Hversu djúpt þarf þjóðin að sökkva? Vilhelm Jónsson skrifar 15. mars 2023 10:31 Það líður vart sá dagur að ekki sé dregin upp dökk mynd í fréttamiðlum um vanhæfni stjórnsýslunnar og klifað er á óvönduðu söluferli ríkiseigna og rányrkju sjávarauðlinda í boði stjórnvalda. Að þessu sinni lætur hæst verklag er snýr að uppgjöri á Lindarhvoli ásamt sölu eignarhluta í Íslandsbanka fyrir tilverknað og atbeina stjórnvalda. Það er umhugsunarvert hversu bitlaus stjórnarandstaðan er geti meirihluti Alþingis fyrir tilverknað forseta Alþingis þverbrotið þingskaparlög og viðhaft valdníðslu ítrekað. Óneytanlega veltir maður fyrir sér hvort stjórnandstaðan geti ekki látið steyta á sama verklagi sé litið til þess að hver löglærði þingmaðurinn af öðrum kemur í ræðupúlt Alþingis og bendir á að það sé verið að brjóta þingskaparlög. Það er löngu tímabært að stjórnvöld axli ábyrgð á því siðleysi sem gerspilltir forystusauðir ástunda. Stjórnarhættir þeir sem viðhafðir eru innan veggja Alþingis munu seint vera til annars fallnir en að auka á ójöfnuð og viðhalda rányrkju ríkiseigna í boði stjórnvalda. Bankar og aðrar eignir eru seldar vildarvinum á brunaútsölum með ógegnsæjum hætti þar sem skautað er fram hjá lögum og regluverki. Þegar söluferlin eru gagnrýnd tekur við auðvirðulegur kattarþvottur Bankasýslunnar og ríkisendurskoðanda í boði ráðherra. Fjármálaráðherra mun væntanlega sem fyrr ekki vera í vandræðum með að láta skósveina sína pára niður hvítþvottarplagg til umboðsmanns Alþingis til að undirstrika að öllu verklagi og stjórnsýslu hafi verið fylgt eftir í hvívetna. Ef að líkum lætur mun umboðsmaður Alþingis slá á putta fjármálaráðherra með innantómu hjali sem svo engu mun skila. Alþingi Íslands má helst orðið líkja við búllu þar sem öll virðing landans er víðs fjarri og vart annað en sýndarstarfsemi og valdníðsla sem þrífst innan þeirra veggja. Ráðherraræði er algert og þingræði hunsað í skjóli þess að þingmeirihluti er hugsjónarlítill í skugga flokksforingjaræði og vonar um frekari brauðmola. Innan nokkurra vikna tekur við kærkomið páskafrí alþingismanna og getur vorþing einhent sér í að þrefa um hvernig skuli staðið að þinglokum til að komast í feitt sumarfrí. Svínaríið endurspeglast hvert sem litið er og skiptir þá engu hvar niður er komið, sjálftaka og sérhagsmunagæsla er allsráðandi. Bankar, tryggingarfélög, olíufélög og verslunarkeðjur vaða uppi með svívirðilegum verðhækkunum og síðan botnar verðlagseftirlitið ekki neitt í neinu. Á sama tíma rignir yfir landann svimandi háum afkomutölum fyrirtækjanna ásamt launabitlingum forkólfanna sem nema tugum ef ekki hundruðum milljóna eftir að hafa komist upp með að hafa haft almenning að fíflum. Fjármálaráðherra er drifinn áfram af siðblindu í tilsvörum sínum og gerðum, ekki síst þegar hann er að höfða til samvisku almennings í því skyni að gæta aðhalds og hófsemi til að kveða niður verðbólguna. Þessi sami herra skammtaði sér og sínum í gegnum kjararáð tuga prósenta launahækkun ásamt því að verðtryggja sjálftökuna. Eftir þann gjörning hefur ómæld óánægja kraumað undanfarin ár. Furðu sætir að verkalýðsfélög skulu vera svo bitlaus sem raun ber vitni að semja um ekki neitt sé litið til verðbólgu og verðhækanna. Það er mikil einföldun og vart annað en barnaskapur að verkalýðsleiðtogar Starfsgreinasambandsins hafi ekki séð í hvaða óstöðugleika stefndi og enn síður að hafa ekki haft við gerð kjarasamninga verðbólguhorfur og verðhækkanir í huga. Eðlilega getur formaður Eflingar ekki axlað þá ábyrgð. Forsætisráðherra er einkar lagin við að villa á sér heimildir í tvöfeldni sinni þegar hún reynir með yfirklóri sínu að verja verkleysið sem hún stendur fyrir. Það er ríkissjónvarpinu og deigum fréttamönnum til vansa að forsætisráðherrann fær að komast upp með hvert drottningarviðtalið á eftir öðru ásamt fjármálaráðherra til að verja óhæfa stjórnsýslu og rányrkju. Þjóðin býr við óviðunandi heilbrigðiskerfi sem er í molum vegna fjárskorts og stjórnleysis og þar bera ríkisstjórnarflokkarnir ásamt Samfylkingu og Viðreisn ábyrgð sé litið til uppbyggingar á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Skrípaleikurinn sem á sér stað við byggingu á nýjum spítala verður þjóðinni dýrkeyptur og mun aldrei verða kláraður með viðunandi hætti. Ekki síst þegar klastrið, bútasaumurinn og púsluspilið tekur við. Byggingin hefur verið féþúfa útvaldra hagsmunaseggja á annan áratug og enn er verið að hanna og breyta byggingaráformum og starfsemi með miklum kostnaðarauka. Verulegar líkur eru á að innan ekki svo langs tíma muni flokkforystan reyna allt til að sverja af sér þennan gjörning þegar smám saman koma í ljós tafir, óstjórn og hversu óábyrgt verklag á sér stað. Á sama tíma fá sjúkir og aldraðir ekki lausn sinna mála, eru jafnvel við dauðans dyr, á biðlistum árum saman og gjalda með lífi sínu og lífshamingju. Það sama á við um fárveikt fólk sem ítrekað þarf að slást við heilbrigðiskerfið ásamt óásættanlegum læknamistökum sem daga uppi í rykföllnum skúffum hjá Landlæknisembættinu. Í einstaka tilfellum tekst með harðfylgi að draga fram í fréttamiðlum og Kastljósi svívirðilegt verklag þar sem flett er ofan af ósómanum. Þá stendur ekki á yfirklórinu og frasanum um að ekki sé hægt að ræða einstök mál en þó tekið fram að málið sé litið alvarlegum augum. Hér á landi er nánast orðið til tvöfalt heilbrigðiskerfi. Þar sem þeir sem meira mega sín og einhvers konar elíta fær bráðaforgang með einum eða öðrum hætti, t.d. vegna kunningsskapar þar sem togað er í spotta á réttum stöðum eða með öðrum leiðum. Heilbrigðisfólk í efra laginu er ekki undanskilið því að fara í manngreinarálit og er eflaust ekki alltaf meðvitað um þá hræsni sem það viðhefur. Margt fárveikt fólk á sér engan málsvara innan heilbrigðisþjónustunnar og í besta falli getur einstaka aðili náð fram réttlæti í gegnum fjölmiðla, eða eins og fjöldamargir aðrir, gjalda með lífi sínu oglífshamingju. Stjórnvöld hafa með áherslum sínum og áralöngu fjársvelti til Landspítalans skert eðlilega framþróun hans. Það er vart hægt að leggja hann að jöfnu við góðan dýraspítala í nágrannalöndunum sem við viljum helst bera okkur saman við. Bankar og lífeyrissjóðir hafa komist upp með að stunda svívirðilega útlánastarfsemi áratugum saman í skjóli ríkisstjórnar Íslands og vegna lélegs fjármálaeftirlits og ráðaleysis Seðlabanka Íslands. Glórulaus verðtrygging hefur viðgengist áratugum saman ásamt óraunhæfu vaxtaokri. Einnig hafa bankarnir bætt á vaxtaokrið allt að 5% uppgreiðslugjaldi vilji skuldari greiða lán sitt upp. Bankar og lífeyrissjóðir gera vart mun á því hvort lántakandi sé með 30% eða 80% veðsetningu. Allt skal sett undir sama vaxtaþak þegar réttlæta á okrið. Til að hámarka rányrkjuna innleiddi Seðlabankinn bindiskyldu á innlánasparnað sem hefur orðið til þess að sparifé almennings hefur rýrnað umtalsvert síðustu tvo áratugi og þar af leiðandi hefur ekki verið neinn hvati til sparnaðar. Hinn almenni borgari sem ekki er fjárhagslega sjálfstæður og hefur ekki sýn á hvers konar bankasýsla og þjófnaður eru rekin í skjóli stjórnvalda, verður oft illa úti og á vart möguleika á öðru en að láta hafa sig að féþúfu. Til að kóróna græðgi og sjálftöku skammta bankarnir sér rífleg þjónustugjöld til að hámarka arðsemi sína. Síðan kemur útvalin elíta og kaupir bankann á sýndargjörningi sem stenst enga skoðun. Allt í boði veruleikafirrtra stjórnvalda. Stjórnvöldum ber að gæta að velferð þegna sinna, ekki síst þeirra sem minna mega sín, en því er þveröfugt farið þegar siðblinda ræður ríkjum. Það er löngu tímabært að handónýtur gjaldmiðill víki fyrir velferð þjóðarinnar ásamt sérhagsmunaseggjum og þar eru Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Ben ekki undanskilin. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það líður vart sá dagur að ekki sé dregin upp dökk mynd í fréttamiðlum um vanhæfni stjórnsýslunnar og klifað er á óvönduðu söluferli ríkiseigna og rányrkju sjávarauðlinda í boði stjórnvalda. Að þessu sinni lætur hæst verklag er snýr að uppgjöri á Lindarhvoli ásamt sölu eignarhluta í Íslandsbanka fyrir tilverknað og atbeina stjórnvalda. Það er umhugsunarvert hversu bitlaus stjórnarandstaðan er geti meirihluti Alþingis fyrir tilverknað forseta Alþingis þverbrotið þingskaparlög og viðhaft valdníðslu ítrekað. Óneytanlega veltir maður fyrir sér hvort stjórnandstaðan geti ekki látið steyta á sama verklagi sé litið til þess að hver löglærði þingmaðurinn af öðrum kemur í ræðupúlt Alþingis og bendir á að það sé verið að brjóta þingskaparlög. Það er löngu tímabært að stjórnvöld axli ábyrgð á því siðleysi sem gerspilltir forystusauðir ástunda. Stjórnarhættir þeir sem viðhafðir eru innan veggja Alþingis munu seint vera til annars fallnir en að auka á ójöfnuð og viðhalda rányrkju ríkiseigna í boði stjórnvalda. Bankar og aðrar eignir eru seldar vildarvinum á brunaútsölum með ógegnsæjum hætti þar sem skautað er fram hjá lögum og regluverki. Þegar söluferlin eru gagnrýnd tekur við auðvirðulegur kattarþvottur Bankasýslunnar og ríkisendurskoðanda í boði ráðherra. Fjármálaráðherra mun væntanlega sem fyrr ekki vera í vandræðum með að láta skósveina sína pára niður hvítþvottarplagg til umboðsmanns Alþingis til að undirstrika að öllu verklagi og stjórnsýslu hafi verið fylgt eftir í hvívetna. Ef að líkum lætur mun umboðsmaður Alþingis slá á putta fjármálaráðherra með innantómu hjali sem svo engu mun skila. Alþingi Íslands má helst orðið líkja við búllu þar sem öll virðing landans er víðs fjarri og vart annað en sýndarstarfsemi og valdníðsla sem þrífst innan þeirra veggja. Ráðherraræði er algert og þingræði hunsað í skjóli þess að þingmeirihluti er hugsjónarlítill í skugga flokksforingjaræði og vonar um frekari brauðmola. Innan nokkurra vikna tekur við kærkomið páskafrí alþingismanna og getur vorþing einhent sér í að þrefa um hvernig skuli staðið að þinglokum til að komast í feitt sumarfrí. Svínaríið endurspeglast hvert sem litið er og skiptir þá engu hvar niður er komið, sjálftaka og sérhagsmunagæsla er allsráðandi. Bankar, tryggingarfélög, olíufélög og verslunarkeðjur vaða uppi með svívirðilegum verðhækkunum og síðan botnar verðlagseftirlitið ekki neitt í neinu. Á sama tíma rignir yfir landann svimandi háum afkomutölum fyrirtækjanna ásamt launabitlingum forkólfanna sem nema tugum ef ekki hundruðum milljóna eftir að hafa komist upp með að hafa haft almenning að fíflum. Fjármálaráðherra er drifinn áfram af siðblindu í tilsvörum sínum og gerðum, ekki síst þegar hann er að höfða til samvisku almennings í því skyni að gæta aðhalds og hófsemi til að kveða niður verðbólguna. Þessi sami herra skammtaði sér og sínum í gegnum kjararáð tuga prósenta launahækkun ásamt því að verðtryggja sjálftökuna. Eftir þann gjörning hefur ómæld óánægja kraumað undanfarin ár. Furðu sætir að verkalýðsfélög skulu vera svo bitlaus sem raun ber vitni að semja um ekki neitt sé litið til verðbólgu og verðhækanna. Það er mikil einföldun og vart annað en barnaskapur að verkalýðsleiðtogar Starfsgreinasambandsins hafi ekki séð í hvaða óstöðugleika stefndi og enn síður að hafa ekki haft við gerð kjarasamninga verðbólguhorfur og verðhækkanir í huga. Eðlilega getur formaður Eflingar ekki axlað þá ábyrgð. Forsætisráðherra er einkar lagin við að villa á sér heimildir í tvöfeldni sinni þegar hún reynir með yfirklóri sínu að verja verkleysið sem hún stendur fyrir. Það er ríkissjónvarpinu og deigum fréttamönnum til vansa að forsætisráðherrann fær að komast upp með hvert drottningarviðtalið á eftir öðru ásamt fjármálaráðherra til að verja óhæfa stjórnsýslu og rányrkju. Þjóðin býr við óviðunandi heilbrigðiskerfi sem er í molum vegna fjárskorts og stjórnleysis og þar bera ríkisstjórnarflokkarnir ásamt Samfylkingu og Viðreisn ábyrgð sé litið til uppbyggingar á nýju þjóðarsjúkrahúsi. Skrípaleikurinn sem á sér stað við byggingu á nýjum spítala verður þjóðinni dýrkeyptur og mun aldrei verða kláraður með viðunandi hætti. Ekki síst þegar klastrið, bútasaumurinn og púsluspilið tekur við. Byggingin hefur verið féþúfa útvaldra hagsmunaseggja á annan áratug og enn er verið að hanna og breyta byggingaráformum og starfsemi með miklum kostnaðarauka. Verulegar líkur eru á að innan ekki svo langs tíma muni flokkforystan reyna allt til að sverja af sér þennan gjörning þegar smám saman koma í ljós tafir, óstjórn og hversu óábyrgt verklag á sér stað. Á sama tíma fá sjúkir og aldraðir ekki lausn sinna mála, eru jafnvel við dauðans dyr, á biðlistum árum saman og gjalda með lífi sínu og lífshamingju. Það sama á við um fárveikt fólk sem ítrekað þarf að slást við heilbrigðiskerfið ásamt óásættanlegum læknamistökum sem daga uppi í rykföllnum skúffum hjá Landlæknisembættinu. Í einstaka tilfellum tekst með harðfylgi að draga fram í fréttamiðlum og Kastljósi svívirðilegt verklag þar sem flett er ofan af ósómanum. Þá stendur ekki á yfirklórinu og frasanum um að ekki sé hægt að ræða einstök mál en þó tekið fram að málið sé litið alvarlegum augum. Hér á landi er nánast orðið til tvöfalt heilbrigðiskerfi. Þar sem þeir sem meira mega sín og einhvers konar elíta fær bráðaforgang með einum eða öðrum hætti, t.d. vegna kunningsskapar þar sem togað er í spotta á réttum stöðum eða með öðrum leiðum. Heilbrigðisfólk í efra laginu er ekki undanskilið því að fara í manngreinarálit og er eflaust ekki alltaf meðvitað um þá hræsni sem það viðhefur. Margt fárveikt fólk á sér engan málsvara innan heilbrigðisþjónustunnar og í besta falli getur einstaka aðili náð fram réttlæti í gegnum fjölmiðla, eða eins og fjöldamargir aðrir, gjalda með lífi sínu oglífshamingju. Stjórnvöld hafa með áherslum sínum og áralöngu fjársvelti til Landspítalans skert eðlilega framþróun hans. Það er vart hægt að leggja hann að jöfnu við góðan dýraspítala í nágrannalöndunum sem við viljum helst bera okkur saman við. Bankar og lífeyrissjóðir hafa komist upp með að stunda svívirðilega útlánastarfsemi áratugum saman í skjóli ríkisstjórnar Íslands og vegna lélegs fjármálaeftirlits og ráðaleysis Seðlabanka Íslands. Glórulaus verðtrygging hefur viðgengist áratugum saman ásamt óraunhæfu vaxtaokri. Einnig hafa bankarnir bætt á vaxtaokrið allt að 5% uppgreiðslugjaldi vilji skuldari greiða lán sitt upp. Bankar og lífeyrissjóðir gera vart mun á því hvort lántakandi sé með 30% eða 80% veðsetningu. Allt skal sett undir sama vaxtaþak þegar réttlæta á okrið. Til að hámarka rányrkjuna innleiddi Seðlabankinn bindiskyldu á innlánasparnað sem hefur orðið til þess að sparifé almennings hefur rýrnað umtalsvert síðustu tvo áratugi og þar af leiðandi hefur ekki verið neinn hvati til sparnaðar. Hinn almenni borgari sem ekki er fjárhagslega sjálfstæður og hefur ekki sýn á hvers konar bankasýsla og þjófnaður eru rekin í skjóli stjórnvalda, verður oft illa úti og á vart möguleika á öðru en að láta hafa sig að féþúfu. Til að kóróna græðgi og sjálftöku skammta bankarnir sér rífleg þjónustugjöld til að hámarka arðsemi sína. Síðan kemur útvalin elíta og kaupir bankann á sýndargjörningi sem stenst enga skoðun. Allt í boði veruleikafirrtra stjórnvalda. Stjórnvöldum ber að gæta að velferð þegna sinna, ekki síst þeirra sem minna mega sín, en því er þveröfugt farið þegar siðblinda ræður ríkjum. Það er löngu tímabært að handónýtur gjaldmiðill víki fyrir velferð þjóðarinnar ásamt sérhagsmunaseggjum og þar eru Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Ben ekki undanskilin. Höfundur er athafnamaður.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun