„Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 15. mars 2023 23:15 Hörður Axel, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs. „Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
„Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55