Einfaldað regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Bragi Þór Thoroddsen skrifar 14. mars 2023 12:30 Sumt dregur bara það versta fram í fólki. Skortur á peningum er eitt af því sem sálarlífið ræður illa við með auknum kröfum samfélagsins um fjárútlát. Það á bæði við einstaklinga og hóp fólks, fyrirtæki og heilu þjóðríkin. Það verður ekkert öðruvísi hér í Súðavíkurhreppi en annars staðar. Í fámennu sveitarfélagi hefur tekist til langs tíma að nurla saman nóg til að skrimta og reka sveitarfélag nokkuð myndarlega. Meðan ekkert var aðhafst í viðhaldi eigna eða mannvirkja var fókusinn á uppskeruna, að safna fyrir einhverju til að létta fólki lífið. Við erum að tala um uppbyggingu á iðnaðarsvæði og hafnargerð með tilheyrandi kostnaði. Atvinnulíf staðarins má muna sinn fífil fegurri þar sem kvótakerfið og fjárfestingar sem voru ekki endilega rangar, en rangt tímasettar, settu í gang keðju atvika sem leiddi til gjaldþrots stærsta vinnuveitandans. Framseljanlegar aflaheimildir hafa löngu horfið eða verið seldar frá staðnum og því er ekki um að ræða gjaldeyrisöflun eða hagstæð útflutningsviðskipti frá staðnum í eigu heimamanna. Blikur eru þó á lofti um uppbyggingu vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Snorrabúð er endurbyggð, dustað af sperrum og húðir viðraðar. Það skal tjalda og það myndarlega. Í síðustu skoðanakönnun Gallup er hins vegar stór meirihluti þjóðarinnar andsnúinn þessum áformum enda atlaga að villtum laxi og ósnortinni náttúru Vestfjarða. Sama ósnortna salta sjóinn og migið hefur verið í frá fyrstu byggð, dreginn trollum og plógum og gyrtur línu og netum. Og svívirtur með hvalveiðum Norðmanna þar til stofninn var útdauður. Fiskeldiskvíar eru fráleitt fyrsta skrefið í að marka Ísafjarðardjúp og örugglega ekki þau síðustu. Þá er það kalkið sem við erum að reyna að fá slætt upp af grunninu í Djúpi, enda eitt af því fáa sem veitt er dautt til þess að vinna úr því verðmæti; matvæli og áburð. En líklega hefði Súðavíkurhreppur frekar átt að bruðla með peninga, halda við eignum og innviðum - óskynsamlega og án fyrirsjáanlegra vandræða þar sem skuldsetning hefði sligað rekstur. Það er víða svo í rekstri sveitarfélaga - afkoma ársins neikvæð um tugi eða hundruði milljóna, skuldbreytingar og nýjar lántökur og endalaus vandræði. Það er nokkurn veginn meðaltal rekstrar 64 sveitarfélaga landsins. Það skekkir hins vegar þessa mynd alla þegar sveitarfélögin eru háð Jöfnunarsjóði með sína afkomu, módel sem rekið hefur verið í áratugi og orðið hluti af tekjum sveitarfélaga til langs tíma. Fyrir margt löngu virðist tilurði sjóðsins hafa gleymst, hlutverk hans og ástæður. En nú er boðaður tekjusamdráttur til Súðavíkurhrepps um 57% eða um 60 milljónir króna á ári. Það munar um minna og innrammar svona uþb fjárfestingargetu sveitarfélagsins á ársgrundvelli meðan allt gengur vel. En af hverju þessi samdráttur? Jú, það er verið að "einfalda regluverk sjóðsins" og gera hann gegnsærri og skilvirkari í hlutverk sitt. Merkilegt að hann veitir nú sem aldrei fyrr í millistór og stærri sveitarfélög en dregur saman útlát sín duglega til þeirra sem ekki ná viðmiði ráðherra um 250, 500 eða 1000 íbúa markið - og sér í lagi nær þetta með einum eða öðrum hætti til þeirra 20 sveitarfélaga sem stóðu í lappirnar og neituðu að láta þvinga sig til sameiningar með lögum. Og okkur er refsað fyrir ráðdeildina og fámennið - ekki smá, heldur harkalega - nóg til að það bíti. Eins og fyrri daginn - útgerðin sagði solong and thanks for all the Fish - kvóta ef það er nákvæmara. Ríkið dró saman seglin, lokaði starfsstöðvum sínum - bætti upp með Jöfnunarsjóði - en tók hann svo aftur með manngerðum stormi í formi "einföldunar regluverks". En þetta er kannski bara eins og að verða 18 - þú ert einn daginn fullorðinn og allt lítur öðru vísi út og þarf að takast á við lífið. Við þurfum þá bara að fullorðnast hér í Súðavíkurhreppi - segja okkur endanlega úr lögum við foreldrana og standa á eigin fótum. En því miður á þetta við um fleiri sveitarfélög landsins sem sett verða á hnén fjárhagslega með því að skrúfa fyrir fjármagn til þeirra gegnum Jöfnunarsjóðinn.Velta má upp spurningum í því samhengi: Þar sem 1000 íbúa markið var ekki lögfest eða sett sem viðmið í sveitarstjórnarlögum, þá viðurkennir löggjafinn í raun að það geti veirð til fámennari sveitarfélög? Þegar þessar nýju úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðsins bitna síðan þannig á fámennum sveitarfélögum, að þau eiga sér ekki neina von og eru í raun óstarfhæf; er löggjafinn þá ekki að ganga þvert á þenn skilning sem liggur í fyrri hluta spurningarinnar? Það er nú einu sinni svo að Jöfnunarsjóður hefur hlutverk og honum var ákvarðað hlutverk frá stofnun hans, en með tíð og tíma hefur hann misst sinn fókus, amk tímabundið. Svo ég vitni í vin sem starfaði innan sjóðsins til langs tíma: Regluverk sjóðsins getur aldrei verið einfalt ef það á að ná markmiðum að vera öryggisnet fyrir afkomu allra sveitarfélaga í landinu. Það er mjög einfalt að á meðan sveitarfélögin eru svo mismunandi sem raun ber vitni og á meðan verkefni þeirra eru svo margvísleg sem raun ber vitni þá hlýtur það líkan sem á að endurspegla raunveruleikann að vera margþætt og flókið. Það sama gildir um jöfnunarkefi sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum. Með manngerðum breytingum á sjóðnum til þess að ná betur utan um versnandi afkomu sveitarfélaga af „æskilegri“ og þóknanlegri stærð verður öðrum, sem voru léttari á jötunni refsað þannig að þau standa frami fyrir fjárhagslegum vandræðum sem fæst þeirra ráða við. Leyfi mér að hafa með þessari grein mynd sem birt var á miðlinum bb.is þar sem niðurstaðan í garð nokkurra sveitarfélaga birtist á blaði. Solong and thanks for all the Fish... Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sumt dregur bara það versta fram í fólki. Skortur á peningum er eitt af því sem sálarlífið ræður illa við með auknum kröfum samfélagsins um fjárútlát. Það á bæði við einstaklinga og hóp fólks, fyrirtæki og heilu þjóðríkin. Það verður ekkert öðruvísi hér í Súðavíkurhreppi en annars staðar. Í fámennu sveitarfélagi hefur tekist til langs tíma að nurla saman nóg til að skrimta og reka sveitarfélag nokkuð myndarlega. Meðan ekkert var aðhafst í viðhaldi eigna eða mannvirkja var fókusinn á uppskeruna, að safna fyrir einhverju til að létta fólki lífið. Við erum að tala um uppbyggingu á iðnaðarsvæði og hafnargerð með tilheyrandi kostnaði. Atvinnulíf staðarins má muna sinn fífil fegurri þar sem kvótakerfið og fjárfestingar sem voru ekki endilega rangar, en rangt tímasettar, settu í gang keðju atvika sem leiddi til gjaldþrots stærsta vinnuveitandans. Framseljanlegar aflaheimildir hafa löngu horfið eða verið seldar frá staðnum og því er ekki um að ræða gjaldeyrisöflun eða hagstæð útflutningsviðskipti frá staðnum í eigu heimamanna. Blikur eru þó á lofti um uppbyggingu vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Snorrabúð er endurbyggð, dustað af sperrum og húðir viðraðar. Það skal tjalda og það myndarlega. Í síðustu skoðanakönnun Gallup er hins vegar stór meirihluti þjóðarinnar andsnúinn þessum áformum enda atlaga að villtum laxi og ósnortinni náttúru Vestfjarða. Sama ósnortna salta sjóinn og migið hefur verið í frá fyrstu byggð, dreginn trollum og plógum og gyrtur línu og netum. Og svívirtur með hvalveiðum Norðmanna þar til stofninn var útdauður. Fiskeldiskvíar eru fráleitt fyrsta skrefið í að marka Ísafjarðardjúp og örugglega ekki þau síðustu. Þá er það kalkið sem við erum að reyna að fá slætt upp af grunninu í Djúpi, enda eitt af því fáa sem veitt er dautt til þess að vinna úr því verðmæti; matvæli og áburð. En líklega hefði Súðavíkurhreppur frekar átt að bruðla með peninga, halda við eignum og innviðum - óskynsamlega og án fyrirsjáanlegra vandræða þar sem skuldsetning hefði sligað rekstur. Það er víða svo í rekstri sveitarfélaga - afkoma ársins neikvæð um tugi eða hundruði milljóna, skuldbreytingar og nýjar lántökur og endalaus vandræði. Það er nokkurn veginn meðaltal rekstrar 64 sveitarfélaga landsins. Það skekkir hins vegar þessa mynd alla þegar sveitarfélögin eru háð Jöfnunarsjóði með sína afkomu, módel sem rekið hefur verið í áratugi og orðið hluti af tekjum sveitarfélaga til langs tíma. Fyrir margt löngu virðist tilurði sjóðsins hafa gleymst, hlutverk hans og ástæður. En nú er boðaður tekjusamdráttur til Súðavíkurhrepps um 57% eða um 60 milljónir króna á ári. Það munar um minna og innrammar svona uþb fjárfestingargetu sveitarfélagsins á ársgrundvelli meðan allt gengur vel. En af hverju þessi samdráttur? Jú, það er verið að "einfalda regluverk sjóðsins" og gera hann gegnsærri og skilvirkari í hlutverk sitt. Merkilegt að hann veitir nú sem aldrei fyrr í millistór og stærri sveitarfélög en dregur saman útlát sín duglega til þeirra sem ekki ná viðmiði ráðherra um 250, 500 eða 1000 íbúa markið - og sér í lagi nær þetta með einum eða öðrum hætti til þeirra 20 sveitarfélaga sem stóðu í lappirnar og neituðu að láta þvinga sig til sameiningar með lögum. Og okkur er refsað fyrir ráðdeildina og fámennið - ekki smá, heldur harkalega - nóg til að það bíti. Eins og fyrri daginn - útgerðin sagði solong and thanks for all the Fish - kvóta ef það er nákvæmara. Ríkið dró saman seglin, lokaði starfsstöðvum sínum - bætti upp með Jöfnunarsjóði - en tók hann svo aftur með manngerðum stormi í formi "einföldunar regluverks". En þetta er kannski bara eins og að verða 18 - þú ert einn daginn fullorðinn og allt lítur öðru vísi út og þarf að takast á við lífið. Við þurfum þá bara að fullorðnast hér í Súðavíkurhreppi - segja okkur endanlega úr lögum við foreldrana og standa á eigin fótum. En því miður á þetta við um fleiri sveitarfélög landsins sem sett verða á hnén fjárhagslega með því að skrúfa fyrir fjármagn til þeirra gegnum Jöfnunarsjóðinn.Velta má upp spurningum í því samhengi: Þar sem 1000 íbúa markið var ekki lögfest eða sett sem viðmið í sveitarstjórnarlögum, þá viðurkennir löggjafinn í raun að það geti veirð til fámennari sveitarfélög? Þegar þessar nýju úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðsins bitna síðan þannig á fámennum sveitarfélögum, að þau eiga sér ekki neina von og eru í raun óstarfhæf; er löggjafinn þá ekki að ganga þvert á þenn skilning sem liggur í fyrri hluta spurningarinnar? Það er nú einu sinni svo að Jöfnunarsjóður hefur hlutverk og honum var ákvarðað hlutverk frá stofnun hans, en með tíð og tíma hefur hann misst sinn fókus, amk tímabundið. Svo ég vitni í vin sem starfaði innan sjóðsins til langs tíma: Regluverk sjóðsins getur aldrei verið einfalt ef það á að ná markmiðum að vera öryggisnet fyrir afkomu allra sveitarfélaga í landinu. Það er mjög einfalt að á meðan sveitarfélögin eru svo mismunandi sem raun ber vitni og á meðan verkefni þeirra eru svo margvísleg sem raun ber vitni þá hlýtur það líkan sem á að endurspegla raunveruleikann að vera margþætt og flókið. Það sama gildir um jöfnunarkefi sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum. Með manngerðum breytingum á sjóðnum til þess að ná betur utan um versnandi afkomu sveitarfélaga af „æskilegri“ og þóknanlegri stærð verður öðrum, sem voru léttari á jötunni refsað þannig að þau standa frami fyrir fjárhagslegum vandræðum sem fæst þeirra ráða við. Leyfi mér að hafa með þessari grein mynd sem birt var á miðlinum bb.is þar sem niðurstaðan í garð nokkurra sveitarfélaga birtist á blaði. Solong and thanks for all the Fish... Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun