Körfubolti

Morant í með­ferð og ó­víst hve­nær hann snýr aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Morant í leik með Memphis.
Morant í leik með Memphis. Thearon W. Henderson/Getty Images

Ja Morant, helsta stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skráð sig í meðferð í Flórída og er alls óvíst hvenær hann mun snúa aftur til leiks.

Hinn 23 ára gamli Morant er meðal efnilegustu leikmanna NBA-deildarinnar en hegðun hans undanfarnar vikur leiddi til þess að Memphis ákvað að senda leikmanninn í ótímabundið leyfi.

Hann hefði sést veifa skotvopnum á samfélagsmiðlum, hótað öryggisverði í verslunarmiðstöð og sagður hafa kýlt ungmenni. NBA-deildin hóf þegar rannsókn á málinu þar sem fram kom að ef hann hefði verið með skotvopnið inn á yfirráðasvæði félagsins - flugvél, æfingar- eða keppnisaðstöðu - þá yrði hann dæmdur í 50 leikja bann.

Deildin komst fljótlega að því að ekki væri hægt að sanna eða sýna fram á að Morant hefði gerst sekur um að bera skotvopn á yfirráðasvæði félagsins. Hann er því ekki á leiðinni í 50 leikja bann en það hefur verið staðfest að leikmaðurinn hafi skráð sig á meðferðarheimili í Flórída og að hann verði frá keppni um ókominn tíma.

Memphis er sem stendur í 2. sæti Vesturdeildar og hefur unnið þrjá leiki í röð eftir þrjú töp þar á undan. Það er samt sem áður ljóst að liðið er ekki jafn gott án Morant og mun þátttaka hans hafa stór áhrif á hversu langt liðið kemst í úrslitakeppninni.


Tengdar fréttir

Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið

Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×