Man City vann frækinn sigur í kvöld og er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sigurinn kom nokkuð á óvart þar sem fyrri leik liðanna í Þýskalandi lauk með 1-1 jafntefli. Håland skoraði fimm af sjö mörkum City í kvöld.
„Þetta er allt í móðu í höfðuna á mér. Ég man að skjóta á markið en ekki eftir að hugsa. Ég var svo þreyttur eftir fagnaðarlætin,“ sagði Håland aðspurður hvert fimm marka hans í kvöld væri í uppáhaldi.
„Ofurkraftur minn er að skora mörk. Á ég ekki að vera hreinskilinn? Í mörgum markanna í dag þá hugsaði ég ekki. Var bara að reyna koma boltanum í netið. Mikið af þessu snýst um að vera fljótur að hugsa og setja boltann þar sem markmaðurinn er ekki.“
„Í gær unnum við að því hvernig við vildum pressa Leipzig. Á heimavelli verðum við að hlaupa og pressa. Við erum svo góðir að vinna boltann aftur. Að mínu mati verðum við að gera meira af þessu.“
„Ég sagði honum [Pep Guardiola] að ég myndi elska að skora tvöfalda þrennu en hvað get ég gert,“ sagði framherjinn að endingu en hann var tekinn af velli eftir rúman klukkutíma.