Fólk setti út á ótrúlegustu hluti en hann heldur ótrauður áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2023 22:25 James Einar Becker er stjórnandi Tork gaurs. Vísir/Vilhelm Önnur þáttaröð af bílaþættinum Tork gaur hefst á morgun hér á Vísi. James Einar Becker, stjórnandi þáttanna, segir fyrstu þáttaröðina hafa gengið vonum framan og að hann sé afar spenntur fyrir þeirri næstu. Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið. Tork gaur Bílar Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið.
Tork gaur Bílar Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp