Katarar neita að hafa njósnað um leynifundi Infantino Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2023 11:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, ásamt Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emírnum af Katar. Alexander Hassenstein - FIFA/FIFA via Getty Images Katörsk stjórnvöld þvertaka fyrir að hafa njósnað um Gianni Infantino, forseta FIFA, á fundum hans með Michael Lauber, fyrrum ríkissaksóknara í Sviss. Infantino og Lauber sæta sakamálarannsókn vegna fundanna. Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino. HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino.
HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira