Brúar dómsmálaráðherra bilið? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. mars 2023 07:30 Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Samtímis berast fregnir af því að fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við fleiri börnum í haust vegna slælegs ástands skólahúsnæðis. Þannig hefur Reykjavíkurborg þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka fyrr en varir vegna ástands fasteignanna. Það er óhætt að segja að neyð ríki í skólamálum í Reykjavík. Foreldrar ungra barna eru orðnir örvæntingarfullir og segja öllu fögru lofað, en ekki við neitt staðið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur bent á margþættar lausnir við leikskólavandanum og lagt fram fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að leysa vandann. Þessi vandi varð einmitt kveikjan að fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið að ári liðnu. Fjölmargir foreldrar hafa nefnilega gripið til þess ráðs að gera samning um vistráðningu (au pair) til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Hér eru slíkum samningur settar þrengri skorður en sambærilegum samningum t.d. í Danmörku. Því var ánægjulegt að sjá frumvarp frá dómsmálaráðherra varðandi þetta atriði í samráðsgátt. Þar er lögð til heimild til endurnýjunar til eins árs til handa dvalarleyfishöfum sem hér dvelja vegna vistráðningar. Mér hafa einnig borist ábendingar um langan afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins. Ég hef því sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um þetta og hvort ráðherrann hyggist skoða eða beita sér fyrir styttingu afgreiðslutímans. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef meiri trú á aðkomu og verkum dómsmálaráðherra til að brúa bilið og auðvelda foreldrum ungra barna í Reykjavík lífið. Verkin tala nefnilega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Leikskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fæðingarorlof Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Samtímis berast fregnir af því að fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við fleiri börnum í haust vegna slælegs ástands skólahúsnæðis. Þannig hefur Reykjavíkurborg þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka fyrr en varir vegna ástands fasteignanna. Það er óhætt að segja að neyð ríki í skólamálum í Reykjavík. Foreldrar ungra barna eru orðnir örvæntingarfullir og segja öllu fögru lofað, en ekki við neitt staðið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur bent á margþættar lausnir við leikskólavandanum og lagt fram fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að leysa vandann. Þessi vandi varð einmitt kveikjan að fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið að ári liðnu. Fjölmargir foreldrar hafa nefnilega gripið til þess ráðs að gera samning um vistráðningu (au pair) til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Hér eru slíkum samningur settar þrengri skorður en sambærilegum samningum t.d. í Danmörku. Því var ánægjulegt að sjá frumvarp frá dómsmálaráðherra varðandi þetta atriði í samráðsgátt. Þar er lögð til heimild til endurnýjunar til eins árs til handa dvalarleyfishöfum sem hér dvelja vegna vistráðningar. Mér hafa einnig borist ábendingar um langan afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins. Ég hef því sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um þetta og hvort ráðherrann hyggist skoða eða beita sér fyrir styttingu afgreiðslutímans. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef meiri trú á aðkomu og verkum dómsmálaráðherra til að brúa bilið og auðvelda foreldrum ungra barna í Reykjavík lífið. Verkin tala nefnilega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar