Dæmd í átta ára fangelsi fyrir að ljúga ítrekað um nauðganir Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2023 14:13 Eleanor Williams hefur verið dæmd í rúmlega átta ára fangelsi. Á myndinni til hægri má sjá Mohammed Ramzan, sem er einn þeirra sem hún sakaði ranglega um nauðgun. Lögreglan í Cumbria/AP Bresk kona hefur verið dæmd til átta og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ljúga því að henni hefði verið nauðgað og gerð að kynlífsþræl af asískum mönnum. Hún laug því einnig að aðrir menn hefðu brotið á sér kynferðislega. Hin 22 ára gamla Eleanor Williams er sögð hafa barið sjálfa sig með hamri og veitt sér þannig sár sem hún sakaði mennina um að hafa valdið. Þrír af mönnunum sem hún ásakaði reyndu að svipta sig lífi, samkvæmt því sem kom fram í dómsal í dag og vitnað er í á vef BBC. Í maí 2020 birti Williams mynd af sér á Facebook þar sem hún var mjög illa leikin, með stærðarinnar glóðarauga og hafði hún þar að auki næstum því misst fingur. Í færslunni hélt hún því fram að hún hefði verið barinn af hópi manna frá Asíu, flestir frá Pakistan, og að þeir hefðu nauðgað henni og þvingað hana til að taka þátt í kynsvalli. Færsluna birti hún í kjölfar þess að lögregluþjónar fundu hana, þann 19. maí 2020, illa leikna á túni nærri heimili hennar. Hún sagðist að sé hefði verið rænt fyrr um daginn og að asískir menn hefðu nauðgað henni og misþyrmt henni. Færslan naut gífurlegrar athygli í Bretlandi og voru mennirnir sem hún ásakaði, og aðrir sem komu málinu ekkert við, áreittir. Þá skemmdir unnar á húsnæði fyrirtækja í eigu fólks frá Asíu sem bendlað var við ásakanir Williams á samfélagsmiðlum. Áður en Williams birti þessa færslu hafði hún verið ákærð fyrir að segja ósatt um að þrír hvítir menn hefðu nauðgað henni. Einn þeirra hafði samkvæmt frétt Guardian einungis beðið hana um eld og annar varði 73 dögum í fangelsi eftir að hún sagði hann hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Hún sakaði þó Mohammed Ramzan, sem rekur rætur sínar til Pakistans, um að leiða alþjóðlegan kynlífsþrælkunarhóp. Williams sagði Ramzan hafa nauðgað sér fyrst þegar hún var tólf eða þrettán ára gömul og sagði að hann hefði flutt hana og tugi annarra stúlkna um norðvestanvert England og annarra landa og sagði að þar hefði þeim verið nauðgað. Allir þrír segjast hafa reynt að svipta sig lífi eftir að hún ásakaði þá ranglega. Ramzan ræddi við fréttamenn fyrir utan dómsalinn í dag. "We started being targeted as drug dealers, as paedophile enablers and sympathisers"Mohammed Ramzan on the impact of Eleanor Williams false rape accusations on himself, his son and his family. https://t.co/FmvhSo0qeV Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/uGNFSLVzH4— Sky News (@SkyNews) March 14, 2023 Robert Altham, dómari, sagði í dómsal í dag að Williams hefði átt erfiða æsku og að hún hefði áður unnið sjálfri sér líkamlegan skaða. Ásakanir í garð áðurnefndra manna væru þó mjög alvarlegar og að hún hefði hvorki sýnt iðrun né getað útskýrt af hverju hún hefði logið. Þá sagði dómarinn hana hafa lagt mikið á sig til að gefa ásökunum sínum trúverðugleika. Þar á meðal með því að berja sig með hamri en hún er einnig sögð notað sex farsíma til að búa til fólk á netinu og falsa Snapchat aðganga raunverulegra manna. Lögreglunni tókst til að mynda að sanna að Snapchat aðgangur sem notaður var til að senda henni skilaboð þar sem viðkomandi átti að hafa gert grín að henni vegna nauðgana, hefði raunverulega verið búinn til á heimaneti Williams. Þá gaf Williams lögreglunni lista yfir sextíu stúlkur og ungar konur sem hún sagði Ramzan og gengi hans hafa neytt til kynlífsþrælkunar. Í viðtölum við lögregluþjóna kannaðist engin þeirra við það. Lögreglan fann, samkvæmt yfirlýsingu, engar vísbendingar sem studdu frásögn Williams. Við leit fannst blóðugur hamar á túninu þar sem Williams fannst þann 19. maí 2020 og kom í ljós að hún hafði keypt hann þann 11. maí. Hún var færð aftur til yfirheyrslu þar sem hún stóð fyrst við upprunalegu sögu sína, þar til lögregluþjónar sýndu henni þau sönnunargögn sem þeir höfðu aflað. Þá neitaði hún að svara spurningum lögregluþjóna, alls 74 sinnum. Hér að neðan má sjá viðtal Sky við Shane Yerell, sem kom að því að safna fé fyrir Williams, eftir að hún birti áðurnefnda Facebookfærslu. Hann segist fullur eftirsjár. Shane Yerell, who was behind the justice for Ellie campaign aimed at raising money for Williams, told @JasonFarrellSky "I feel a bit gutted I got it wrong".https://t.co/wHe8763B4V Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/WFaDOIQlBs— Sky News (@SkyNews) March 14, 2023 Bretland Erlend sakamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þrír af mönnunum sem hún ásakaði reyndu að svipta sig lífi, samkvæmt því sem kom fram í dómsal í dag og vitnað er í á vef BBC. Í maí 2020 birti Williams mynd af sér á Facebook þar sem hún var mjög illa leikin, með stærðarinnar glóðarauga og hafði hún þar að auki næstum því misst fingur. Í færslunni hélt hún því fram að hún hefði verið barinn af hópi manna frá Asíu, flestir frá Pakistan, og að þeir hefðu nauðgað henni og þvingað hana til að taka þátt í kynsvalli. Færsluna birti hún í kjölfar þess að lögregluþjónar fundu hana, þann 19. maí 2020, illa leikna á túni nærri heimili hennar. Hún sagðist að sé hefði verið rænt fyrr um daginn og að asískir menn hefðu nauðgað henni og misþyrmt henni. Færslan naut gífurlegrar athygli í Bretlandi og voru mennirnir sem hún ásakaði, og aðrir sem komu málinu ekkert við, áreittir. Þá skemmdir unnar á húsnæði fyrirtækja í eigu fólks frá Asíu sem bendlað var við ásakanir Williams á samfélagsmiðlum. Áður en Williams birti þessa færslu hafði hún verið ákærð fyrir að segja ósatt um að þrír hvítir menn hefðu nauðgað henni. Einn þeirra hafði samkvæmt frétt Guardian einungis beðið hana um eld og annar varði 73 dögum í fangelsi eftir að hún sagði hann hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Hún sakaði þó Mohammed Ramzan, sem rekur rætur sínar til Pakistans, um að leiða alþjóðlegan kynlífsþrælkunarhóp. Williams sagði Ramzan hafa nauðgað sér fyrst þegar hún var tólf eða þrettán ára gömul og sagði að hann hefði flutt hana og tugi annarra stúlkna um norðvestanvert England og annarra landa og sagði að þar hefði þeim verið nauðgað. Allir þrír segjast hafa reynt að svipta sig lífi eftir að hún ásakaði þá ranglega. Ramzan ræddi við fréttamenn fyrir utan dómsalinn í dag. "We started being targeted as drug dealers, as paedophile enablers and sympathisers"Mohammed Ramzan on the impact of Eleanor Williams false rape accusations on himself, his son and his family. https://t.co/FmvhSo0qeV Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/uGNFSLVzH4— Sky News (@SkyNews) March 14, 2023 Robert Altham, dómari, sagði í dómsal í dag að Williams hefði átt erfiða æsku og að hún hefði áður unnið sjálfri sér líkamlegan skaða. Ásakanir í garð áðurnefndra manna væru þó mjög alvarlegar og að hún hefði hvorki sýnt iðrun né getað útskýrt af hverju hún hefði logið. Þá sagði dómarinn hana hafa lagt mikið á sig til að gefa ásökunum sínum trúverðugleika. Þar á meðal með því að berja sig með hamri en hún er einnig sögð notað sex farsíma til að búa til fólk á netinu og falsa Snapchat aðganga raunverulegra manna. Lögreglunni tókst til að mynda að sanna að Snapchat aðgangur sem notaður var til að senda henni skilaboð þar sem viðkomandi átti að hafa gert grín að henni vegna nauðgana, hefði raunverulega verið búinn til á heimaneti Williams. Þá gaf Williams lögreglunni lista yfir sextíu stúlkur og ungar konur sem hún sagði Ramzan og gengi hans hafa neytt til kynlífsþrælkunar. Í viðtölum við lögregluþjóna kannaðist engin þeirra við það. Lögreglan fann, samkvæmt yfirlýsingu, engar vísbendingar sem studdu frásögn Williams. Við leit fannst blóðugur hamar á túninu þar sem Williams fannst þann 19. maí 2020 og kom í ljós að hún hafði keypt hann þann 11. maí. Hún var færð aftur til yfirheyrslu þar sem hún stóð fyrst við upprunalegu sögu sína, þar til lögregluþjónar sýndu henni þau sönnunargögn sem þeir höfðu aflað. Þá neitaði hún að svara spurningum lögregluþjóna, alls 74 sinnum. Hér að neðan má sjá viðtal Sky við Shane Yerell, sem kom að því að safna fé fyrir Williams, eftir að hún birti áðurnefnda Facebookfærslu. Hann segist fullur eftirsjár. Shane Yerell, who was behind the justice for Ellie campaign aimed at raising money for Williams, told @JasonFarrellSky "I feel a bit gutted I got it wrong".https://t.co/wHe8763B4V Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/WFaDOIQlBs— Sky News (@SkyNews) March 14, 2023
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira