Viðskipti innlent

Steindi, Auddi og Egill stofna hlutafélag

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Fram kemur í skráningu að tilgangur félagsins sé heildverslun og dreifing heildsöluvara.
Fram kemur í skráningu að tilgangur félagsins sé heildverslun og dreifing heildsöluvara. Vísir

Félagið Celsius dreifing ehf. var skráð á hlutafélagaskrá ríkisskattstjóra í gærdag en á meðal stofnenda eru fjölmiðlamennirnir góðkunnu Auðunn Blöndal, Egill Einarson og Steinþór Hróar Steindórsson, einnig þekktur sem Steindi Jr.

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Geir Gunnarsson, markaðsstjóri Myndform er einnig á meðal stofnenda og er skráður framkvæmdastjóri. 

Félagið er stofnað í kringum heildsölu á koffíndrykknum Celsius, sem nýtur mikilla vinsælda hérlendis og á Norðurlöndum.

Fram kemur í skráningu að tilgangur félagsins sé heildverslun og dreifing heildsöluvara.

Myndform hefur síðustu ár haslað sér völl í heildsölu og sótt fram á orkudrykkjamarkaðnum og í júlí 2021 kom fram að fyrirtækið hefði hafið innflutning á orkudrykknum Celsius og var það liður í að styrkja heildsöluhlutann hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×