Erlent

Kínverjar opna fyrir erlendum gestum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kína hefur meira og minna verið lokað frá upphafi faraldursins.
Kína hefur meira og minna verið lokað frá upphafi faraldursins. AP Photo/Andy Wong

Kínverjar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir erlendum ferðamönnum á ný eftir kórónuveirufaraldurinn og taka breytingarnar gildi strax á morgun miðvikudag.

Þá geta allir sem hafa gilda vegabréfsáritun heimsótt landið auk þess sem ferðalangar frá ríkjum þar sem slíkrar áritunar er ekki krafist geta einnig sótt landið heim á ný. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum sem gefin var út í dag en þar er ekkert minnst á hvort ferðamenn þurfi að sýna fram á bólusetningu eða vottorð um að hafa fengið veiruna.

Kína er síðasta stóra ríki jarðar til að slaka á kröfum vegna kórónuveirunnar en í faraldrinum voru Kínverjar afar harðir í að loka landinu og heilu borgunum ef það var að skipta til að bæla niður faraldurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×