Fermingin er undirbúningur undir lífið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. mars 2023 07:30 Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið. Stærstu breytingarnar sem eiga sér stað eru þó ósýnilegar en um og eftir 12 ára aldur fara ungmenni að geta hugsað óhlutbundið og sjálfstætt, með hætti sem yngri börn ráða ekki við. Örar breytingar eru erfiðar og unglingsárin geta reynst hættulegur tími. Í tilfinningaróti unglingsára skapast hættan á því að ungt fólk taki rangar ákvarðanir með líf sitt. Uppalendur standa því frammi fyrir tveimur valkostum andspænis því verkefni að undirbúa börn sín undir unglingsárin og einungis önnur þeirra er fær. Sá fyrri er að leggja þeim lífsreglurnar með boðum og bönnum. Að segja þeim frá öllu því sem gæti komið fyrir og öllu því sem gæti farið úrskeiðis í lífi þeirra. Að halda þeim frá lífinu til að tryggja að ekkert komi fyrir. Þegar best lætur skilar sú leið öruggum ungmennum en hún skilar örugglega ungmennum sem eru hrædd við lífið. Seinni kosturinn er að sýna ungmennum með afgerandi hætti að þau eru elskuð og að þau tilheyra og treysta því að þau muni það þegar á reynir. Ungmenni sem upplifa sig elskuð munu taka ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu og ungmenni sem finna sig tilheyra munu leita eftir aðstoð og stuðningi þegar á þarf að halda. Þar kemur fermingin inn. Fermingin hefur það eina hlutverk að segja við ungmenni í orði og verki að það sé elskað og að það sé staðið með því í lífinu. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er flókið verkefni að vera manneskja og þegar ungmennin eru að hefja þá vegferð að taka ábyrgð á eigin lífi er blásið til veislu til að fagna því að þau séu til og elska þau í drasl! Það er ást í fermingarfötum, fermingargreiðslum, fermingarmyndatökum, fermingarveislum, fermingargjöfunum og þeim árnaðaróskum sem ástvinir miðla til unga fólksins. Með fermingunni er lagður grunnur að þeim ákvörðunum sem unga fólkið stendur frammi fyrir á árunum frá fermingu og fram á fullorðinsár. Allt þetta umstang er undirbúningur undir lífið. Þau sem velja að fermast í kirkju fá jafnframt að heyra að ástríkur Guð er með okkur í för á göngunni í gegnum lífið. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast ungmenni endurgjaldslaust. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Fermingar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Framundan eru fermingar og Fríkirkjan er full tilhlökkunar að fá að eiga hlutdeild í fermingardegi þeirra sem til okkar hafa leitað. Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið. Stærstu breytingarnar sem eiga sér stað eru þó ósýnilegar en um og eftir 12 ára aldur fara ungmenni að geta hugsað óhlutbundið og sjálfstætt, með hætti sem yngri börn ráða ekki við. Örar breytingar eru erfiðar og unglingsárin geta reynst hættulegur tími. Í tilfinningaróti unglingsára skapast hættan á því að ungt fólk taki rangar ákvarðanir með líf sitt. Uppalendur standa því frammi fyrir tveimur valkostum andspænis því verkefni að undirbúa börn sín undir unglingsárin og einungis önnur þeirra er fær. Sá fyrri er að leggja þeim lífsreglurnar með boðum og bönnum. Að segja þeim frá öllu því sem gæti komið fyrir og öllu því sem gæti farið úrskeiðis í lífi þeirra. Að halda þeim frá lífinu til að tryggja að ekkert komi fyrir. Þegar best lætur skilar sú leið öruggum ungmennum en hún skilar örugglega ungmennum sem eru hrædd við lífið. Seinni kosturinn er að sýna ungmennum með afgerandi hætti að þau eru elskuð og að þau tilheyra og treysta því að þau muni það þegar á reynir. Ungmenni sem upplifa sig elskuð munu taka ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu og ungmenni sem finna sig tilheyra munu leita eftir aðstoð og stuðningi þegar á þarf að halda. Þar kemur fermingin inn. Fermingin hefur það eina hlutverk að segja við ungmenni í orði og verki að það sé elskað og að það sé staðið með því í lífinu. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er flókið verkefni að vera manneskja og þegar ungmennin eru að hefja þá vegferð að taka ábyrgð á eigin lífi er blásið til veislu til að fagna því að þau séu til og elska þau í drasl! Það er ást í fermingarfötum, fermingargreiðslum, fermingarmyndatökum, fermingarveislum, fermingargjöfunum og þeim árnaðaróskum sem ástvinir miðla til unga fólksins. Með fermingunni er lagður grunnur að þeim ákvörðunum sem unga fólkið stendur frammi fyrir á árunum frá fermingu og fram á fullorðinsár. Allt þetta umstang er undirbúningur undir lífið. Þau sem velja að fermast í kirkju fá jafnframt að heyra að ástríkur Guð er með okkur í för á göngunni í gegnum lífið. Í Fríkirkjunni í Reykjavík fermast ungmenni endurgjaldslaust. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar