Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 12:46 Umboðsmaður segir Jón hafa virt ósk Katrínar að vettugi. Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Í erindi sem Skúli Magnússon umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra segir meðal annars að ráðherrum beri að haga athöfnum sínum í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ráðherrum beri samkvæmt stjórnarskrá að bera „mikilvæg stjórnarmálefni“ upp á ríkisstjórnarfundi og umboðsmaður fái ekki annað skilið af bréfi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til umboðsmanns að ákvörðun Jóns hafi falið í sér „áherslubreytingu“ og þar með verið „mikilvægt stjórnarmálefni“ sem bera átti undir ríkisstjórnarfund. Eins og Vísir hefur greint frá greindi Jón frá breytingunum í aðsendir grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn. Sama dag sagði forsætisráðherra að ræða þyrfti málið í ríkisstjórn. Seinna kom hins vegar í ljós að Jón undirritað nýjar reglur um vopnaburð lögreglu sama dag og hann greindi frá breytingunum. Þær voru síðan samdægurs sendar áfram til birtingar í Stjórnartíðindum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að í svörum Jóns komi fram að honum hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar þennan dag, 30. desember. Honum hefði þá verið í lófa lagt að fresta framkvæmd málsins þar til það hefði verið rætt í ríkisstjórn. „Svo sem fram er komið bar dómsmálaráðherra málið ekki upp á fundir ríkisstjórnar fyrr en 13. janúar 2023 og þá án þess að virðast hafa slegið framkvæmd þess á frest eða gert við það fyrirvara með hliðsjón af fyrirhugaðri umræðu í ríkisstjórn. Í þessu sambandi athugast að reglurnar höfðu þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný til rafrænnar birtingar, þ.e. 9. janúar sl.“ segir umboðsmaður. Hann segir ekki annað að sjá en að Jón hafi virt óskir Katrínar að vettugi. Umboðsmaður áréttar einnig, vegna svara dómsmálaráðherra, að það sé ekki samræmanlegt við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og laga að afgreiða mikilvægt stjórnarmálefni og hrinda því í framkvæmd og ætla að bera það upp í ríkisstjórn eftir á. Hann segir mikilvægt að horfa til markmiðs umræddra regla og þeirra krafa um vandaða stjórnsýsluhætti sem af því leiðir. „Er í því sambandi óhjákvæmilegt að horfa til þess að þér, sem forsætisráðherra og forystumaður ríkisstjórnarinnar, höfðuð sérstaklega óskað eftir því við ráðherrann að málið yrði tekið fyrir á fundi hennar,“ segir Skúli í erindi sínu til Katrínar. „Af skýringum yðar fæ ég vart annað ráðið en að ljóst hafi mátt vera að umræða um málið á þeim vettvangi væri ekki eingöngu ætlað að vera hreint formsatriði þótt í sjálfu sér lægi fyrir að dómsmálaráðherra nyti stjórnskipulegrar heimildar til ákvörðunar sinnar.“ Umboðsmaður lýsir sig ósammála þeirri skoðun sem fram kemur í svörum forsætisráðherra við upphaflegu erindi hans að vandséð sé að lengra verði gengið í sérstöku verklagi viðvíkjandi því hvort og hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin geti þvert á móti afmarkað það betur, líkt og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð íslands. Þá sé einnig hægt að horfa til breytinga á siðareglum ráðherra, þar sem ekkert er fjallað um samvinnu og samskipti ráðherra sín á milli. Bréf Umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Rafbyssur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Í erindi sem Skúli Magnússon umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra segir meðal annars að ráðherrum beri að haga athöfnum sínum í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ráðherrum beri samkvæmt stjórnarskrá að bera „mikilvæg stjórnarmálefni“ upp á ríkisstjórnarfundi og umboðsmaður fái ekki annað skilið af bréfi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til umboðsmanns að ákvörðun Jóns hafi falið í sér „áherslubreytingu“ og þar með verið „mikilvægt stjórnarmálefni“ sem bera átti undir ríkisstjórnarfund. Eins og Vísir hefur greint frá greindi Jón frá breytingunum í aðsendir grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn. Sama dag sagði forsætisráðherra að ræða þyrfti málið í ríkisstjórn. Seinna kom hins vegar í ljós að Jón undirritað nýjar reglur um vopnaburð lögreglu sama dag og hann greindi frá breytingunum. Þær voru síðan samdægurs sendar áfram til birtingar í Stjórnartíðindum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að í svörum Jóns komi fram að honum hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar þennan dag, 30. desember. Honum hefði þá verið í lófa lagt að fresta framkvæmd málsins þar til það hefði verið rætt í ríkisstjórn. „Svo sem fram er komið bar dómsmálaráðherra málið ekki upp á fundir ríkisstjórnar fyrr en 13. janúar 2023 og þá án þess að virðast hafa slegið framkvæmd þess á frest eða gert við það fyrirvara með hliðsjón af fyrirhugaðri umræðu í ríkisstjórn. Í þessu sambandi athugast að reglurnar höfðu þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný til rafrænnar birtingar, þ.e. 9. janúar sl.“ segir umboðsmaður. Hann segir ekki annað að sjá en að Jón hafi virt óskir Katrínar að vettugi. Umboðsmaður áréttar einnig, vegna svara dómsmálaráðherra, að það sé ekki samræmanlegt við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og laga að afgreiða mikilvægt stjórnarmálefni og hrinda því í framkvæmd og ætla að bera það upp í ríkisstjórn eftir á. Hann segir mikilvægt að horfa til markmiðs umræddra regla og þeirra krafa um vandaða stjórnsýsluhætti sem af því leiðir. „Er í því sambandi óhjákvæmilegt að horfa til þess að þér, sem forsætisráðherra og forystumaður ríkisstjórnarinnar, höfðuð sérstaklega óskað eftir því við ráðherrann að málið yrði tekið fyrir á fundi hennar,“ segir Skúli í erindi sínu til Katrínar. „Af skýringum yðar fæ ég vart annað ráðið en að ljóst hafi mátt vera að umræða um málið á þeim vettvangi væri ekki eingöngu ætlað að vera hreint formsatriði þótt í sjálfu sér lægi fyrir að dómsmálaráðherra nyti stjórnskipulegrar heimildar til ákvörðunar sinnar.“ Umboðsmaður lýsir sig ósammála þeirri skoðun sem fram kemur í svörum forsætisráðherra við upphaflegu erindi hans að vandséð sé að lengra verði gengið í sérstöku verklagi viðvíkjandi því hvort og hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin geti þvert á móti afmarkað það betur, líkt og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð íslands. Þá sé einnig hægt að horfa til breytinga á siðareglum ráðherra, þar sem ekkert er fjallað um samvinnu og samskipti ráðherra sín á milli. Bréf Umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Rafbyssur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira