðrum erjum fólks kemur þá bara í ljós við rannsóknina ef svo er.“ „Í okkar huga er hann hættulegur” Grímur segir lögreglu hafa borist fjöldinn allur af ábendingum og vísbendingum sem verið sé að fylgja eftir. Þá segir hann augljóst að um hættulegan einstakling sé að ræða. „Já, við teljum að það kunni að stafa af manni hætta sem hagar sér með þessum hætti, að hleypa af skotvopni innandyra inni á skemmtistað eða veitingastað svo í okkar huga er hann hættulegur.” Viltu hvetja manninn til að gefa sig fram? „Að sjálfsögðu. Það væri bara langbest ef hann myndi sjá sóma sinn í því að koma og tala við okkur,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Eigendur Dubliner hafa ekki viljað tjá sig við fréttstofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar fréttamaður og tökumaður mættu á staðinn fyrr í dag var beiðni um viðtal hafnað auk þess sem ekki fékkst leyfi til þess að mynda aðstæður innandyra.
Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09 Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09
Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14