Bílar

Banda­rískur villi­hestur sem hentar vel í ís­lenskar að­stæður

Bjarki Sigurðsson skrifar
James Einar Becker og Ford Bronco-inn sem hann prófar í nýjasta þættinum af Tork gaur.
James Einar Becker og Ford Bronco-inn sem hann prófar í nýjasta þættinum af Tork gaur. Vísir/James Einar

Önnur þáttaröð bílaþáttanna Tork gaur hefur göngu sína á Vísi í dag. Í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar er bandaríski jeppinn Ford Bronco tekinn fyrir. 

James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Ford Bronco bíllinn sem hann prófar í þættinum er einstaklega flottur og hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Bíllinn kemur á 35 tommu dekkjum og segir James að bíllinn sé fullkominn fyrir vélsleðaferðirnar eða veiðiferðirnar. 

Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér.

Klippa: Tork gaur - Ford Bronco Wildtrak

„Þessi bíll er svo skemmtilega „redneck“. Ég meina það á allra besta máta. Þegar ég vaknaði í morgun, leit út um gluggann og sá þennan bíl þá hugsaði ég að ég þyrfti að taka kúrekastígvélin úr hillunni og vera í þeim í dag,“ segir James. 

Allir takkar sem venjulega má finna á hurðum ökutækja, til dæmis til að opna rúður og læsa, eru staðsettir fyrir miðju bílsins. Það er vegna þess að hægt er að taka hurðirnar af vilji einhver vera aðeins meiri töffari á sumrin. 


Tengdar fréttir

Eini sinnar tegundar á landinu

Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti er Polestar 1 tekinn fyrir.






×