Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2023 10:00 Arnar Þór Viðarsson er á sínu þriðja ári sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. vísir/hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina? Já og nei. Byrjum á því að draga frá og hleypa sólarljósinu (í mesta gluggaveðri í heimi) inn. Fyrir það fyrsta erum við með okkar sterkasta lið í fyrsta sinn í háa herrans tíð ef frá eru taldir Birkir Bjarnason, sem hefur lítið spilað að undanförnu, og Albert Guðmundsson sem hefur spilað mikið og vel að undanförnu en á ekki upp á pallborðið hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Hvar svo sem hnífurinn stendur í kúnni væri óskandi að hann verði rifinn úr. Albert Guðmundsson er ekki í íslenska landsliðshópnum.vísir/hulda margrét Við erum ekki bara með nánast okkar sterkasta lið heldur eru margir í liðinu að spila stórvel um þessar mundir. Arnór Sigurðsson er einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð, Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon ætla að bjarga Íslendingaliðinu Lyngby frá falli með mörkum og stoðsendingum, Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að blómsta hjá FC Kaupmannahöfn, Jóhann Berg Guðmundsson er í stóru hlutverki hjá langbesta liði ensku B-deildarinnar, Jón Dagur Þorsteinsson brillerar í Belgíu og svo mætti áfram telja. Það hefur svo sem ekki alltaf verið samansemmerki á milli þess að spila vel með félagsliði og íslenska landsliðinu. Á gullaldarskeiði þess voru menn oft í misjafnri stöðu hjá sínum félagsliðum en spiluðu alltaf eins og snillingar þegar þeir klæddust landsliðsbúningnum. En það getur ekki sakað að vera heitur með félagsliðinu sínu. Jón Dagur Þorsteinsson var einn besti leikmaður íslenska landsliðsins á síðasta ári.vísir/hulda margrét Svo er það riðilinn sem Ísland er í. Hann er galopinn. Portúgal er langsterkasta liðið í riðlinum og vinnur hann með yfirburðum ef allt er eðlilegt. En Liechtenstein getur ekki neitt, Lúxemborg aðeins meira og útkoman úr þessum fjórum leikjum á alltaf að vera tólf stig. Þá snýst þetta um innbyrðis leikina gegn Slóvakíu og Bosníu. Þessi lið eru sterk en langt frá því að vera ósigrandi og möguleikinn á 2. sætinu er raunhæfur. Drögum þá aðeins fyri og slökkvum ljósin. Brúnin fer nefnilega virkilega að þyngjast þegar árangur síðustu ára er skoðaður. Síðan Arnar Þór tók við íslenska landsliðinu hefur það spilað 29 leiki. Ellefu hafa tapast, þrettán endað með jafntefli og aðeins fimm unnist. Sigrarnir komu gegn Liechtenstein, San Marinó, Færeyjum og Venesúela. Fara þarf aftur til haustsins 2020 til að finna sigur hjá íslenska liðinu gegn sæmilega sterkum andstæðingi. Jóhann Berg Guðmundsson er kominn aftur í landsliðið.vísir/hulda margrét Auðvitað hefur margt gengið á og Arnar hefur sjaldnast getað stillt upp sínu sterkasta liði en árangurinn er samt afleitur og gefur ekki neina ástæðu til bjartsýni. Arnar á allavega ekki neina innistæðu í ríkisbankanum. Hann þarf að byrja að vinna leiki, fleiri en gegn minnimáttar, og það strax. Tími afsakana er liðinn. Hann hefur fengið mikið traust frá stjórn KSÍ og fullt af leikjum til að móta liðið sitt. Núna er kominn tími til að borga til baka. Landsmenn sitja nú sveittir við að klára skattaskýrsluna sína og Arnar þarf núna að standa reikningsskil á eigin störfum. Efniviðurinn til að gera betur en síðustu ár er til staðar og möguleikar fyrir hendi í frekar veikum riðli í undankeppninni. Hvort kemur íslenska liðið út í plús eða mínus? Svarið við því fæst á næstu misserum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Já og nei. Byrjum á því að draga frá og hleypa sólarljósinu (í mesta gluggaveðri í heimi) inn. Fyrir það fyrsta erum við með okkar sterkasta lið í fyrsta sinn í háa herrans tíð ef frá eru taldir Birkir Bjarnason, sem hefur lítið spilað að undanförnu, og Albert Guðmundsson sem hefur spilað mikið og vel að undanförnu en á ekki upp á pallborðið hjá Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara. Hvar svo sem hnífurinn stendur í kúnni væri óskandi að hann verði rifinn úr. Albert Guðmundsson er ekki í íslenska landsliðshópnum.vísir/hulda margrét Við erum ekki bara með nánast okkar sterkasta lið heldur eru margir í liðinu að spila stórvel um þessar mundir. Arnór Sigurðsson er einn besti leikmaðurinn í Svíþjóð, Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon ætla að bjarga Íslendingaliðinu Lyngby frá falli með mörkum og stoðsendingum, Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að blómsta hjá FC Kaupmannahöfn, Jóhann Berg Guðmundsson er í stóru hlutverki hjá langbesta liði ensku B-deildarinnar, Jón Dagur Þorsteinsson brillerar í Belgíu og svo mætti áfram telja. Það hefur svo sem ekki alltaf verið samansemmerki á milli þess að spila vel með félagsliði og íslenska landsliðinu. Á gullaldarskeiði þess voru menn oft í misjafnri stöðu hjá sínum félagsliðum en spiluðu alltaf eins og snillingar þegar þeir klæddust landsliðsbúningnum. En það getur ekki sakað að vera heitur með félagsliðinu sínu. Jón Dagur Þorsteinsson var einn besti leikmaður íslenska landsliðsins á síðasta ári.vísir/hulda margrét Svo er það riðilinn sem Ísland er í. Hann er galopinn. Portúgal er langsterkasta liðið í riðlinum og vinnur hann með yfirburðum ef allt er eðlilegt. En Liechtenstein getur ekki neitt, Lúxemborg aðeins meira og útkoman úr þessum fjórum leikjum á alltaf að vera tólf stig. Þá snýst þetta um innbyrðis leikina gegn Slóvakíu og Bosníu. Þessi lið eru sterk en langt frá því að vera ósigrandi og möguleikinn á 2. sætinu er raunhæfur. Drögum þá aðeins fyri og slökkvum ljósin. Brúnin fer nefnilega virkilega að þyngjast þegar árangur síðustu ára er skoðaður. Síðan Arnar Þór tók við íslenska landsliðinu hefur það spilað 29 leiki. Ellefu hafa tapast, þrettán endað með jafntefli og aðeins fimm unnist. Sigrarnir komu gegn Liechtenstein, San Marinó, Færeyjum og Venesúela. Fara þarf aftur til haustsins 2020 til að finna sigur hjá íslenska liðinu gegn sæmilega sterkum andstæðingi. Jóhann Berg Guðmundsson er kominn aftur í landsliðið.vísir/hulda margrét Auðvitað hefur margt gengið á og Arnar hefur sjaldnast getað stillt upp sínu sterkasta liði en árangurinn er samt afleitur og gefur ekki neina ástæðu til bjartsýni. Arnar á allavega ekki neina innistæðu í ríkisbankanum. Hann þarf að byrja að vinna leiki, fleiri en gegn minnimáttar, og það strax. Tími afsakana er liðinn. Hann hefur fengið mikið traust frá stjórn KSÍ og fullt af leikjum til að móta liðið sitt. Núna er kominn tími til að borga til baka. Landsmenn sitja nú sveittir við að klára skattaskýrsluna sína og Arnar þarf núna að standa reikningsskil á eigin störfum. Efniviðurinn til að gera betur en síðustu ár er til staðar og möguleikar fyrir hendi í frekar veikum riðli í undankeppninni. Hvort kemur íslenska liðið út í plús eða mínus? Svarið við því fæst á næstu misserum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira